Erlent

Setja veru­legar hömlur á sölu elds­neytis

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Næstu tvær vikurnar fær enginn aðgang að eldsneyti nema tæki sem notuð eru í almenningssamgöngum, sjúkrabílar og flutningabílar með matvæli.
Næstu tvær vikurnar fær enginn aðgang að eldsneyti nema tæki sem notuð eru í almenningssamgöngum, sjúkrabílar og flutningabílar með matvæli. AP

Yfirvöld á Sri Lanka hafa ákveðið að banna alla sölu eldsneytis í landinu nema til farartækja sem teljast nauðsynleg samfélaginu. Ástæðan er mikill eldsneytisskortur en gríðarlegar efnahagsþrengingar hafa gengið yfir landsmenn undanfarin misseri.

Því eiga yfirvöld í stökustu erfiðleikum með að standa skil á skuldum ríkisins og eru nú í viðræðum um eftirgjöf skulda við lánadrottna.

Næstu tvær vikurnar fær enginn aðgang að eldsneyti nema tæki sem notuð eru í almenningssamgöngum, sjúkrabílar og flutningabílar með matvæli.

Skólum í borgum landsins hefur verið lokað og allir landsmenn eiga að vinna heiman frá sér, en 22 milljónir búa á Sri Lanka.

Þá eru einnig í gangi viðræður við yfirvöld í Katar og Rússlandi um kaup á olíu og bensíni með afslætti en skorturinn er slíkur að aðeins níu þúsund tonn af díselolíu eru til í landinu og um sex þúsund tonn af bensíni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×