Erlent

Þrettán manns létu lífið í gasleka

Bjarki Sigurðsson skrifar
Lekinn náðist á myndband af eftirlitsmyndavélum hafnarsvæðisins.
Lekinn náðist á myndband af eftirlitsmyndavélum hafnarsvæðisins. AP/Al-Mamlaka TV

Þrettán manns hafa látið lífið og eru rúmlega 250 einstaklingar slasaðir eftir gasleka í borginni Aqaba í Jórdaníu. Íbúar borgarinnar hafa verið beðnir um að loka öllum gluggum og halda sig innandyra.

Lekinn átti sér stað þegar krani var að lyfta flutningagámi sem innihélt 25 tonn af klóri. Vír í krananum slitnaði sem olli því að gámurinn féll til jarðar og opnaðist.

Í myndbandi frá hafnarsvæðinu þar sem lekinn átti sér stað sýnir þegar vírinn slitnaði og hvernig klórið dreifðist í kringum skipið sem gámurinn átti að fara í.

Bisher al-Khasawneh, forsætisráðherra Jórdaníu, er á leiðinni til Aqaba en hann hefur skipað í teymi sem á að rannsaka málið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×