Nýríkt Newcastle á nóg milli handanna og hefur þótt sótt markvörðurinn Nick Pope frá Burnley. Eddie Howe, stjóri liðsins, ætlar sér greinilega að byggja lið á góðum grunni og er nú að landa miðverðinum Botman.
Howe reyndi að sækja þennan 22 ára gamla varnarmann í janúar en hafði ekki erindi sem erfiði. Nú er hins vegar ljóst að Botman mun spila í ensku úrvalsdeildinni á komandi leiktíð. Hann hefur þegar kvatt Lille á samfélagsmiðlum.
Sven Botman signs his contract until 2027 as Newcastle player. Medical successfully completed in the last hours. 37m fee to Lille. #NUFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 27, 2022
Botman has also posted his farewell message to Lille and their fans on his account. pic.twitter.com/kmtaAYEz5i
Ásamt því að hafa fengið Pope og Botman hefur Newcastle fest kaup á Matt Targett sem var á láni hjá félaginu á síðustu leiktíð.
Reikna má með að félagið sé ekki búið á félagaskiptamarkaðnum en talið er að það geti eytt vel yfir hundrað milljónum í leikmenn í sumar.