Enski boltinn

Segja að Barcelona hafi viljað fá Harry Maguire sem hluta af sölunni á De Jong

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harry Maguire átti sitt versta tímabil en Erik ten Hag, nýr knattspyrnustjóri Manchester United, hefur trú á honum.
Harry Maguire átti sitt versta tímabil en Erik ten Hag, nýr knattspyrnustjóri Manchester United, hefur trú á honum. AP/Jon Super

Manchester United leitar þessa dagana leiða til að fá hollenska miðjumanninn Frenkie de Jong frá spænska félaginu Barcelona en félögin hafa enn ekki náð saman.

Enskir miðlar slá því upp að forráðamenn Barcelona hafi viljað fá Harry Maguire, fyrirliða Manchester United, sem hluta af kaupverðinu fyrir De Jong.

Manchester United hafnaði þessu og vill halda Maguire sem átti ekki sitt besta tímabil í fyrra ekki frekar en flestir leikmenn Manchester United.

United liðið endaði tímabilið í sjötta sætinu en fáir leikmenn fengu á sig eins mikla gagnrýni og enski landsliðsmiðvörðurinn.

Erik ten Hag, nýr knattspyrnustjóri Manchester United, vill veðja áfram á Maguire.

Ten Hag er líka sagður hafa mikinn áhuga á því að vinna með De Jong sem hann þekkir vel frá tíma þeirra saman hjá Ajax.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×