Fótbolti

KR-ingar þurftu að hafa fyrir hlutunum gegn Njarðvík

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hallur Hansson skoraði markið sem skildi liðin að.
Hallur Hansson skoraði markið sem skildi liðin að. Vísir/Hulda Margrét

KR-ingar eru komnir í átta liða úrslit eftir torsóttan 0-1 sigur gegn Njarðvík í kvöld. KR leikur í Bestu-deildinni en Njarðvík í 2. deild og því bjuggust flestir við nokkuð öruggum sigri Vesturbæinga.

Njarðvíkingar slógu Keflavík út í 32-liða úrslitum og lengi vel leit út fyrir að liðið gæti haldið bikarævintýri sínu áfram

Markalaust var að loknum fyrri hálfleik og það var ekki fyrr en að rúmar fimm mínútur voru til leiksloka að KR-ingum tókst loksins að brjóta ísinn. Þar var á ferðinni Hallur Hanson eftir stoðsendingu frá Theodóri Elmari Bjarnasyni.

Njarðvíkingar reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin, en allt kom fyrir ekki og KR-ingar eru því á leið í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×