Fótbolti

Bale fylgir Chiellini til Los Angeles

Hjörvar Ólafsson skrifar
Gareth Bale er á leið með Wales á HM í Katar í desember seinna á þessu ári. 
Gareth Bale er á leið með Wales á HM í Katar í desember seinna á þessu ári.  Vísir/Getty

Ga­reth Bale hef­ur samið við banda­ríska MLS-liðið Los Ang­eles FC en Bale kem­ur til félagsins frá spænska stórveldinu Real Madrid.

Bale hefur verið á mála hja Real Madríd í níu keppnitíma­bil en hann kom til félagsins frá Tottenham Hotspur árið 2013. 

Velski landsliðamaðurinn lék sem lánsmaður hjá Tottenham Hotspur leiktíðina 2020 til 2021. 

Með Real Madrid vann Bale Meist­ara­deild Evr­ópu fimm sinn­um, varð spænskur meistari þrisvar sinnum og lyfti spænska konungsbikarnum einu sinni.

Los Angeles sem trónir á toppi MLS-deildarinnar tryggði sér á dögunum þjónustu ítalska varnarmannsins Gi­orgio Chiell­ini.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.