Fótbolti

Samúel Kári skoraði í óvæntu tapi Viking

Hjörvar Ólafsson skrifar
Patrik Sigurður Gunnarsson og samherjar hans hjá Viking máttu þola tap í dag. 
Patrik Sigurður Gunnarsson og samherjar hans hjá Viking máttu þola tap í dag.  Vísir/Getty

Samúel Kári Friðjónsson skoraði annað marka Viking Stavanger þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Haugasund í norsku efstu deildinni í fótbolta karla í dag. 

Mark Samúels Kára kom úr vítaspyrnu um miðjan fyrri hálflleik en honum var skipt af velli eftir rúmlega klukkutíma leik.

Patrik Sigurður Gunnarsson stóð á milli stanganna í marki Viking Stavanger sem situr í þriðja sæti deildarinnar með 21 stig eftir 13 leiki. 

Lilleström trónir á toppi deildarinnnar með 27 stig eftir 11 leiki en Molde er i öðru sæti með 25 stig eftir sama leikjafjölda. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.