Fótbolti

Sjáðu Lindex-mótið á Selfossi: „Ekki leiðinlegt í marki en getur verið hræðilegt“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
sumarmotin_-_lindex-motid

Það var nóg um að vera á Selfossi þegar Lindex-mótið fór þar fram á dögunum, þar sem stelpur í 6. flokki flokki léku listir sínar. Þær sýndu einnig tilþrif utan vallar og voru laufléttar í bragði í samtölum sínum við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, sem gerði mótinu góð skil í þætti á Stöð 2 Sport.

Lindex-mótið fór fram á Selfossi þann 16. júní. Þáttinn í heild má nú sjá hér á Vísi en hann er hluti árlegri þáttaröð Stöðvar 2 Sport um sumarmótin í fótbolta.

Klippa: Sumarmótin 2022 - Lindex-mótið

Gaupi ræddi meðal annars við hressar stelpur úr KR, FH, Val, Hamri, ÍA, Breiðablik og Víkingi. Stelpurnar í Val sögðust skipta markvarðarstöðunni á milli sín, en sögðu að það ætti það til að vera hræðilegt þar sem maður veit aldrei hvenær andstæðingurinn dúndrar í mann.

Í lok þáttar tók Gaupi þátt í upphitun Fjölnisstelpna fyrir leik þeirra gegn Breiðablik og fylgdist svo að sjálfsögðu spenntur með gangi mála í leiknum.

Á mótum sem þessum eru allir sigurvegarar og allir fá einhverskonar verðlaun með sér heim. Á Lindex-mótinu er keppt um þrjú efstu sætin í riðlunum ellefu þar sem keppt er um veglega bikara sem liðin fá í sigurlaun og auðvitað verðlaunapeningar hengdir á keppendur. Öll liðin 15 sem taka þátt eru svo leyst út með gjöfum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.