Metfjöldi brautskráðra frá Háskóla íslands Árni Sæberg skrifar 25. júní 2022 09:56 Háskóli Íslands kveður 2.594 nemendur sína við hátíðlega athöfn í dag. Vísir/Vilhelm Háskóli Íslands brautskráir 2.594 kandídata úr grunn- og framhaldsnámi í dag, aldrei hafa fleiri verið brautskráðið. Í fyrsta skipti í tvö ár munu vinir og vandamenn brautskráðra mega mæta á athöfnina en hún verður einnig í beinni útsendingu hér á Vísi. Brautskráningarathafnir verða tvær og fara fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Á fyrri brautskráningarathöfninni, sem hefst kl. 10, fá kandídatar í grunn- og framhaldsnámi frá Félagsvísindasviði og Verkfræði- og náttúruvísindasviði útskriftarskírteini sín. Samtals brautskrást 653 frá Félagsvísindasviði og 311 frá Verkfræði- og náttúruvísindasviði. Beina útsendingu frá fyrri athöfninni má sjá í spilaranum hér að neðan. Seinni athöfnina, sem hefst kl. 13.30, sækja kandídatar í grunn- og framhaldsnámi frá Heilbrigðisvísindasviði, Hugvísindasviði og Menntavísindasviði. Þar brautskrást 578 frá Heilbrigðisvísindasviði, 279 frá Hugvísindasviði og 773 frá Menntavísindasviði. Beina útsendingu frá seinni athöfninni má sjá í spilaranum hér að neðan. Í fyrra var slegið met, með miklum mun, í fjölda brautskráðra þegar 2.548 voru brautskráð en í ár eru brautskráðir 2.594 kandídatar. Þeirra á meðal eru fyrstu nemendurnir sem ljúka meistaranámi í hagnýtri atferlisgreiningu og þroskaþjálfafræði til starfsréttinda. Sem endranær mun rektor Háskóla Íslands, Jón Atli Benediktsson, flytja ávarp við athafnirnar. Þá munu þær Sara Þöll Finnbogadóttir, sem útskrifast með BA-gráðu í stjórnmálafræði, og Ingunn Rós Kristjánsdóttir, sem brautskráist með BA-próf í sálfræði, ávarpa gesti fyrir hönd brautskráningarkandídata á athöfnunum tveimur. Þær Sigga, Beta og Elín Eyþórsdætur, Eurovisonfarar, munu stíga á svið og skemmta gestum á athöfnunum tveimur. Gestir munu eflaust kunna vel að meta skemmtiatriði. Háskólar Tímamót Skóla - og menntamál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira
Brautskráningarathafnir verða tvær og fara fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Á fyrri brautskráningarathöfninni, sem hefst kl. 10, fá kandídatar í grunn- og framhaldsnámi frá Félagsvísindasviði og Verkfræði- og náttúruvísindasviði útskriftarskírteini sín. Samtals brautskrást 653 frá Félagsvísindasviði og 311 frá Verkfræði- og náttúruvísindasviði. Beina útsendingu frá fyrri athöfninni má sjá í spilaranum hér að neðan. Seinni athöfnina, sem hefst kl. 13.30, sækja kandídatar í grunn- og framhaldsnámi frá Heilbrigðisvísindasviði, Hugvísindasviði og Menntavísindasviði. Þar brautskrást 578 frá Heilbrigðisvísindasviði, 279 frá Hugvísindasviði og 773 frá Menntavísindasviði. Beina útsendingu frá seinni athöfninni má sjá í spilaranum hér að neðan. Í fyrra var slegið met, með miklum mun, í fjölda brautskráðra þegar 2.548 voru brautskráð en í ár eru brautskráðir 2.594 kandídatar. Þeirra á meðal eru fyrstu nemendurnir sem ljúka meistaranámi í hagnýtri atferlisgreiningu og þroskaþjálfafræði til starfsréttinda. Sem endranær mun rektor Háskóla Íslands, Jón Atli Benediktsson, flytja ávarp við athafnirnar. Þá munu þær Sara Þöll Finnbogadóttir, sem útskrifast með BA-gráðu í stjórnmálafræði, og Ingunn Rós Kristjánsdóttir, sem brautskráist með BA-próf í sálfræði, ávarpa gesti fyrir hönd brautskráningarkandídata á athöfnunum tveimur. Þær Sigga, Beta og Elín Eyþórsdætur, Eurovisonfarar, munu stíga á svið og skemmta gestum á athöfnunum tveimur. Gestir munu eflaust kunna vel að meta skemmtiatriði.
Háskólar Tímamót Skóla - og menntamál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira