Innlent

Beinbrot í rafskútuslysum í borginni í gærkvöldi

Kjartan Kjartansson skrifar
Stúlkur á rafhlaupahjólum í miðborginni. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki.
Stúlkur á rafhlaupahjólum í miðborginni. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki. Vísir/Vilhelm

Tvennt hlaut beinbrot í rafhlaupahjólaslysum í Reykjavík í gærkvöldi. Sá þriðji hlaut aðhlynningu á bráðadeild en hann reyndist hafa verið afar ölvaður á hjólinu.

Kona sem féll af rafhlaupahjóli í miðborginni skömmu fyrir klukkan níu í gærkvöldi er talin vera ökklabrotin. Hún var flutt með sjúkrabíl til aðhlynningar á bráðamóttöku, að því er kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Fyrr um kvöldið var tilkynnt um að maður hefði dottið af rafskútu í Kópavogi. Hann brotnaði illa á hægri handlegg og var sömuleiðis fluttur á bráðamóttöku.

Skömmu eftir miðnætti var svo tilkynnt um mann sem hafði dottið af rafmagnhlaupahjóli í póstnúmeri 104. Þegar lögreglu bar að garði var hann með meðvitund en mjög ölvaður. Gat hann hvorki gefið upp nafn né kennitölu sökum ölvunar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×