Mikið álag í sýnatökum og margir vilja fjórða bóluefnaskammtinn Fanndís Birna Logadóttir skrifar 24. júní 2022 13:01 Bólusetningar og sýnatökur fara nú fram hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu í Mjódd. Vísir/Egill Mikil aðsókn er nú í sýnatökur þar sem töluverður fjöldi fólks er enn að greinast með Covid. Áhersla hefur verið lögð á fjórða bóluefnaskammtinn og hafa nokkur þúsund manns mætt í bólusetningu í vikunni hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Einstaklingum sem greinast nú með Covid hefur farið fjölgandi undanfarna daga en í gær greindust 272 manns samkvæmt bráðabirgðartölum almannavarna. 41 er nú á sjúkrahúsi með Covid, þar af tveir á gjörgæslu. Langflestir eru á Landspítala, alls 31. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdarstjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að eftirspurnin eftir sýnatökum sé að aukast samhliða þessu og því hafi opnunartíminn verið lengdur. „Núna er opið hjá okkur alla daga til klukkan þrjú og það er hér í anddyrinu í Álfabakka 16 þar sem fólk getur komið í PCR sýnatöku og það hefur greinilega verið að aukast núna undanfarið,“ segir Ragnheiður. Um það bil 500 manns mæta nú í sýnatöku daglega og fer það að nálgast þolmörk. „Vonandi fer það ekki mikið meira en það, þá held ég að við séum sprungin hérna í húsnæðinu ef það verður mikið meira. Þannig við svona vonum að þetta hangi í þessu og svo fari þetta bara niður aftur,“ segir Ragnheiður en þau eru með það til skoðunar hvort færa þurfi sýnatökustaðinn. Þúsund manns á dag í bólusetningu Heilbrigðisyfirvöld binda nú miklar vonir við fjórða skammt bóluefnisins og hefur sóttvarnalæknir hvatt fólk til að þiggja þann skammt, sérstaklega þá sem eru 80 ára og eldri, sem og yngri einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma. „Við höfum fengið til okkar hérna á höfuðborgarsvæðinu sirka þúsund manns á hverjum degi þannig við erum komin langt með þennan hóp sem er 80 ára og eldri. Þegar við byrjuðum í byrjun vikunnar voru sex þúsund manns eftir á þeim lista þannig hann fer hratt niður,“ segir Ragnheiður. Mætingin hefur verið mjög góð að sögn Ragnheiðar og er ekki aðeins um að ræða eldri einstaklinga, heldur einnig yngra fólk sem hefur til að mynda ekki fengið Covid. Allt er gert til að bóluefni fari ekki til spillis, til að mynda var boðið upp á umfram skammta í Mjóddinni í gær. „Þetta var bara mjög vinsælt, það stöldruðu margir við og þáðu skammtinn þannig það var mjög skemmtileg uppákoma hjá okkur í gær,“ segir Ragnheiður. Heilsugæslan verður með opið hús til 1. júlí og er nóg til af bóluefni. Ragnheiður segir þau geta sinnt öllum þeim sem mæta, en mönnun er helsti takmarkandi þátturinn. „Fólk er náttúrulega farið í sumarfrí, og það kannski bara strandar á því en síðan sjáum við bara til hvað verður með haustinu, hvort það verði farið í almennar bólusetningar með fjórða skammtinn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Sjá meira
Einstaklingum sem greinast nú með Covid hefur farið fjölgandi undanfarna daga en í gær greindust 272 manns samkvæmt bráðabirgðartölum almannavarna. 41 er nú á sjúkrahúsi með Covid, þar af tveir á gjörgæslu. Langflestir eru á Landspítala, alls 31. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdarstjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að eftirspurnin eftir sýnatökum sé að aukast samhliða þessu og því hafi opnunartíminn verið lengdur. „Núna er opið hjá okkur alla daga til klukkan þrjú og það er hér í anddyrinu í Álfabakka 16 þar sem fólk getur komið í PCR sýnatöku og það hefur greinilega verið að aukast núna undanfarið,“ segir Ragnheiður. Um það bil 500 manns mæta nú í sýnatöku daglega og fer það að nálgast þolmörk. „Vonandi fer það ekki mikið meira en það, þá held ég að við séum sprungin hérna í húsnæðinu ef það verður mikið meira. Þannig við svona vonum að þetta hangi í þessu og svo fari þetta bara niður aftur,“ segir Ragnheiður en þau eru með það til skoðunar hvort færa þurfi sýnatökustaðinn. Þúsund manns á dag í bólusetningu Heilbrigðisyfirvöld binda nú miklar vonir við fjórða skammt bóluefnisins og hefur sóttvarnalæknir hvatt fólk til að þiggja þann skammt, sérstaklega þá sem eru 80 ára og eldri, sem og yngri einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma. „Við höfum fengið til okkar hérna á höfuðborgarsvæðinu sirka þúsund manns á hverjum degi þannig við erum komin langt með þennan hóp sem er 80 ára og eldri. Þegar við byrjuðum í byrjun vikunnar voru sex þúsund manns eftir á þeim lista þannig hann fer hratt niður,“ segir Ragnheiður. Mætingin hefur verið mjög góð að sögn Ragnheiðar og er ekki aðeins um að ræða eldri einstaklinga, heldur einnig yngra fólk sem hefur til að mynda ekki fengið Covid. Allt er gert til að bóluefni fari ekki til spillis, til að mynda var boðið upp á umfram skammta í Mjóddinni í gær. „Þetta var bara mjög vinsælt, það stöldruðu margir við og þáðu skammtinn þannig það var mjög skemmtileg uppákoma hjá okkur í gær,“ segir Ragnheiður. Heilsugæslan verður með opið hús til 1. júlí og er nóg til af bóluefni. Ragnheiður segir þau geta sinnt öllum þeim sem mæta, en mönnun er helsti takmarkandi þátturinn. „Fólk er náttúrulega farið í sumarfrí, og það kannski bara strandar á því en síðan sjáum við bara til hvað verður með haustinu, hvort það verði farið í almennar bólusetningar með fjórða skammtinn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir