Erlent

Fimmtán repúblikanar greiddu atkvæði með nýrri skotvopnalöggjöf

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, var meðal þeirra sem greiddu atkvæði með frumvarpinu.
Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, var meðal þeirra sem greiddu atkvæði með frumvarpinu. epa/Samuel Corum

Bandaríska öldungadeildin samþykkti í nótt lög um takmörkun á skotvopnaeign en um er að ræða mestu breytingu á slíkum lögum í fjölda ára.

Fimmtán þingmenn Repúblikana slógust í lið með Demókrötum í deildinni og var frumvarpið því samþykkt með 65 atkvæðum gegn 33. 

Skotvopnaumræðan er nú hávær í Bandaríkjunum en skammt er liðið síðan maður skaut fjölda fólks í verslun í New York og enn styttra síðan byssumaður myrti nítján börn og tvo kennara í árás í skóla í Uvalde í Texas. 

Þrjátíu og einn lét lífið í þessum tveimur árásum. 

Frumvarpið fer nú fyrir neðri deild þingsins og síðan til Bidens forseta til undirskriftar. 

Nýju lögin gera skotvopnasölum skylt að kanna bakgrunn þeirra sem kaupa byssu mun betur en áður, en þó aðeins ef viðkomandi er yngri en 21 árs. Þá verður 15 milljörðum dollara veitt í geðbeilbrigðismál og aukið öryggi á skólalóðum landsins. 

Það vekur þó athygli að frumvarpið mætti mikilli andstöðu innan raða Repúblikana og að allir Repúblikanarnir fimmtán sem studdu það eru á leið út úr pólitík og sækjast ekki eftir endurkjöri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×