Innlent

„Fólki er vissu­lega brugðið yfir þessu“

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Sandra Björk Birgisdóttir er verkefnastjóri Hjálparsímans.
Sandra Björk Birgisdóttir er verkefnastjóri Hjálparsímans. Vísir/Stöð 2

Mörgum er brugðið eftir skotárásina í Hafnarfirði í gær þar sem skotið var á feðga í bíl sínum við leikskóla. Verkefnisstjóri Hjálparsíma Rauða krossins 1717 segir þó nokkuð um að fólk haft samband til að fá ráðgjöf eða stuðning eftir árásin.

Rauði krossinn sendi frá sér tilkynningu eftir árásina í gær og minntu á Hjálparsímann 1717 og netspjallið á 1717.is ef fólk þyrfti á sálrænum stuðningi að halda. Þó nokkrir höfðu samband.

„Það var í rauninni bara svolítið almennt að fólk sem hafði samband í gær við 1717 þurfti svolítið að tala um þetta atvik og svo voru þarna nokkrir sem að höfðu samband sem að voru í nálægð við þennan atburð og auðvitað bara í áfalli yfir því og var brugðið og þurftu svona svolítið að tala um þetta og fá svona ráðgjöf og upplýsingar,“ segir Sandra Björk Birgisdóttir verkefnisstjóri Hjálparsímans.

Sandra segir atburð sem þennan hafa áhrif á marga.

„Þetta er alveg atburður sem að vissulega hefur áhrif á fólk hvort sem það hefur verið þarna í nálægð við atburðinn eða ekki. Þetta er auðvitað ekki algengt að svona atburðir verða hér á Íslandi allavega. Fólki er vissulega brugðið yfir þessu og þá getur verið mjög gott að tala við einhvern hvort sem það er nánasta fólk í kringum mann eða einmitt hringja í 1717 og fá svona sálrænan stuðning og ráðgjöf,“ segir Sandra.


Tengdar fréttir

Byssumaðurinn vistaður á „viðeigandi stofnun“

Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði karlmann á sjötugsaldri sem var handtekinn fyrir að skjóta á bíla í Hafnarfirði í gær til vistunar á viðeigandi stofnun í fjórar vikur. Skotárásin er rannsökuð sem tilraun til manndráps.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×