Ítalski blaðamaðurinn Giovanni Albanese skrifaði á twitter fyrr í dag að hann hefði heimildir fyrir því að Juventus væri á eftir Söru Björk Gunnarsdóttir, sem nú er samningslaus eftir að hafa yfirgefið Lyon.
L'obiettivo della #JuventusWomen per il centrocampo è Charlot #Bibault, in forza al Bordeaux. Classe 1990, nazionale francese: su di lei c'è anche il Montpellier. Solo un sogno proibito Sara Björk Gunnarsdóttir: sondata, sì, ma ci sono anche Arsenal e Real Madrid. #calciomercato
— Giovanni Albanese (@GiovaAlbanese) June 22, 2022
Juventus er næst sigursælasta lið Ítalíu á eftir Torres en Juvetus hefur alfarið eignað sér ítölsku deildina og unnið hana síðustu fimm ár í röð.
Það er fotbolti.net sem vekur athygli á þessum ummælum Albanese en samkvæmt ítalska blaðamanninum er enska liðið Arsenal einnig á eftir Söru Björk. Arsenal er eitt af sigursælustu liðum Englands en aðeins Chelsea hefur unnið ensku deildina oftar en Arsenal.
Real Madrid er líka sagt áhugasamt upp Söru en Real er að byggja um vörumerki sitt í kvennafótboltanum eftir að hafa stofnað lið fyrir einungis tveimur árum síðan eftir yfirtöku og samruna við CD Tacón.
Sara sagði í viðtali við Stöð 2 í vikunni að eitthvað væri í bígerð varðandi samningsmál hennar en það væri ekki orðið tímabært að greina frá því.