Fótbolti

Hólmar Örn: Smá glímubrögð þarna

Hjörvar Ólafsson skrifar
Hólmar Örn Eyjólfsson, varnarmaður Vals, var kátur að leik loknum. 
Hólmar Örn Eyjólfsson, varnarmaður Vals, var kátur að leik loknum.  Vísir/Diego

Hólmar Örn, miðvörður Vals, var sáttur með sigur í rokinu á Hlíðarenda. Hann vill hinsvegar meina að spilamennskan hafi ekki verið frábær.

„Fyrstu viðbrögð eftir leik er maður pínu pirraður en ef maður horfir til baka á þetta. Þá er þetta leikur á móti mjög vel drilluðu liði, spila flottan bolta. Í sérstökum aðstæðum, þrjú stig, jú tökum það,“ sagði Hólmar Örn.

Leiknir kom ofarlega á völlinn, sem á endanum varð til þess að Valur skoraði sigurmarkið úr skyndisókn. Þrátt fyrir sigur þá vildi Hólmar hrósa Leikni.

„Mér fannst þeir bara fyrst og fremst spila góðan fótbolta, vel drillaðir, góða pressu og þegar þeir eru með boltann gera þeir manni erfitt fyrir. Koma margir háir á völlinn og neyða mann til að velja á milli, oft tveir menn sem þú þarft að vera að dekka og gera það mjög vel. Þess vegna segi ég að við erum gríðarlega sáttir með að koma með þrjú stig út úr þessu“.

Valsmenn vildu vítaspyrnu í lokin þegar Hólmar var rifinn niður þegar hann reyndi að skalla boltann inni í markteig Leiknis.

„Ég þarf að sjá þetta aftur, ég snérist allavega í einhvern hring í loftinu. Ég get allavega ekki hoppað svona sjálfur. Þannig ég þarf að sjá þetta aftur,“ sagði Hólmar Örn

Hólmar vildi ekki svara því beint að þetta hafi átt að vera víti en sagði þetta að lokum.

„Já, smá glímubrögð þarna inni.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.