Innlent

Banaslys á Djúpavogi

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Hinn látni var erlendur ferðamaður á sjötugsaldri.
Hinn látni var erlendur ferðamaður á sjötugsaldri.

Erlendur ferðamaður á sjötugsaldri lést á Djúpavogi í dag.

Lögreglunni á Austurlandi barst tilkynning kl. 12.45 um alvarlegt slys á hafnarsvæði í Gleðivík.

 Sá sem tilkynnti um slysið sagði að karlamaður hefði hlotið áverka eftir að hafa orðið fyrir lyftara.

Sjúkralið var sent á vettvang þegar í stað en maðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi.

Málið er til rannsóknar hjá lögreglu en Lögreglan á Austurlandi greindi frá andlátinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×