Barcelona grátbiður Dembélé að bíða með að taka ákvörðun Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júní 2022 14:30 Börsungar vilja ólmir halda franska vængmanninn. David S. Bustamante/Getty Images Fjárhagur spænska stórveldisins Barcelona er vægast sagt í molum eins og hefur komið fram aftur og aftur undanfarna mánuði. Knattspyrnufélagið gerir nú allt það getur til að safna saman nægum aurum til að geta samið við franska vængmanninn Ousmane Dembélé á nýjan leik. Hinn 25 ára gamli Dembélé verður samningslaus þann 30. júní. Áður en Xavi kom aftur á Nývang ætlaði franski vængmaðurinn sér að skipta um lið en svo virðist sem nýr þjálfari hafi náð að sannfæra hann um að vera áfram. Það er hins vegar frekar stór fíll í herberginu, Börsungar eiga engan pening og geta sem stendur ekki samið við leikmanninn. Þónokkur stórlið Evrópu fá vatn í munninn við þá tilhugsun að geta samið við Dembélé án greiðslu eftir næstu mánaðarmót. Samkvæmt Sky Sports hafa Chelsea, París Saint-Germain og Bayern München öll áhuga á að fá Dembélé í sínar raðir. Leikmaðurinn er í fríi og ákvað að semja ekki fyrr en því er lokið. Börsungar hafa brugðið á það ráð að biðja leikmanninn um að bíða með að taka ákvörðun varðandi framtíð sína á meðan félagið skrapar saman nægu fjármagni til að endursemja við hann. Xavi segir að það sé í algjöru forgangsatriði að semja við Dembélé og félagið sé ekki að hugsa um að kaupa leikmenn að svo stöddu þar sem það vill fyrst semja við einn sinn besta mann. Það þýðir að Robert Lewandowski, framherji Bayern, og Raphinha, vængmaður Leeds United, þurfa að bíða í von og óvon. Börsungar eru í miklum vandræðum með regluverk spænsku úrvalsdeildarinnar, La Liga, er varðar fjárhagslega háttsemi. Þannig hefur félagið ekki enn náð að skrá Franck Kessie og Andreas Christensen í leikmannahóp sinn en þeir gengu í raðir félagsins í sumar. Franck Kessie mun spila með Barcelona á næstu leiktíð. Hér er hann í baráttunni við Alfons Sampsted.EPA-EFE/MATTEO BAZZI Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu Sjá meira
Hinn 25 ára gamli Dembélé verður samningslaus þann 30. júní. Áður en Xavi kom aftur á Nývang ætlaði franski vængmaðurinn sér að skipta um lið en svo virðist sem nýr þjálfari hafi náð að sannfæra hann um að vera áfram. Það er hins vegar frekar stór fíll í herberginu, Börsungar eiga engan pening og geta sem stendur ekki samið við leikmanninn. Þónokkur stórlið Evrópu fá vatn í munninn við þá tilhugsun að geta samið við Dembélé án greiðslu eftir næstu mánaðarmót. Samkvæmt Sky Sports hafa Chelsea, París Saint-Germain og Bayern München öll áhuga á að fá Dembélé í sínar raðir. Leikmaðurinn er í fríi og ákvað að semja ekki fyrr en því er lokið. Börsungar hafa brugðið á það ráð að biðja leikmanninn um að bíða með að taka ákvörðun varðandi framtíð sína á meðan félagið skrapar saman nægu fjármagni til að endursemja við hann. Xavi segir að það sé í algjöru forgangsatriði að semja við Dembélé og félagið sé ekki að hugsa um að kaupa leikmenn að svo stöddu þar sem það vill fyrst semja við einn sinn besta mann. Það þýðir að Robert Lewandowski, framherji Bayern, og Raphinha, vængmaður Leeds United, þurfa að bíða í von og óvon. Börsungar eru í miklum vandræðum með regluverk spænsku úrvalsdeildarinnar, La Liga, er varðar fjárhagslega háttsemi. Þannig hefur félagið ekki enn náð að skrá Franck Kessie og Andreas Christensen í leikmannahóp sinn en þeir gengu í raðir félagsins í sumar. Franck Kessie mun spila með Barcelona á næstu leiktíð. Hér er hann í baráttunni við Alfons Sampsted.EPA-EFE/MATTEO BAZZI
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti