Lítur ætluð brot Eimskips alvarlegum augum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. júní 2022 11:52 Sigrún Ágústsdóttir forstjóri Umhverfisstofnunar. Rannsókn héraðssaksóknara á meintum brotum Eimskips á lögum um meðhöndlun úrgangs er umfangsmikil og kallað hefur verið eftir gögnum erlendis frá. Forstjóri Umhverfisstofnunar lítur málið alvarlegum augum og framkvæmdastjóri hjá Eimskip er með réttarstöðu sakbornings. Málið varðar sölu Eimskips á skipunum Goðafoss og Laxfoss sem voru rifin við Alang-ströndina á Indlandi. Eimskip seldi félaginu GMS skipin árið 2019 og hefur haldið því fram að GMS hafi síðan einhliða tekið ákvörðun um endurvinnslu þeirra. Félagið er aftur á móti þekktur milliliður milli skipafélaga og félaga sem stunda niðurrif skipa við aðstæður sem taldar eru óboðlegar, bæði varðandi mengunarvarnir og framkomu við starfsfólk, líkt og BBC hefur meðal annars fjallað um. Eftir að fjallað var um málið í Kveik kærði Umhverfisstofnun félagið og héraðssaksóknari réðst í húsleit hjá Eimskip í desember. Stærsti eigandi Eimskips er Samherji Holding með um þriðjungshlut. Þar á eftir koma stærstu lífeyrissjóðir landsins.Vísir/Vilhelm Kæran varðar brot á lögum og alþjóðlegum reglum um meðhöndlun úrgangs, enda segir Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar að Eimskip hafi ekki fengið hjá þeim nauðsynlegt leyfi fyrir förgun á skipunum og flutningi á þeim. En Eimskip hefur haldið því fram að skipin hafi ekki verið ætluð til förgunar? „Ég hef tekið eftir því en okkar upplýsingar bentu til annars og þannig er okkar tilkynning til héraðssaksóknara til komin,“ segir Sigrún. Í tilkynningu sem Eimskip sendi til kauphallarinnar í gær segir að Hilmar Pétur Valgarðsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Eimskips, hafi verið boðaður í skýrslutöku vegna málsins þar sem hann nýtur stöðu sakbornings. Vilhelm Þorsteinsson forstjóri muni einnig gefa skýrslu en sé ekki grunaður um refsiverða háttsemi. Ekki náðist í talsmann Eimskips við vinnslu fréttarinnar. Að sögn Ólafs Þórs Haukssonar héraðssaksóknara liggur ekki fyrir hversu margir verða boðaðir í skýrslutöku en fjöldinn ræðst af gagnaöflun í málinu sem nær bæði til Íslands og annarra landa - sem saksóknari vildi þó ekki tilgreina nánar. Forstjóri Umhverfisstofnunar lítur ætluð brot alvarlegum augum enda um mikið magn úrgangs að ræða. „Það sem við höfum áhyggjur af er að það er verið að færa úrgang til meðhöndlunar í ríkjum þar sem regluverk er mjög veikt og framkvæmdin á því sömuleiðis. Í Evrópu er mjög markvisst regluverk um meðhöndlun á úrgangi og það er bara gríðarlega mikilvægt að við séum ekki að færa til umhverfismál og viðfangsefni í umhverfismálum heldur tökum á þeim,“ segir Sigrún. Sala Eimskips á Laxfossi og Goðafossi Lögreglumál Skipaflutningar Umhverfismál Eimskip Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira
Málið varðar sölu Eimskips á skipunum Goðafoss og Laxfoss sem voru rifin við Alang-ströndina á Indlandi. Eimskip seldi félaginu GMS skipin árið 2019 og hefur haldið því fram að GMS hafi síðan einhliða tekið ákvörðun um endurvinnslu þeirra. Félagið er aftur á móti þekktur milliliður milli skipafélaga og félaga sem stunda niðurrif skipa við aðstæður sem taldar eru óboðlegar, bæði varðandi mengunarvarnir og framkomu við starfsfólk, líkt og BBC hefur meðal annars fjallað um. Eftir að fjallað var um málið í Kveik kærði Umhverfisstofnun félagið og héraðssaksóknari réðst í húsleit hjá Eimskip í desember. Stærsti eigandi Eimskips er Samherji Holding með um þriðjungshlut. Þar á eftir koma stærstu lífeyrissjóðir landsins.Vísir/Vilhelm Kæran varðar brot á lögum og alþjóðlegum reglum um meðhöndlun úrgangs, enda segir Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar að Eimskip hafi ekki fengið hjá þeim nauðsynlegt leyfi fyrir förgun á skipunum og flutningi á þeim. En Eimskip hefur haldið því fram að skipin hafi ekki verið ætluð til förgunar? „Ég hef tekið eftir því en okkar upplýsingar bentu til annars og þannig er okkar tilkynning til héraðssaksóknara til komin,“ segir Sigrún. Í tilkynningu sem Eimskip sendi til kauphallarinnar í gær segir að Hilmar Pétur Valgarðsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Eimskips, hafi verið boðaður í skýrslutöku vegna málsins þar sem hann nýtur stöðu sakbornings. Vilhelm Þorsteinsson forstjóri muni einnig gefa skýrslu en sé ekki grunaður um refsiverða háttsemi. Ekki náðist í talsmann Eimskips við vinnslu fréttarinnar. Að sögn Ólafs Þórs Haukssonar héraðssaksóknara liggur ekki fyrir hversu margir verða boðaðir í skýrslutöku en fjöldinn ræðst af gagnaöflun í málinu sem nær bæði til Íslands og annarra landa - sem saksóknari vildi þó ekki tilgreina nánar. Forstjóri Umhverfisstofnunar lítur ætluð brot alvarlegum augum enda um mikið magn úrgangs að ræða. „Það sem við höfum áhyggjur af er að það er verið að færa úrgang til meðhöndlunar í ríkjum þar sem regluverk er mjög veikt og framkvæmdin á því sömuleiðis. Í Evrópu er mjög markvisst regluverk um meðhöndlun á úrgangi og það er bara gríðarlega mikilvægt að við séum ekki að færa til umhverfismál og viðfangsefni í umhverfismálum heldur tökum á þeim,“ segir Sigrún.
Sala Eimskips á Laxfossi og Goðafossi Lögreglumál Skipaflutningar Umhverfismál Eimskip Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira