Lítur ætluð brot Eimskips alvarlegum augum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. júní 2022 11:52 Sigrún Ágústsdóttir forstjóri Umhverfisstofnunar. Rannsókn héraðssaksóknara á meintum brotum Eimskips á lögum um meðhöndlun úrgangs er umfangsmikil og kallað hefur verið eftir gögnum erlendis frá. Forstjóri Umhverfisstofnunar lítur málið alvarlegum augum og framkvæmdastjóri hjá Eimskip er með réttarstöðu sakbornings. Málið varðar sölu Eimskips á skipunum Goðafoss og Laxfoss sem voru rifin við Alang-ströndina á Indlandi. Eimskip seldi félaginu GMS skipin árið 2019 og hefur haldið því fram að GMS hafi síðan einhliða tekið ákvörðun um endurvinnslu þeirra. Félagið er aftur á móti þekktur milliliður milli skipafélaga og félaga sem stunda niðurrif skipa við aðstæður sem taldar eru óboðlegar, bæði varðandi mengunarvarnir og framkomu við starfsfólk, líkt og BBC hefur meðal annars fjallað um. Eftir að fjallað var um málið í Kveik kærði Umhverfisstofnun félagið og héraðssaksóknari réðst í húsleit hjá Eimskip í desember. Stærsti eigandi Eimskips er Samherji Holding með um þriðjungshlut. Þar á eftir koma stærstu lífeyrissjóðir landsins.Vísir/Vilhelm Kæran varðar brot á lögum og alþjóðlegum reglum um meðhöndlun úrgangs, enda segir Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar að Eimskip hafi ekki fengið hjá þeim nauðsynlegt leyfi fyrir förgun á skipunum og flutningi á þeim. En Eimskip hefur haldið því fram að skipin hafi ekki verið ætluð til förgunar? „Ég hef tekið eftir því en okkar upplýsingar bentu til annars og þannig er okkar tilkynning til héraðssaksóknara til komin,“ segir Sigrún. Í tilkynningu sem Eimskip sendi til kauphallarinnar í gær segir að Hilmar Pétur Valgarðsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Eimskips, hafi verið boðaður í skýrslutöku vegna málsins þar sem hann nýtur stöðu sakbornings. Vilhelm Þorsteinsson forstjóri muni einnig gefa skýrslu en sé ekki grunaður um refsiverða háttsemi. Ekki náðist í talsmann Eimskips við vinnslu fréttarinnar. Að sögn Ólafs Þórs Haukssonar héraðssaksóknara liggur ekki fyrir hversu margir verða boðaðir í skýrslutöku en fjöldinn ræðst af gagnaöflun í málinu sem nær bæði til Íslands og annarra landa - sem saksóknari vildi þó ekki tilgreina nánar. Forstjóri Umhverfisstofnunar lítur ætluð brot alvarlegum augum enda um mikið magn úrgangs að ræða. „Það sem við höfum áhyggjur af er að það er verið að færa úrgang til meðhöndlunar í ríkjum þar sem regluverk er mjög veikt og framkvæmdin á því sömuleiðis. Í Evrópu er mjög markvisst regluverk um meðhöndlun á úrgangi og það er bara gríðarlega mikilvægt að við séum ekki að færa til umhverfismál og viðfangsefni í umhverfismálum heldur tökum á þeim,“ segir Sigrún. Sala Eimskips á Laxfossi og Goðafossi Lögreglumál Skipaflutningar Umhverfismál Eimskip Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Sjá meira
Málið varðar sölu Eimskips á skipunum Goðafoss og Laxfoss sem voru rifin við Alang-ströndina á Indlandi. Eimskip seldi félaginu GMS skipin árið 2019 og hefur haldið því fram að GMS hafi síðan einhliða tekið ákvörðun um endurvinnslu þeirra. Félagið er aftur á móti þekktur milliliður milli skipafélaga og félaga sem stunda niðurrif skipa við aðstæður sem taldar eru óboðlegar, bæði varðandi mengunarvarnir og framkomu við starfsfólk, líkt og BBC hefur meðal annars fjallað um. Eftir að fjallað var um málið í Kveik kærði Umhverfisstofnun félagið og héraðssaksóknari réðst í húsleit hjá Eimskip í desember. Stærsti eigandi Eimskips er Samherji Holding með um þriðjungshlut. Þar á eftir koma stærstu lífeyrissjóðir landsins.Vísir/Vilhelm Kæran varðar brot á lögum og alþjóðlegum reglum um meðhöndlun úrgangs, enda segir Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar að Eimskip hafi ekki fengið hjá þeim nauðsynlegt leyfi fyrir förgun á skipunum og flutningi á þeim. En Eimskip hefur haldið því fram að skipin hafi ekki verið ætluð til förgunar? „Ég hef tekið eftir því en okkar upplýsingar bentu til annars og þannig er okkar tilkynning til héraðssaksóknara til komin,“ segir Sigrún. Í tilkynningu sem Eimskip sendi til kauphallarinnar í gær segir að Hilmar Pétur Valgarðsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Eimskips, hafi verið boðaður í skýrslutöku vegna málsins þar sem hann nýtur stöðu sakbornings. Vilhelm Þorsteinsson forstjóri muni einnig gefa skýrslu en sé ekki grunaður um refsiverða háttsemi. Ekki náðist í talsmann Eimskips við vinnslu fréttarinnar. Að sögn Ólafs Þórs Haukssonar héraðssaksóknara liggur ekki fyrir hversu margir verða boðaðir í skýrslutöku en fjöldinn ræðst af gagnaöflun í málinu sem nær bæði til Íslands og annarra landa - sem saksóknari vildi þó ekki tilgreina nánar. Forstjóri Umhverfisstofnunar lítur ætluð brot alvarlegum augum enda um mikið magn úrgangs að ræða. „Það sem við höfum áhyggjur af er að það er verið að færa úrgang til meðhöndlunar í ríkjum þar sem regluverk er mjög veikt og framkvæmdin á því sömuleiðis. Í Evrópu er mjög markvisst regluverk um meðhöndlun á úrgangi og það er bara gríðarlega mikilvægt að við séum ekki að færa til umhverfismál og viðfangsefni í umhverfismálum heldur tökum á þeim,“ segir Sigrún.
Sala Eimskips á Laxfossi og Goðafossi Lögreglumál Skipaflutningar Umhverfismál Eimskip Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent