Lítur ætluð brot Eimskips alvarlegum augum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. júní 2022 11:52 Sigrún Ágústsdóttir forstjóri Umhverfisstofnunar. Rannsókn héraðssaksóknara á meintum brotum Eimskips á lögum um meðhöndlun úrgangs er umfangsmikil og kallað hefur verið eftir gögnum erlendis frá. Forstjóri Umhverfisstofnunar lítur málið alvarlegum augum og framkvæmdastjóri hjá Eimskip er með réttarstöðu sakbornings. Málið varðar sölu Eimskips á skipunum Goðafoss og Laxfoss sem voru rifin við Alang-ströndina á Indlandi. Eimskip seldi félaginu GMS skipin árið 2019 og hefur haldið því fram að GMS hafi síðan einhliða tekið ákvörðun um endurvinnslu þeirra. Félagið er aftur á móti þekktur milliliður milli skipafélaga og félaga sem stunda niðurrif skipa við aðstæður sem taldar eru óboðlegar, bæði varðandi mengunarvarnir og framkomu við starfsfólk, líkt og BBC hefur meðal annars fjallað um. Eftir að fjallað var um málið í Kveik kærði Umhverfisstofnun félagið og héraðssaksóknari réðst í húsleit hjá Eimskip í desember. Stærsti eigandi Eimskips er Samherji Holding með um þriðjungshlut. Þar á eftir koma stærstu lífeyrissjóðir landsins.Vísir/Vilhelm Kæran varðar brot á lögum og alþjóðlegum reglum um meðhöndlun úrgangs, enda segir Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar að Eimskip hafi ekki fengið hjá þeim nauðsynlegt leyfi fyrir förgun á skipunum og flutningi á þeim. En Eimskip hefur haldið því fram að skipin hafi ekki verið ætluð til förgunar? „Ég hef tekið eftir því en okkar upplýsingar bentu til annars og þannig er okkar tilkynning til héraðssaksóknara til komin,“ segir Sigrún. Í tilkynningu sem Eimskip sendi til kauphallarinnar í gær segir að Hilmar Pétur Valgarðsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Eimskips, hafi verið boðaður í skýrslutöku vegna málsins þar sem hann nýtur stöðu sakbornings. Vilhelm Þorsteinsson forstjóri muni einnig gefa skýrslu en sé ekki grunaður um refsiverða háttsemi. Ekki náðist í talsmann Eimskips við vinnslu fréttarinnar. Að sögn Ólafs Þórs Haukssonar héraðssaksóknara liggur ekki fyrir hversu margir verða boðaðir í skýrslutöku en fjöldinn ræðst af gagnaöflun í málinu sem nær bæði til Íslands og annarra landa - sem saksóknari vildi þó ekki tilgreina nánar. Forstjóri Umhverfisstofnunar lítur ætluð brot alvarlegum augum enda um mikið magn úrgangs að ræða. „Það sem við höfum áhyggjur af er að það er verið að færa úrgang til meðhöndlunar í ríkjum þar sem regluverk er mjög veikt og framkvæmdin á því sömuleiðis. Í Evrópu er mjög markvisst regluverk um meðhöndlun á úrgangi og það er bara gríðarlega mikilvægt að við séum ekki að færa til umhverfismál og viðfangsefni í umhverfismálum heldur tökum á þeim,“ segir Sigrún. Sala Eimskips á Laxfossi og Goðafossi Lögreglumál Skipaflutningar Umhverfismál Eimskip Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Málið varðar sölu Eimskips á skipunum Goðafoss og Laxfoss sem voru rifin við Alang-ströndina á Indlandi. Eimskip seldi félaginu GMS skipin árið 2019 og hefur haldið því fram að GMS hafi síðan einhliða tekið ákvörðun um endurvinnslu þeirra. Félagið er aftur á móti þekktur milliliður milli skipafélaga og félaga sem stunda niðurrif skipa við aðstæður sem taldar eru óboðlegar, bæði varðandi mengunarvarnir og framkomu við starfsfólk, líkt og BBC hefur meðal annars fjallað um. Eftir að fjallað var um málið í Kveik kærði Umhverfisstofnun félagið og héraðssaksóknari réðst í húsleit hjá Eimskip í desember. Stærsti eigandi Eimskips er Samherji Holding með um þriðjungshlut. Þar á eftir koma stærstu lífeyrissjóðir landsins.Vísir/Vilhelm Kæran varðar brot á lögum og alþjóðlegum reglum um meðhöndlun úrgangs, enda segir Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar að Eimskip hafi ekki fengið hjá þeim nauðsynlegt leyfi fyrir förgun á skipunum og flutningi á þeim. En Eimskip hefur haldið því fram að skipin hafi ekki verið ætluð til förgunar? „Ég hef tekið eftir því en okkar upplýsingar bentu til annars og þannig er okkar tilkynning til héraðssaksóknara til komin,“ segir Sigrún. Í tilkynningu sem Eimskip sendi til kauphallarinnar í gær segir að Hilmar Pétur Valgarðsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Eimskips, hafi verið boðaður í skýrslutöku vegna málsins þar sem hann nýtur stöðu sakbornings. Vilhelm Þorsteinsson forstjóri muni einnig gefa skýrslu en sé ekki grunaður um refsiverða háttsemi. Ekki náðist í talsmann Eimskips við vinnslu fréttarinnar. Að sögn Ólafs Þórs Haukssonar héraðssaksóknara liggur ekki fyrir hversu margir verða boðaðir í skýrslutöku en fjöldinn ræðst af gagnaöflun í málinu sem nær bæði til Íslands og annarra landa - sem saksóknari vildi þó ekki tilgreina nánar. Forstjóri Umhverfisstofnunar lítur ætluð brot alvarlegum augum enda um mikið magn úrgangs að ræða. „Það sem við höfum áhyggjur af er að það er verið að færa úrgang til meðhöndlunar í ríkjum þar sem regluverk er mjög veikt og framkvæmdin á því sömuleiðis. Í Evrópu er mjög markvisst regluverk um meðhöndlun á úrgangi og það er bara gríðarlega mikilvægt að við séum ekki að færa til umhverfismál og viðfangsefni í umhverfismálum heldur tökum á þeim,“ segir Sigrún.
Sala Eimskips á Laxfossi og Goðafossi Lögreglumál Skipaflutningar Umhverfismál Eimskip Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira