Nítján dagar í EM: Finnst sveppir ógeðslegir, elskar að prjóna og er sprenglærð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júní 2022 11:01 Dagný í einum af 101 A-landsleik sínum. Vísir/Hulda Margrét Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður West Ham United, er þriðja í röðinni. Það þarf vart að kynna Dagnýju Brynjarsdóttur fyrir landanum enda verið máttarstólpi í íslenska landsliðinu síðan elstu Íslendingar muna, svona þannig allavega. Hin þrítuga Dagný lék sinn fyrsta A-landsleik árið 2010 en alls hefur hún spilað 101 A-landsleik, skorað 34 mörk og farið tvívegis á Evrópumót. Eitt markanna kom í 1-0 sigri Íslands gegn Hollandi á EM 2013 en það er til þessa eini sigur Íslands á stórmóti. Dagný stefnir eflaust á að bæta við fleiri mörkum, og sigrum, á EM í sumar. Á tíma sínum í atvinnumennsku spilaði Dagný með þýska stórliðinu Bayern Munchen og bandaríska stórliðinu Portland Thorns áður en hún samdi við West Ham á síðasta ári. Hér á landi hefur hún leikið með sameiginlegu liði KFR og Ægis, Val og Selfossi. Dagný í leik með West Ham.Bradley Collyer/Getty Images Þá lék Dagný með Florida State háskólanum í Bandaríkjunum frá 2011 til 2014. Þar spilaði hún 87 leiki og skoraði 44 mörk. Fyrsti meistaraflokksleikur? Árið 2006 þá 14 ára gömul með sameiginlegu liði KFR/Ægi. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Mark Krikorian (þjálfari Dagnýjar hjá Florida State). Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? I Have A Dream með ABBA. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Já mjög margir. Vinir, fjölskylda og tengdafjölskylda. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Er með BS-gráðu í Sport Management og Meistaragráðu í heilsuþjálfun og kennslu. Er einnig lærður einkaþjálfari og styrktarþjálfari. Í hvernig skóm spilarðu? Nike Superfly. Uppáhalds lið í enska? West Ham United. Uppáhalds tölvuleikur? Hef ekki tíma fyrir tölvuleiki. Uppáhalds matur? Lasagne og fiskur. Fyndnust í landsliðinu? Cessa (Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður). Gáfuðust í landsliðinu? Hlýtur að vera Hallbera (Guðný Gísladóttir). Hún vinnur alltaf spurningakeppnirnar! Óstundvísust í landsliðinu? Sveindís (Jane Jónsdóttir). Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? Spánn. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Prjóna og spjalla. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Crystal Dunn (landsliðskona Bandaríkjanna). Átrúnaðargoð í æsku? Brasilíski Ronaldo. Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita? Sveppir eru eitt það ógeðslegasta sem að ég veit um en samt elska ég sveppasósur og súpur. Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Tuttugu dagar í EM: „Dagný er seinust í 95 prósent tilvika“ Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Grindvíkingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir er önnur í röðinni. 20. júní 2022 14:01 Tuttugu dagar í EM: „Með þá lágmarkskröfu á klefatónlist að það sé hægt að syngja með laginu“ Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Hallbera Guðný Gísladóttir ríður á vaðið. 20. júní 2022 11:02 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira
Það þarf vart að kynna Dagnýju Brynjarsdóttur fyrir landanum enda verið máttarstólpi í íslenska landsliðinu síðan elstu Íslendingar muna, svona þannig allavega. Hin þrítuga Dagný lék sinn fyrsta A-landsleik árið 2010 en alls hefur hún spilað 101 A-landsleik, skorað 34 mörk og farið tvívegis á Evrópumót. Eitt markanna kom í 1-0 sigri Íslands gegn Hollandi á EM 2013 en það er til þessa eini sigur Íslands á stórmóti. Dagný stefnir eflaust á að bæta við fleiri mörkum, og sigrum, á EM í sumar. Á tíma sínum í atvinnumennsku spilaði Dagný með þýska stórliðinu Bayern Munchen og bandaríska stórliðinu Portland Thorns áður en hún samdi við West Ham á síðasta ári. Hér á landi hefur hún leikið með sameiginlegu liði KFR og Ægis, Val og Selfossi. Dagný í leik með West Ham.Bradley Collyer/Getty Images Þá lék Dagný með Florida State háskólanum í Bandaríkjunum frá 2011 til 2014. Þar spilaði hún 87 leiki og skoraði 44 mörk. Fyrsti meistaraflokksleikur? Árið 2006 þá 14 ára gömul með sameiginlegu liði KFR/Ægi. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Mark Krikorian (þjálfari Dagnýjar hjá Florida State). Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? I Have A Dream með ABBA. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Já mjög margir. Vinir, fjölskylda og tengdafjölskylda. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Er með BS-gráðu í Sport Management og Meistaragráðu í heilsuþjálfun og kennslu. Er einnig lærður einkaþjálfari og styrktarþjálfari. Í hvernig skóm spilarðu? Nike Superfly. Uppáhalds lið í enska? West Ham United. Uppáhalds tölvuleikur? Hef ekki tíma fyrir tölvuleiki. Uppáhalds matur? Lasagne og fiskur. Fyndnust í landsliðinu? Cessa (Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður). Gáfuðust í landsliðinu? Hlýtur að vera Hallbera (Guðný Gísladóttir). Hún vinnur alltaf spurningakeppnirnar! Óstundvísust í landsliðinu? Sveindís (Jane Jónsdóttir). Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? Spánn. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Prjóna og spjalla. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Crystal Dunn (landsliðskona Bandaríkjanna). Átrúnaðargoð í æsku? Brasilíski Ronaldo. Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita? Sveppir eru eitt það ógeðslegasta sem að ég veit um en samt elska ég sveppasósur og súpur.
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Tuttugu dagar í EM: „Dagný er seinust í 95 prósent tilvika“ Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Grindvíkingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir er önnur í röðinni. 20. júní 2022 14:01 Tuttugu dagar í EM: „Með þá lágmarkskröfu á klefatónlist að það sé hægt að syngja með laginu“ Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Hallbera Guðný Gísladóttir ríður á vaðið. 20. júní 2022 11:02 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira
Tuttugu dagar í EM: „Dagný er seinust í 95 prósent tilvika“ Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Grindvíkingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir er önnur í röðinni. 20. júní 2022 14:01
Tuttugu dagar í EM: „Með þá lágmarkskröfu á klefatónlist að það sé hægt að syngja með laginu“ Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Hallbera Guðný Gísladóttir ríður á vaðið. 20. júní 2022 11:02