400 millilítrar: Breytingar á stærð bjórglasa ekki samsæri Snorri Másson skrifar 21. júní 2022 09:26 Efnahagsmálin voru til umræðu í Íslandi í dag, þar sem Jón Mýrdal veitingamaður sat fyrir svörum. Allt hefur hækkað – þar á meðal bjór, en bjórinn fæst nánast hvergi ódýrari en á um 1.300 krónur þessa dagana. Eins og það sé ekki nógu alvarlegt útaf fyrir sig fyrir þá sem eru hrifnir af bjór, þá eru flestir bjórar 400 millilítrar á börum Reykjavíkur; af er sem áður var, að borinn var fram hálfur lítri. Margir syrgja þessa breytingu en Jón segir hana eiga sér eðlilegar skýringar. „Ég veit ekki hvort þetta sé meðvituð ákvörðun. Eins og á Kastrup hjá mér erum við bara með hugguleg glös, við völdum bara glösin og þau eru falleg, það var ekkert verið að reyna að spara þarna, enda taka þau með froðunni hálfan lítra,“ sagði Jón. Jón Mýrdal rekur meðal annars Kastrup og Röntgen.Vísir „Ég er ekki viss um að veitingamenn séu eitthvað að reyna að spara þetta, heldur á bjór bara að vera í huggulegu glasi. Í gamla daga var þetta í stórum belgjum.“ Jón segir ekki um samsæri að ræða. „Það getur vel verið að einhverjir séu að hugsa um það, en ég er ekki að spá í það. Ég vil bara hafa þetta huggulegt,“ sagði Jón. „Ég sé ekki hvernig það getur gengið“ Verðbólgan stendur í 7,6%, sem er mesta verðbólga í tólf ár. Allt hefur hækkað, sumt um mun meira en 7,6%, en engu að síður kemur það illa við fólk þegar veitingastaðir fara að hækka sitt verð. Jón segir það óhjákvæmilegt. „Birgjar hækka á okkur vikulega. Þannig að þetta er búið að taka einhver stökk. Eins og hveiti og olía og allt, þetta er allt að hækka,“ segir Jón. „Einhverjir veitingastaðir auglýsa fisk á 2000 krónur í hádeginu. Ég sé ekki hvernig það getur yfirleitt gengið. Ef þú ferð í fiskbúð í dag er fiskurinn á upp undir þrjúþúsund krónur, þannig að maður sér það alveg sjálfur. Þá þarf að bæta við launum, leigu og aðföngum,“ segir Jón. Hann segir veitingamenn ekki í óðaönn að reyna að verða ríkir á viðskiptavinum sínum; þeir séu bara að reyna að reka arðbær fyrirtæki. Hann lofar þessu: „Við erum ekki allir að fara að kaupa okkur nýja Land Cruisera.“ Neytendur Áfengi og tóbak Veitingastaðir Ísland í dag Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Eins og það sé ekki nógu alvarlegt útaf fyrir sig fyrir þá sem eru hrifnir af bjór, þá eru flestir bjórar 400 millilítrar á börum Reykjavíkur; af er sem áður var, að borinn var fram hálfur lítri. Margir syrgja þessa breytingu en Jón segir hana eiga sér eðlilegar skýringar. „Ég veit ekki hvort þetta sé meðvituð ákvörðun. Eins og á Kastrup hjá mér erum við bara með hugguleg glös, við völdum bara glösin og þau eru falleg, það var ekkert verið að reyna að spara þarna, enda taka þau með froðunni hálfan lítra,“ sagði Jón. Jón Mýrdal rekur meðal annars Kastrup og Röntgen.Vísir „Ég er ekki viss um að veitingamenn séu eitthvað að reyna að spara þetta, heldur á bjór bara að vera í huggulegu glasi. Í gamla daga var þetta í stórum belgjum.“ Jón segir ekki um samsæri að ræða. „Það getur vel verið að einhverjir séu að hugsa um það, en ég er ekki að spá í það. Ég vil bara hafa þetta huggulegt,“ sagði Jón. „Ég sé ekki hvernig það getur gengið“ Verðbólgan stendur í 7,6%, sem er mesta verðbólga í tólf ár. Allt hefur hækkað, sumt um mun meira en 7,6%, en engu að síður kemur það illa við fólk þegar veitingastaðir fara að hækka sitt verð. Jón segir það óhjákvæmilegt. „Birgjar hækka á okkur vikulega. Þannig að þetta er búið að taka einhver stökk. Eins og hveiti og olía og allt, þetta er allt að hækka,“ segir Jón. „Einhverjir veitingastaðir auglýsa fisk á 2000 krónur í hádeginu. Ég sé ekki hvernig það getur yfirleitt gengið. Ef þú ferð í fiskbúð í dag er fiskurinn á upp undir þrjúþúsund krónur, þannig að maður sér það alveg sjálfur. Þá þarf að bæta við launum, leigu og aðföngum,“ segir Jón. Hann segir veitingamenn ekki í óðaönn að reyna að verða ríkir á viðskiptavinum sínum; þeir séu bara að reyna að reka arðbær fyrirtæki. Hann lofar þessu: „Við erum ekki allir að fara að kaupa okkur nýja Land Cruisera.“
Neytendur Áfengi og tóbak Veitingastaðir Ísland í dag Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum