400 millilítrar: Breytingar á stærð bjórglasa ekki samsæri Snorri Másson skrifar 21. júní 2022 09:26 Efnahagsmálin voru til umræðu í Íslandi í dag, þar sem Jón Mýrdal veitingamaður sat fyrir svörum. Allt hefur hækkað – þar á meðal bjór, en bjórinn fæst nánast hvergi ódýrari en á um 1.300 krónur þessa dagana. Eins og það sé ekki nógu alvarlegt útaf fyrir sig fyrir þá sem eru hrifnir af bjór, þá eru flestir bjórar 400 millilítrar á börum Reykjavíkur; af er sem áður var, að borinn var fram hálfur lítri. Margir syrgja þessa breytingu en Jón segir hana eiga sér eðlilegar skýringar. „Ég veit ekki hvort þetta sé meðvituð ákvörðun. Eins og á Kastrup hjá mér erum við bara með hugguleg glös, við völdum bara glösin og þau eru falleg, það var ekkert verið að reyna að spara þarna, enda taka þau með froðunni hálfan lítra,“ sagði Jón. Jón Mýrdal rekur meðal annars Kastrup og Röntgen.Vísir „Ég er ekki viss um að veitingamenn séu eitthvað að reyna að spara þetta, heldur á bjór bara að vera í huggulegu glasi. Í gamla daga var þetta í stórum belgjum.“ Jón segir ekki um samsæri að ræða. „Það getur vel verið að einhverjir séu að hugsa um það, en ég er ekki að spá í það. Ég vil bara hafa þetta huggulegt,“ sagði Jón. „Ég sé ekki hvernig það getur gengið“ Verðbólgan stendur í 7,6%, sem er mesta verðbólga í tólf ár. Allt hefur hækkað, sumt um mun meira en 7,6%, en engu að síður kemur það illa við fólk þegar veitingastaðir fara að hækka sitt verð. Jón segir það óhjákvæmilegt. „Birgjar hækka á okkur vikulega. Þannig að þetta er búið að taka einhver stökk. Eins og hveiti og olía og allt, þetta er allt að hækka,“ segir Jón. „Einhverjir veitingastaðir auglýsa fisk á 2000 krónur í hádeginu. Ég sé ekki hvernig það getur yfirleitt gengið. Ef þú ferð í fiskbúð í dag er fiskurinn á upp undir þrjúþúsund krónur, þannig að maður sér það alveg sjálfur. Þá þarf að bæta við launum, leigu og aðföngum,“ segir Jón. Hann segir veitingamenn ekki í óðaönn að reyna að verða ríkir á viðskiptavinum sínum; þeir séu bara að reyna að reka arðbær fyrirtæki. Hann lofar þessu: „Við erum ekki allir að fara að kaupa okkur nýja Land Cruisera.“ Neytendur Áfengi og tóbak Veitingastaðir Ísland í dag Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Eins og það sé ekki nógu alvarlegt útaf fyrir sig fyrir þá sem eru hrifnir af bjór, þá eru flestir bjórar 400 millilítrar á börum Reykjavíkur; af er sem áður var, að borinn var fram hálfur lítri. Margir syrgja þessa breytingu en Jón segir hana eiga sér eðlilegar skýringar. „Ég veit ekki hvort þetta sé meðvituð ákvörðun. Eins og á Kastrup hjá mér erum við bara með hugguleg glös, við völdum bara glösin og þau eru falleg, það var ekkert verið að reyna að spara þarna, enda taka þau með froðunni hálfan lítra,“ sagði Jón. Jón Mýrdal rekur meðal annars Kastrup og Röntgen.Vísir „Ég er ekki viss um að veitingamenn séu eitthvað að reyna að spara þetta, heldur á bjór bara að vera í huggulegu glasi. Í gamla daga var þetta í stórum belgjum.“ Jón segir ekki um samsæri að ræða. „Það getur vel verið að einhverjir séu að hugsa um það, en ég er ekki að spá í það. Ég vil bara hafa þetta huggulegt,“ sagði Jón. „Ég sé ekki hvernig það getur gengið“ Verðbólgan stendur í 7,6%, sem er mesta verðbólga í tólf ár. Allt hefur hækkað, sumt um mun meira en 7,6%, en engu að síður kemur það illa við fólk þegar veitingastaðir fara að hækka sitt verð. Jón segir það óhjákvæmilegt. „Birgjar hækka á okkur vikulega. Þannig að þetta er búið að taka einhver stökk. Eins og hveiti og olía og allt, þetta er allt að hækka,“ segir Jón. „Einhverjir veitingastaðir auglýsa fisk á 2000 krónur í hádeginu. Ég sé ekki hvernig það getur yfirleitt gengið. Ef þú ferð í fiskbúð í dag er fiskurinn á upp undir þrjúþúsund krónur, þannig að maður sér það alveg sjálfur. Þá þarf að bæta við launum, leigu og aðföngum,“ segir Jón. Hann segir veitingamenn ekki í óðaönn að reyna að verða ríkir á viðskiptavinum sínum; þeir séu bara að reyna að reka arðbær fyrirtæki. Hann lofar þessu: „Við erum ekki allir að fara að kaupa okkur nýja Land Cruisera.“
Neytendur Áfengi og tóbak Veitingastaðir Ísland í dag Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent