Gefur út skotleyfi á eigin flokkssystkini í kosningaauglýsingu Kjartan Kjartansson skrifar 20. júní 2022 15:51 Eric Greitens sækist nú eftir að verða öldungadeildarþingmaður Missouri. Hann hætti sem ríkisstjóri í skugga alvarlegra ásakana árið 2018. Vísir/afp Frambjóðandi í forvali Repúblikanaflokksins fyrir kosningar til öldungadeildarþings talar um að gefa út veiðileyfi á flokkssystkini sín í nýrri kosningaauglýsingu. Í henni sést frambjóðandinn vopnaður haglabyssu ráðast inn í hús í fylgd vopnaðra sérsveitarmanna. Auglýsing Erics Greitens, sem skoðanakannanir sýna með forystu fyrir forval Repúblikana í Missouri fyrir kosningar til annars öldungadeildarsætis ríkisins, hefur vakið mikla athygli. Í henni virðist hann hóta ofbeldi gegn öðrum repúblikönum sem eru honum ekki sammála. „Ég er Eric Greitens, sérsveitarmaður sjóhersins, og í dag ætlum við á RINO-veiðar,“ segir Greitens í upphafi myndbandsins. „RINO“ er skammstöfun á ensku sem stendur fyrir „repúblikanar að nafninu einu til“ (e. Republicans in name only). We are sick and tired of the Republicans in Name Only surrendering to Joe Biden & the radical Left.Order your RINO Hunting Permit today! pic.twitter.com/XLMdJnAzSK— Eric Greitens (@EricGreitens) June 20, 2022 Í framhaldinu sést hann sitja um dyr húss ásamt einkennisklæddum mönnum vopnuðum hríðskotarifflum. Greitens, sem sjálfur er vopnaður haglabyssu, lætur þar eins og hann tali inn á náttúrulífsmynd þegar hann segir aðra repúblikana „nærast á spillingu og hafa rendur hugleysis“. Í næstu andrá brjótast Greitens og félagar inn í húsið og virðast sprengja hvellsprengju. Inn í reykfylltu húsinu segir Greitens engin fjöldamörk á veiðileyfinum. Auglýsingin hefur vakið hörð viðbrögð. Sumir benda á að aukaleikarar í henni skarti einkennismerki sérsveitar hersins og setja spurningamerki við hvort að herinn hafi veitt leyfi fyrir því. Aðrir benda einfaldlega á að auglýsingin sé „sturluð“. I mean, yes it's a dumb joke, but if you wanted to lean into that, you'd have them some on some kind of safari, not breaking into a house where they are presumably going to murder someone. Truly grotesque. https://t.co/FPd970QTIF— Chris Hayes (@chrislhayes) June 20, 2022 "if you don't agree that donald trump is god emperor we'll send brownshirts to murder you" https://t.co/mpd75yFxwm— b-boy bouiebaisse (@jbouie) June 20, 2022 Sakaður um ofbeldi og ógnanir Þó að Greitens lýsi sér sem „utangarðsmanni“ í stjórnmálum í auglýsingunni þá er hann fyrrverandi ríkisstjóri Missouri. Hann neyddist til að segja af sér árið 2018 eftir að hann var ákærður fyrir að taka nektarmyndir af hjákonu sinni og hóta henni með því að birta þær. Í kosningabaráttunni nú hefur fyrrverandi eiginkona Greitens sakað hann um að beita sig ofbeldi á meðan á sambandi þeirra stóð. Hún sóttist eftir skilnaði eftir hneykslismálið árið 2018. Í skriflegri yfirlýsingu fyrir dómstól sagði hún jafnframt að reynt hafi verið að takmarka aðgang hans að skotvopnum vegna þess að hann sýndi af sér „óstöðuga og ofbeldisfulla hegðun“. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ríkisstjóri sakaður um að kúga viðhaldið með nektarmyndum Vonarstjarna repúblikana bauð sig fram sem „fjölskyldumaður“ í kosningum til ríkisstjóra fyrir tveimur árum. 11. janúar 2018 11:51 Ríkisstjóri handtekinn, grunaður um hótun með nektarmynd Ákæran varðar glæpsamlegt brot á friðhelgi einkalífsins. Ríkisstjóri Missouri er sakaður um að hafa kúgað hjákonu sína með nektarmynd sem hann tók af henni án vitundar hennar. 22. febrúar 2018 23:30 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Auglýsing Erics Greitens, sem skoðanakannanir sýna með forystu fyrir forval Repúblikana í Missouri fyrir kosningar til annars öldungadeildarsætis ríkisins, hefur vakið mikla athygli. Í henni virðist hann hóta ofbeldi gegn öðrum repúblikönum sem eru honum ekki sammála. „Ég er Eric Greitens, sérsveitarmaður sjóhersins, og í dag ætlum við á RINO-veiðar,“ segir Greitens í upphafi myndbandsins. „RINO“ er skammstöfun á ensku sem stendur fyrir „repúblikanar að nafninu einu til“ (e. Republicans in name only). We are sick and tired of the Republicans in Name Only surrendering to Joe Biden & the radical Left.Order your RINO Hunting Permit today! pic.twitter.com/XLMdJnAzSK— Eric Greitens (@EricGreitens) June 20, 2022 Í framhaldinu sést hann sitja um dyr húss ásamt einkennisklæddum mönnum vopnuðum hríðskotarifflum. Greitens, sem sjálfur er vopnaður haglabyssu, lætur þar eins og hann tali inn á náttúrulífsmynd þegar hann segir aðra repúblikana „nærast á spillingu og hafa rendur hugleysis“. Í næstu andrá brjótast Greitens og félagar inn í húsið og virðast sprengja hvellsprengju. Inn í reykfylltu húsinu segir Greitens engin fjöldamörk á veiðileyfinum. Auglýsingin hefur vakið hörð viðbrögð. Sumir benda á að aukaleikarar í henni skarti einkennismerki sérsveitar hersins og setja spurningamerki við hvort að herinn hafi veitt leyfi fyrir því. Aðrir benda einfaldlega á að auglýsingin sé „sturluð“. I mean, yes it's a dumb joke, but if you wanted to lean into that, you'd have them some on some kind of safari, not breaking into a house where they are presumably going to murder someone. Truly grotesque. https://t.co/FPd970QTIF— Chris Hayes (@chrislhayes) June 20, 2022 "if you don't agree that donald trump is god emperor we'll send brownshirts to murder you" https://t.co/mpd75yFxwm— b-boy bouiebaisse (@jbouie) June 20, 2022 Sakaður um ofbeldi og ógnanir Þó að Greitens lýsi sér sem „utangarðsmanni“ í stjórnmálum í auglýsingunni þá er hann fyrrverandi ríkisstjóri Missouri. Hann neyddist til að segja af sér árið 2018 eftir að hann var ákærður fyrir að taka nektarmyndir af hjákonu sinni og hóta henni með því að birta þær. Í kosningabaráttunni nú hefur fyrrverandi eiginkona Greitens sakað hann um að beita sig ofbeldi á meðan á sambandi þeirra stóð. Hún sóttist eftir skilnaði eftir hneykslismálið árið 2018. Í skriflegri yfirlýsingu fyrir dómstól sagði hún jafnframt að reynt hafi verið að takmarka aðgang hans að skotvopnum vegna þess að hann sýndi af sér „óstöðuga og ofbeldisfulla hegðun“.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ríkisstjóri sakaður um að kúga viðhaldið með nektarmyndum Vonarstjarna repúblikana bauð sig fram sem „fjölskyldumaður“ í kosningum til ríkisstjóra fyrir tveimur árum. 11. janúar 2018 11:51 Ríkisstjóri handtekinn, grunaður um hótun með nektarmynd Ákæran varðar glæpsamlegt brot á friðhelgi einkalífsins. Ríkisstjóri Missouri er sakaður um að hafa kúgað hjákonu sína með nektarmynd sem hann tók af henni án vitundar hennar. 22. febrúar 2018 23:30 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Ríkisstjóri sakaður um að kúga viðhaldið með nektarmyndum Vonarstjarna repúblikana bauð sig fram sem „fjölskyldumaður“ í kosningum til ríkisstjóra fyrir tveimur árum. 11. janúar 2018 11:51
Ríkisstjóri handtekinn, grunaður um hótun með nektarmynd Ákæran varðar glæpsamlegt brot á friðhelgi einkalífsins. Ríkisstjóri Missouri er sakaður um að hafa kúgað hjákonu sína með nektarmynd sem hann tók af henni án vitundar hennar. 22. febrúar 2018 23:30