Innlent

Al­gjör­lega ó­boð­legt að leggja líf fólks í hættu

Eiður Þór Árnason skrifar
Búið er að finna lausn á bilun skipsins en erfiðlega hefur gengið að losa akkeri þess.
Búið er að finna lausn á bilun skipsins en erfiðlega hefur gengið að losa akkeri þess. Tómas Kristjánsson

Bæjarstjórn Vesturbyggðar og sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps segir margoft hafa verið bent á það öryggisleysi sem fylgi því að vera með gamalt skip í siglingum yfir Breiðafjörð sem hafi ítrekað bilað. Breiðafjarðarferjan Baldur varð vélarvana í Breiðafirði í morgun, einungis nokkrum mínútum eftir að hún fór frá landi.

„Að leggja líf fólks í hættu við að sigla með þessu skipi er algjörlega óboðlegt og á ekki að líðast með nokkru móti,“ segir í harðorðri yfirlýsingu frá ráðamönnum á svæðinu. Enn og aftur berist fréttir af bilun í Baldri með yfir hundrað manns um borð. Innan er ár er frá því að ferjan varð síðast vélarvana úti á sjó og þá þurfti fólk að bíða í sólarhring í ferjunni.

„Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps og bæjarstjórn Vesturbyggðar hafa ítrekað sent frá sér yfirlýsingar um ónægju sína með ástand mála, átt marga fundi með forsvarsmönnum Vegagerðarinnar og rætt við samgönguyfirvöld um úrbætur en enn bilar Baldur. Nú er nóg komið og stjórnvöld verða að bregðast við með tafarlausum úrbótum.“

Að sögn Gunnlaugs Grettissonar, framkvæmdastjóri Sæferða sem annast rekstur ferjunnar, hefur Vegagerðin gefið út að ferjunni verði skipt út fyrir Herjólf þriðja haustið 2023. Sú ferja fór nýverið til Færeyja þar sem hún verður nýtt sem vöruflutningaskip áður en hún kemur aftur til landsins.


Tengdar fréttir

Ferjan Baldur vélarvana með 111 um borð

Farþegaferjan Baldur er vélarvana á Breiðafirði um 300 metra frá landi með 111 um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni á staðinn og verður þar til taks.

„Gengur ekki að spila svona með mannslíf”

Bæjarstjóri Vesturbyggðar segir bilun farþegaferjunnar Baldurs í gær hafa verið kornið sem fyllti mælinn. Óboðlegt sé að spila með mannslíf með þessum hætti og kallar eftir tafarlausum úrbótum. Farþegi um borð segir fólk hafa orðið óttaslegið en sé komið með nóg af aðgerðarleysi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×