Sindri Kristinn: „Það er bara bannað og Villi veit það“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. júní 2022 21:43 Sindri Kristinn var ekki ánægður með að fá ekki aukaspyrnu þegar Stjarnan skoraði sitt annað mark í leiknum. Vísir/Bára Dröfn Sindri Kristinn Ólafsson átti fínan leik í marki Keflavíkur þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Stjörnuna í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld. Hann var ekki sáttur með að annað mark Stjörnunnar í leiknum hafi fengið að standa. „Auðvitað var ég ósáttur. Við sáum þetta á EM síðast þegar Kasper Schmeichel setti aðra höndina ofan á boltann og það var sparkað undan honum boltanum og dæmt í VAR“, sagði Sindri í samtali við Vísi að leik loknum í kvöld. „Þarna er ég með báðar hendur, fullt vald á boltanum og hann sparkar honum úr höndunum á mér. Það er bara bannað og Villi veit það,“ bætti hann við. Hann á þar við Vilhjálm Alvar Þórarinsson dómara leiksins. „Við töluðum saman eftir leik. Hann ætlaði að útskýra fyrir mér hvernig hann sá þetta en ef hann sá þetta ekki vel þá finnst mér að aðstoðardómari tvö eigi að sjá þetta. Við Villi erum góðir félagar, ef hann veit að hann á að gera betur þarna þá er ég sáttur.“ Sindri sagði að hann hefði rætt við Vilhjálm strax eftir leik og á von á útskýringu. „Hann sagðist ætla að útskýra fyrir mér hvernig hann sá þetta og þá erum við bara á málefnalegum nótum og það er gott.“ Sindri var nokkuð sáttur með niðurstöðuna úr leik kvöldsins. „Auðvitað er maður alltaf ósáttur ef maður vinnur ekki en ef við horfum á hvernig leikurinn þróaðist. Mér fannst við miklu betri í fyrri hálfleik en þeir kannski ívið sterkari í seinni. Ef maður horfir á þetta með augum hvorki Keflvíkings né Stjörnumanns þá er þetta kannski sanngjarnt.“ Stjarnan komst yfir á 27.mínútu leiksins í kvöld en þá hefðu heimamenn átt að vera búnir að ná forystunni. „Lokaniðurstaðan hjá okkur var ekki nógu góð, við vorum ekki alltaf að koma okkur í skotið og síðan varði Halli (Haraldur Björnsson, markvörður Stjörnunnar) einu sinni þrusuvel frá Joey Gibbs. Auðvitað áttum við að vera búnir að skora þegar þeir ná sínu fyrsta skoti og ná marki, boltinn fer af Magga (Magnús Þór Magnússon, fyrirliði Keflavíkur) og týpískt þegar við erum búnir að liggja á þeim að fá á sig svona mark.“ Besta deild karla Keflavík ÍF Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 2-2 | Jafnt í fjörugum leik suður með sjó Keflavík og Stjarnan gerðu 2-2 jafntefli í fjörugum leik í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld. Stjörnumenn komust yfir í tvígang en heimamenn sýndu karakter og komu til baka í bæði skiptin. 16. júní 2022 21:09 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sjá meira
„Auðvitað var ég ósáttur. Við sáum þetta á EM síðast þegar Kasper Schmeichel setti aðra höndina ofan á boltann og það var sparkað undan honum boltanum og dæmt í VAR“, sagði Sindri í samtali við Vísi að leik loknum í kvöld. „Þarna er ég með báðar hendur, fullt vald á boltanum og hann sparkar honum úr höndunum á mér. Það er bara bannað og Villi veit það,“ bætti hann við. Hann á þar við Vilhjálm Alvar Þórarinsson dómara leiksins. „Við töluðum saman eftir leik. Hann ætlaði að útskýra fyrir mér hvernig hann sá þetta en ef hann sá þetta ekki vel þá finnst mér að aðstoðardómari tvö eigi að sjá þetta. Við Villi erum góðir félagar, ef hann veit að hann á að gera betur þarna þá er ég sáttur.“ Sindri sagði að hann hefði rætt við Vilhjálm strax eftir leik og á von á útskýringu. „Hann sagðist ætla að útskýra fyrir mér hvernig hann sá þetta og þá erum við bara á málefnalegum nótum og það er gott.“ Sindri var nokkuð sáttur með niðurstöðuna úr leik kvöldsins. „Auðvitað er maður alltaf ósáttur ef maður vinnur ekki en ef við horfum á hvernig leikurinn þróaðist. Mér fannst við miklu betri í fyrri hálfleik en þeir kannski ívið sterkari í seinni. Ef maður horfir á þetta með augum hvorki Keflvíkings né Stjörnumanns þá er þetta kannski sanngjarnt.“ Stjarnan komst yfir á 27.mínútu leiksins í kvöld en þá hefðu heimamenn átt að vera búnir að ná forystunni. „Lokaniðurstaðan hjá okkur var ekki nógu góð, við vorum ekki alltaf að koma okkur í skotið og síðan varði Halli (Haraldur Björnsson, markvörður Stjörnunnar) einu sinni þrusuvel frá Joey Gibbs. Auðvitað áttum við að vera búnir að skora þegar þeir ná sínu fyrsta skoti og ná marki, boltinn fer af Magga (Magnús Þór Magnússon, fyrirliði Keflavíkur) og týpískt þegar við erum búnir að liggja á þeim að fá á sig svona mark.“
Besta deild karla Keflavík ÍF Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 2-2 | Jafnt í fjörugum leik suður með sjó Keflavík og Stjarnan gerðu 2-2 jafntefli í fjörugum leik í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld. Stjörnumenn komust yfir í tvígang en heimamenn sýndu karakter og komu til baka í bæði skiptin. 16. júní 2022 21:09 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sjá meira
Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 2-2 | Jafnt í fjörugum leik suður með sjó Keflavík og Stjarnan gerðu 2-2 jafntefli í fjörugum leik í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld. Stjörnumenn komust yfir í tvígang en heimamenn sýndu karakter og komu til baka í bæði skiptin. 16. júní 2022 21:09