Áslaug Thelma hafði betur gegn Orku náttúrunnar í Landsrétti Eiður Þór Árnason og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 16. júní 2022 14:58 Áslaug Thelma Einarsdóttir ásamt Sigurði G. Guðjónssyni lögmanni sínum í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2020. Vísir/Vilhelm Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúrunnar (ON), gegn fyrirtækinu. ON hyggst una niðurstöðunni og ætlar ekki að áfrýja. Áslaug Thelma höfðaði mál gegn fyrirtækinu í kjölfar þess að henni var sagt upp störfum í september 2018. ON, sem er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, var sýknað af ásökunum hennar um ólögmæta uppsögn og kynbundinn launamismun í héraðsdómi í nóvember 2020. Í kjölfarið áfrýjaði Áslaug Thelma dómnum til Landsréttar. Deila aðila sneri að því hvort uppsögn Áslaugar hefði grundvallast á kvörtun Áslaugar undan Bjarna Má Júlíussyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra ON, en ON byggði á því að uppsögn hennar ætti rætur í því að Áslaug hefði ekki staðið undir væntingum sem starfsmaður. Fram kemur í yfirlýsingu frá ON að Landsréttur taki undir aðfinnslur sem komu fram í úttekt innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar frá árinu 2018 og fyrirtækið hefur lagt sig fram um að bæta úr. Lögmaður ON hafi haft samband við lögmann Áslaugar Thelmu til að vinna úr niðurstöðu Landsréttar. Ekki sýnt fram á að uppsögnin hefði grundvallast á öðru en kvörtunum Áslaugar Í dómi Landsréttar er vísað til laga um jafnrétti kynjanna um að ekki megi segja upp starfsmanni sem óskar leiðréttingar á grundvelli laganna og að atvinnurekandi skuli gæta þess að starfsmaður sé ekki beittur óréttlæti, svo sem í starfsöryggi, kjörum eða mati á árangri. Þar segir jafnframt að ON hefði ekki tekist að sýna fram á því að uppsögnin hefði grundvallast á öðru en kvörtun Áslaugar. ON hafi lengst af borið traust til Áslaugar, fjölgað verkefnum hennar og aukið ábyrgð samhliða því að ræða launahækkun henni til handa. Þá segir að kvörtun Áslaugar undan Bjarna hafi snúið að samskiptavanda en ekki kynferðislegri áreitni, þrátt fyrir að tilefni væri til þess, en í dómnum segir að málsgögn hafi borið með sér að Áslaug og aðrar konur hafi margsinnis kvartað yfir framferði yfirmanns hennar áður. ON hafi hvorki virkjað ferla sína í áreitnismálum né fylgt reglum um aðgerðir gegn kynbundinni áreitni á vinnustöðum. ON er því skylt að greiða Áslugu skaða- og miskabætur vegna ólögmætrar uppsagnar. „Nú hefur fallið dómur mér vil í þessu máli eftir næstum fjögurra ára baráttu. Ég vildi óska þess að þessum tíma ævi minnar hefði verið varið í eitthvað uppbyggilegra. En ég er þakklát fyrir að þessu máli er nú lokið og ég þakka öllum þeim sem sýndu mér vinarþel og stuðning í baráttunni fyrir réttlæti,“ segir Áslaug Thelma í færslu á Facebook-síðu sinni. Sneru við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur Brottrekstur Áslaugar frá ON vakti mikla athygli á sínum tíma. Henni var sagt upp störfum í september 2018 og kvaðst hún ekki hafa fengið handbærar skýringar á því. Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar komst að þeirri niðurstöðu að uppsagnir beggja hefðu verið réttmætar. Héraðsdómur úrskurðaði árið 2020 að munur á launum Áslaugar og annars forstöðumanns sem hóf störf skömmu áður hefði verið málefnalegur þar sem Áslaug hafði enga starfsreynslu hjá fyrirtækinu. Þá taldi dómurinn að ON hefði sýnt fram á að uppsögn Áslaugar hefði ekki komið til vegna kvartana hennar eða gagnrýni á þáverandi framkvæmdastjóra. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Reykjavík Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Áslaug Thelma áfrýjar málinu gegn Orku náttúrunnar Áslaug Thelma Einarsdóttir hefur áfrýjað dómi héraðsdóms í máli hennar gegn Orku náttúrunnar en það var niðurstaða dómsins að sýkna ON af ásökunum Áslaugar um ólögmæta uppsögn og kynbundinn launamun. 11. desember 2020 14:46 Orka náttúrunnar sýknuð í máli Áslaugar Thelmu Orka náttúrunnar, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, hefur verið sýknuð af ásökunum fyrrverandi starfsmanns fyrir ólögmæta uppsögn og kynbundinn launamismun. 9. nóvember 2020 16:43 Höfðu áhyggjur af frammistöðu Áslaugar Thelmu Starfsmannastjóri Orkuveitu Reykjavíkur og starfsmaður Capacent höfðu báðar áhyggjur af frammistöðu Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúrunnar, áður en henni var sagt upp í september 2018. 23. október 2020 09:01 Lýsti atvinnuleysi og vanlíðan síðan henni var sagt upp hjá ON Áslaug Thelma Einarsdóttir, sem sagt var upp störfum sem forstöðumanni á einstaklingssviði hjá Orku náttúrunnar árið 2018, lýsir miklum átökum sínum og Bjarna Más Júlíussonar fyrrverandi framkvæmdastjóra ON þegar þau störfuðu saman. 22. október 2020 16:58 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Áslaug Thelma höfðaði mál gegn fyrirtækinu í kjölfar þess að henni var sagt upp störfum í september 2018. ON, sem er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, var sýknað af ásökunum hennar um ólögmæta uppsögn og kynbundinn launamismun í héraðsdómi í nóvember 2020. Í kjölfarið áfrýjaði Áslaug Thelma dómnum til Landsréttar. Deila aðila sneri að því hvort uppsögn Áslaugar hefði grundvallast á kvörtun Áslaugar undan Bjarna Má Júlíussyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra ON, en ON byggði á því að uppsögn hennar ætti rætur í því að Áslaug hefði ekki staðið undir væntingum sem starfsmaður. Fram kemur í yfirlýsingu frá ON að Landsréttur taki undir aðfinnslur sem komu fram í úttekt innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar frá árinu 2018 og fyrirtækið hefur lagt sig fram um að bæta úr. Lögmaður ON hafi haft samband við lögmann Áslaugar Thelmu til að vinna úr niðurstöðu Landsréttar. Ekki sýnt fram á að uppsögnin hefði grundvallast á öðru en kvörtunum Áslaugar Í dómi Landsréttar er vísað til laga um jafnrétti kynjanna um að ekki megi segja upp starfsmanni sem óskar leiðréttingar á grundvelli laganna og að atvinnurekandi skuli gæta þess að starfsmaður sé ekki beittur óréttlæti, svo sem í starfsöryggi, kjörum eða mati á árangri. Þar segir jafnframt að ON hefði ekki tekist að sýna fram á því að uppsögnin hefði grundvallast á öðru en kvörtun Áslaugar. ON hafi lengst af borið traust til Áslaugar, fjölgað verkefnum hennar og aukið ábyrgð samhliða því að ræða launahækkun henni til handa. Þá segir að kvörtun Áslaugar undan Bjarna hafi snúið að samskiptavanda en ekki kynferðislegri áreitni, þrátt fyrir að tilefni væri til þess, en í dómnum segir að málsgögn hafi borið með sér að Áslaug og aðrar konur hafi margsinnis kvartað yfir framferði yfirmanns hennar áður. ON hafi hvorki virkjað ferla sína í áreitnismálum né fylgt reglum um aðgerðir gegn kynbundinni áreitni á vinnustöðum. ON er því skylt að greiða Áslugu skaða- og miskabætur vegna ólögmætrar uppsagnar. „Nú hefur fallið dómur mér vil í þessu máli eftir næstum fjögurra ára baráttu. Ég vildi óska þess að þessum tíma ævi minnar hefði verið varið í eitthvað uppbyggilegra. En ég er þakklát fyrir að þessu máli er nú lokið og ég þakka öllum þeim sem sýndu mér vinarþel og stuðning í baráttunni fyrir réttlæti,“ segir Áslaug Thelma í færslu á Facebook-síðu sinni. Sneru við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur Brottrekstur Áslaugar frá ON vakti mikla athygli á sínum tíma. Henni var sagt upp störfum í september 2018 og kvaðst hún ekki hafa fengið handbærar skýringar á því. Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar komst að þeirri niðurstöðu að uppsagnir beggja hefðu verið réttmætar. Héraðsdómur úrskurðaði árið 2020 að munur á launum Áslaugar og annars forstöðumanns sem hóf störf skömmu áður hefði verið málefnalegur þar sem Áslaug hafði enga starfsreynslu hjá fyrirtækinu. Þá taldi dómurinn að ON hefði sýnt fram á að uppsögn Áslaugar hefði ekki komið til vegna kvartana hennar eða gagnrýni á þáverandi framkvæmdastjóra. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Reykjavík Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Áslaug Thelma áfrýjar málinu gegn Orku náttúrunnar Áslaug Thelma Einarsdóttir hefur áfrýjað dómi héraðsdóms í máli hennar gegn Orku náttúrunnar en það var niðurstaða dómsins að sýkna ON af ásökunum Áslaugar um ólögmæta uppsögn og kynbundinn launamun. 11. desember 2020 14:46 Orka náttúrunnar sýknuð í máli Áslaugar Thelmu Orka náttúrunnar, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, hefur verið sýknuð af ásökunum fyrrverandi starfsmanns fyrir ólögmæta uppsögn og kynbundinn launamismun. 9. nóvember 2020 16:43 Höfðu áhyggjur af frammistöðu Áslaugar Thelmu Starfsmannastjóri Orkuveitu Reykjavíkur og starfsmaður Capacent höfðu báðar áhyggjur af frammistöðu Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúrunnar, áður en henni var sagt upp í september 2018. 23. október 2020 09:01 Lýsti atvinnuleysi og vanlíðan síðan henni var sagt upp hjá ON Áslaug Thelma Einarsdóttir, sem sagt var upp störfum sem forstöðumanni á einstaklingssviði hjá Orku náttúrunnar árið 2018, lýsir miklum átökum sínum og Bjarna Más Júlíussonar fyrrverandi framkvæmdastjóra ON þegar þau störfuðu saman. 22. október 2020 16:58 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Áslaug Thelma áfrýjar málinu gegn Orku náttúrunnar Áslaug Thelma Einarsdóttir hefur áfrýjað dómi héraðsdóms í máli hennar gegn Orku náttúrunnar en það var niðurstaða dómsins að sýkna ON af ásökunum Áslaugar um ólögmæta uppsögn og kynbundinn launamun. 11. desember 2020 14:46
Orka náttúrunnar sýknuð í máli Áslaugar Thelmu Orka náttúrunnar, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, hefur verið sýknuð af ásökunum fyrrverandi starfsmanns fyrir ólögmæta uppsögn og kynbundinn launamismun. 9. nóvember 2020 16:43
Höfðu áhyggjur af frammistöðu Áslaugar Thelmu Starfsmannastjóri Orkuveitu Reykjavíkur og starfsmaður Capacent höfðu báðar áhyggjur af frammistöðu Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúrunnar, áður en henni var sagt upp í september 2018. 23. október 2020 09:01
Lýsti atvinnuleysi og vanlíðan síðan henni var sagt upp hjá ON Áslaug Thelma Einarsdóttir, sem sagt var upp störfum sem forstöðumanni á einstaklingssviði hjá Orku náttúrunnar árið 2018, lýsir miklum átökum sínum og Bjarna Más Júlíussonar fyrrverandi framkvæmdastjóra ON þegar þau störfuðu saman. 22. október 2020 16:58