Segir Messi ekki vera meðal þriggja bestu leikmanna sögunnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2022 16:02 Marco van Basten var um tíma þjálfari Alfreðs Finnbogasonar í Hollandi. NordicPhotos/Getty Hollendingurinn Marco van Basten er greinilega ósammála þeirri fullyrðingu að Lionel Messi sé besti knattspyrnumaður allra tíma. Van Basten segir Messi ekki einu sinni í efstu þremur sætunum. Hinn 57 ára gamli Van Basten var frábær framherji á sínum yngri árum en þurfti að hætta ungur vegna meiðsla. Það má hins vegar með sanni segja að áður en skórnir fóru á hilluna var hann einn besti leikmaður heims. Í 281 leik fyrir AC Milan og Ajax skoraði hann 218 mörk. Einnig skoraði hann 24 mörk í 58 leikjum fyrir Holland en hann spilaði stóran þátt í sigri liðsins á Evrópumótinu 1988. Ásamt því að raða inn mörkum með Ajax og AC Milan þá lyfti hann heilum haug af titlum. Hann varð landsmeistari þrívegis með báðum félögum. Hjá Ajax varð hann einnig þrívegis bikarmeistari á meðan Milan vann Ofurbikar Ítalíu tvisvar. Hann vann Evrópukeppni bikarhafa með Ajax og Evrópubikarinn þrisvar með AC Milan sem og Ofurbikar Evrópu. Að lokum vann hann Gullknöttinn (Ballon d‘Or í þrígang (1988, 1989 og 1992). Maður myndi halda að slíkur leikmaður kynni að meta hæfileika hins 34 ára gamla Messi en svo er ekki. „Pele, Diego Maradona og Johan Cruyff eru fyrir mér þrír bestu leikmenn sögunnar. Sem krakki vildi ég vera eins og Cruyff. Hann var vinur minn, ég sakna hans. Pele og Maradona voru einnig magnaðir,“ sagði Van Basten í viðtali við France Football. Marco van Basten launches attack on Lionel Messi, says he's not in top three greatest ever players. pic.twitter.com/ZavOdw1Ktc— SPORTbible (@sportbible) June 15, 2022 „Messi er einnig frábær leikmaður en Maradona hafði alltaf meiri persónuleika í liðinu. Messi er ekki sá sem leiðir línuna ef það þarf að fara í stríð.“ Van Basten er ekki mikið að tala undir rós og sagði meðal annars fyrr á árinu að hann myndi frekar horfa á Netflix en Atlético Madríd spila. Að lokum tók hann fram að hann væri ekki að gleyma Cristiano Ronaldo, Michel Platini eða Zinedine Zidane, það hefðu allt verið frábærir leikmenn. Fótbolti Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Hinn 57 ára gamli Van Basten var frábær framherji á sínum yngri árum en þurfti að hætta ungur vegna meiðsla. Það má hins vegar með sanni segja að áður en skórnir fóru á hilluna var hann einn besti leikmaður heims. Í 281 leik fyrir AC Milan og Ajax skoraði hann 218 mörk. Einnig skoraði hann 24 mörk í 58 leikjum fyrir Holland en hann spilaði stóran þátt í sigri liðsins á Evrópumótinu 1988. Ásamt því að raða inn mörkum með Ajax og AC Milan þá lyfti hann heilum haug af titlum. Hann varð landsmeistari þrívegis með báðum félögum. Hjá Ajax varð hann einnig þrívegis bikarmeistari á meðan Milan vann Ofurbikar Ítalíu tvisvar. Hann vann Evrópukeppni bikarhafa með Ajax og Evrópubikarinn þrisvar með AC Milan sem og Ofurbikar Evrópu. Að lokum vann hann Gullknöttinn (Ballon d‘Or í þrígang (1988, 1989 og 1992). Maður myndi halda að slíkur leikmaður kynni að meta hæfileika hins 34 ára gamla Messi en svo er ekki. „Pele, Diego Maradona og Johan Cruyff eru fyrir mér þrír bestu leikmenn sögunnar. Sem krakki vildi ég vera eins og Cruyff. Hann var vinur minn, ég sakna hans. Pele og Maradona voru einnig magnaðir,“ sagði Van Basten í viðtali við France Football. Marco van Basten launches attack on Lionel Messi, says he's not in top three greatest ever players. pic.twitter.com/ZavOdw1Ktc— SPORTbible (@sportbible) June 15, 2022 „Messi er einnig frábær leikmaður en Maradona hafði alltaf meiri persónuleika í liðinu. Messi er ekki sá sem leiðir línuna ef það þarf að fara í stríð.“ Van Basten er ekki mikið að tala undir rós og sagði meðal annars fyrr á árinu að hann myndi frekar horfa á Netflix en Atlético Madríd spila. Að lokum tók hann fram að hann væri ekki að gleyma Cristiano Ronaldo, Michel Platini eða Zinedine Zidane, það hefðu allt verið frábærir leikmenn.
Fótbolti Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira