Segir Messi ekki vera meðal þriggja bestu leikmanna sögunnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2022 16:02 Marco van Basten var um tíma þjálfari Alfreðs Finnbogasonar í Hollandi. NordicPhotos/Getty Hollendingurinn Marco van Basten er greinilega ósammála þeirri fullyrðingu að Lionel Messi sé besti knattspyrnumaður allra tíma. Van Basten segir Messi ekki einu sinni í efstu þremur sætunum. Hinn 57 ára gamli Van Basten var frábær framherji á sínum yngri árum en þurfti að hætta ungur vegna meiðsla. Það má hins vegar með sanni segja að áður en skórnir fóru á hilluna var hann einn besti leikmaður heims. Í 281 leik fyrir AC Milan og Ajax skoraði hann 218 mörk. Einnig skoraði hann 24 mörk í 58 leikjum fyrir Holland en hann spilaði stóran þátt í sigri liðsins á Evrópumótinu 1988. Ásamt því að raða inn mörkum með Ajax og AC Milan þá lyfti hann heilum haug af titlum. Hann varð landsmeistari þrívegis með báðum félögum. Hjá Ajax varð hann einnig þrívegis bikarmeistari á meðan Milan vann Ofurbikar Ítalíu tvisvar. Hann vann Evrópukeppni bikarhafa með Ajax og Evrópubikarinn þrisvar með AC Milan sem og Ofurbikar Evrópu. Að lokum vann hann Gullknöttinn (Ballon d‘Or í þrígang (1988, 1989 og 1992). Maður myndi halda að slíkur leikmaður kynni að meta hæfileika hins 34 ára gamla Messi en svo er ekki. „Pele, Diego Maradona og Johan Cruyff eru fyrir mér þrír bestu leikmenn sögunnar. Sem krakki vildi ég vera eins og Cruyff. Hann var vinur minn, ég sakna hans. Pele og Maradona voru einnig magnaðir,“ sagði Van Basten í viðtali við France Football. Marco van Basten launches attack on Lionel Messi, says he's not in top three greatest ever players. pic.twitter.com/ZavOdw1Ktc— SPORTbible (@sportbible) June 15, 2022 „Messi er einnig frábær leikmaður en Maradona hafði alltaf meiri persónuleika í liðinu. Messi er ekki sá sem leiðir línuna ef það þarf að fara í stríð.“ Van Basten er ekki mikið að tala undir rós og sagði meðal annars fyrr á árinu að hann myndi frekar horfa á Netflix en Atlético Madríd spila. Að lokum tók hann fram að hann væri ekki að gleyma Cristiano Ronaldo, Michel Platini eða Zinedine Zidane, það hefðu allt verið frábærir leikmenn. Fótbolti Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Sjá meira
Hinn 57 ára gamli Van Basten var frábær framherji á sínum yngri árum en þurfti að hætta ungur vegna meiðsla. Það má hins vegar með sanni segja að áður en skórnir fóru á hilluna var hann einn besti leikmaður heims. Í 281 leik fyrir AC Milan og Ajax skoraði hann 218 mörk. Einnig skoraði hann 24 mörk í 58 leikjum fyrir Holland en hann spilaði stóran þátt í sigri liðsins á Evrópumótinu 1988. Ásamt því að raða inn mörkum með Ajax og AC Milan þá lyfti hann heilum haug af titlum. Hann varð landsmeistari þrívegis með báðum félögum. Hjá Ajax varð hann einnig þrívegis bikarmeistari á meðan Milan vann Ofurbikar Ítalíu tvisvar. Hann vann Evrópukeppni bikarhafa með Ajax og Evrópubikarinn þrisvar með AC Milan sem og Ofurbikar Evrópu. Að lokum vann hann Gullknöttinn (Ballon d‘Or í þrígang (1988, 1989 og 1992). Maður myndi halda að slíkur leikmaður kynni að meta hæfileika hins 34 ára gamla Messi en svo er ekki. „Pele, Diego Maradona og Johan Cruyff eru fyrir mér þrír bestu leikmenn sögunnar. Sem krakki vildi ég vera eins og Cruyff. Hann var vinur minn, ég sakna hans. Pele og Maradona voru einnig magnaðir,“ sagði Van Basten í viðtali við France Football. Marco van Basten launches attack on Lionel Messi, says he's not in top three greatest ever players. pic.twitter.com/ZavOdw1Ktc— SPORTbible (@sportbible) June 15, 2022 „Messi er einnig frábær leikmaður en Maradona hafði alltaf meiri persónuleika í liðinu. Messi er ekki sá sem leiðir línuna ef það þarf að fara í stríð.“ Van Basten er ekki mikið að tala undir rós og sagði meðal annars fyrr á árinu að hann myndi frekar horfa á Netflix en Atlético Madríd spila. Að lokum tók hann fram að hann væri ekki að gleyma Cristiano Ronaldo, Michel Platini eða Zinedine Zidane, það hefðu allt verið frábærir leikmenn.
Fótbolti Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Sjá meira