Segir Messi ekki vera meðal þriggja bestu leikmanna sögunnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2022 16:02 Marco van Basten var um tíma þjálfari Alfreðs Finnbogasonar í Hollandi. NordicPhotos/Getty Hollendingurinn Marco van Basten er greinilega ósammála þeirri fullyrðingu að Lionel Messi sé besti knattspyrnumaður allra tíma. Van Basten segir Messi ekki einu sinni í efstu þremur sætunum. Hinn 57 ára gamli Van Basten var frábær framherji á sínum yngri árum en þurfti að hætta ungur vegna meiðsla. Það má hins vegar með sanni segja að áður en skórnir fóru á hilluna var hann einn besti leikmaður heims. Í 281 leik fyrir AC Milan og Ajax skoraði hann 218 mörk. Einnig skoraði hann 24 mörk í 58 leikjum fyrir Holland en hann spilaði stóran þátt í sigri liðsins á Evrópumótinu 1988. Ásamt því að raða inn mörkum með Ajax og AC Milan þá lyfti hann heilum haug af titlum. Hann varð landsmeistari þrívegis með báðum félögum. Hjá Ajax varð hann einnig þrívegis bikarmeistari á meðan Milan vann Ofurbikar Ítalíu tvisvar. Hann vann Evrópukeppni bikarhafa með Ajax og Evrópubikarinn þrisvar með AC Milan sem og Ofurbikar Evrópu. Að lokum vann hann Gullknöttinn (Ballon d‘Or í þrígang (1988, 1989 og 1992). Maður myndi halda að slíkur leikmaður kynni að meta hæfileika hins 34 ára gamla Messi en svo er ekki. „Pele, Diego Maradona og Johan Cruyff eru fyrir mér þrír bestu leikmenn sögunnar. Sem krakki vildi ég vera eins og Cruyff. Hann var vinur minn, ég sakna hans. Pele og Maradona voru einnig magnaðir,“ sagði Van Basten í viðtali við France Football. Marco van Basten launches attack on Lionel Messi, says he's not in top three greatest ever players. pic.twitter.com/ZavOdw1Ktc— SPORTbible (@sportbible) June 15, 2022 „Messi er einnig frábær leikmaður en Maradona hafði alltaf meiri persónuleika í liðinu. Messi er ekki sá sem leiðir línuna ef það þarf að fara í stríð.“ Van Basten er ekki mikið að tala undir rós og sagði meðal annars fyrr á árinu að hann myndi frekar horfa á Netflix en Atlético Madríd spila. Að lokum tók hann fram að hann væri ekki að gleyma Cristiano Ronaldo, Michel Platini eða Zinedine Zidane, það hefðu allt verið frábærir leikmenn. Fótbolti Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Sport Fleiri fréttir Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Sjá meira
Hinn 57 ára gamli Van Basten var frábær framherji á sínum yngri árum en þurfti að hætta ungur vegna meiðsla. Það má hins vegar með sanni segja að áður en skórnir fóru á hilluna var hann einn besti leikmaður heims. Í 281 leik fyrir AC Milan og Ajax skoraði hann 218 mörk. Einnig skoraði hann 24 mörk í 58 leikjum fyrir Holland en hann spilaði stóran þátt í sigri liðsins á Evrópumótinu 1988. Ásamt því að raða inn mörkum með Ajax og AC Milan þá lyfti hann heilum haug af titlum. Hann varð landsmeistari þrívegis með báðum félögum. Hjá Ajax varð hann einnig þrívegis bikarmeistari á meðan Milan vann Ofurbikar Ítalíu tvisvar. Hann vann Evrópukeppni bikarhafa með Ajax og Evrópubikarinn þrisvar með AC Milan sem og Ofurbikar Evrópu. Að lokum vann hann Gullknöttinn (Ballon d‘Or í þrígang (1988, 1989 og 1992). Maður myndi halda að slíkur leikmaður kynni að meta hæfileika hins 34 ára gamla Messi en svo er ekki. „Pele, Diego Maradona og Johan Cruyff eru fyrir mér þrír bestu leikmenn sögunnar. Sem krakki vildi ég vera eins og Cruyff. Hann var vinur minn, ég sakna hans. Pele og Maradona voru einnig magnaðir,“ sagði Van Basten í viðtali við France Football. Marco van Basten launches attack on Lionel Messi, says he's not in top three greatest ever players. pic.twitter.com/ZavOdw1Ktc— SPORTbible (@sportbible) June 15, 2022 „Messi er einnig frábær leikmaður en Maradona hafði alltaf meiri persónuleika í liðinu. Messi er ekki sá sem leiðir línuna ef það þarf að fara í stríð.“ Van Basten er ekki mikið að tala undir rós og sagði meðal annars fyrr á árinu að hann myndi frekar horfa á Netflix en Atlético Madríd spila. Að lokum tók hann fram að hann væri ekki að gleyma Cristiano Ronaldo, Michel Platini eða Zinedine Zidane, það hefðu allt verið frábærir leikmenn.
Fótbolti Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Sport Fleiri fréttir Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Sjá meira