Fótbolti

Jón Dagur kallar Þórhall Dan trúð

Atli Arason skrifar
Jón Dagur Þorsteinsson í landsleiknum gegn Ísrael.
Jón Dagur Þorsteinsson í landsleiknum gegn Ísrael. Vísir/Hulda Margrét

Jón Dagur Þorsteinsson hefur dregið allan vafa á því hverjir umræddir trúðar út í bæ eru með myndbirtingu á Instagram síðu sinni í dag. Þar kemur Þórhallur Dan Jóhannsson fyrir með trúða hárkollu og nef. Þórhallur er fyrrum fótboltamaður og reglulegur gestur í hlaðvarpsþættinum Mín Skoðun.

Landsliðsmaðurinn Jón Dagur var í viðtali hjá MBL.is eftir landsleik Íslands og Ísrael á mánudaginn síðasta í Þjóðadeildinni.

„Við horf­um fram á veg­inn, erum já­kvæðir og hlust­um ekki á þessa trúða út í bæ,“ var meðal þess sem Jón Dagur sagði í viðtalinu.

DV tók málið upp í gær og greindi frá að trúðarnir sem Jón Dagur ætti við var hlaðvarpið Mín Skoðun, þar sem Þórhallur Dan Jóhannsson er duglegur að láta gamminn geisa með Valtý Birni.

Í nýjasta þætti af Mín Skoðun sem birtist í morgun virðist Þórhallur ekki vera ánægður með þessa útskýringar DV og dregur það í vafa að Jón Dagur hafi kallað sig og Valtý trúða með ummælum sínum við Morgunblaðið.

„Hvaða trúðar? Ef hann hefði sagt podcast trúðar út í bæ þá hefðu það verið ég og þú,“ sagði Þórhallur við Valtý.

Þórhallur tók það þó eindregið fram að honum finnst Jón Dagur vera besti fótboltamaður Íslands og benti á að hann sjálfur sem spekingur hefur stundum rangt fyrir sér.

Eftir að þáttur dagsins fór í loftið birti Jón Dagur mynd í hringrás (e. story) hjá sér á Instagram í dag sem Jón dregur allan vafa af því hvern hann væri að kalla trúð.

Þórhallur Dan með trúðanef og hárkolluInstagram - jondagur

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið Mín Skoðun með því að smella hér




Fleiri fréttir

Sjá meira


×