Enski boltinn

Liverpool staðfestir komu Núñez | Gæti orðið sá dýrasti í sögu félagsins

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Darwin Nunez er genginn í raðir Liverpool.
Darwin Nunez er genginn í raðir Liverpool. Nick Taylor/Liverpool FC/Liverpool FC via Getty Images

Darwin Núñez er orðinn leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool. Félagið greindi frá þessu á samfélagsmiðlum sínum fyrr í kvöld.

Liverpool greiðir 64 milljónir punda fyrir þennan 22 ára framherja, en kaupverðið gæti farið upp í allt að 85 milljónir punda með árangurstengdum bónusgreiðslum.

Virgil van Dijk er eins og er dýrasti leikmaður Liverpool frá upphafi. Félagið greiddi 75 milljónir punda fyrir hollenska varnarmanninn, en úrúgvæski framherjinn gæti orðið dýrari ef vel gengur.

Líklegt þykir að kaupverðið nái 85 milljónum punda. Allt frá því hversu mörg mörk leikmaðurinn skorar að því að Liverpool vinni Meistaradeildina getur virkjað bónusgreiðslur.

Darwin Núñez skoraði 34 mörk í 41 leik fyrir Benfica á seinasta tímabili. Hann skoraði 25 mörk í 24 byrjunarliðsleikjum í portúgölsku deildinni og þá skoraði hann sex mörk í tíu leikjum í Meistaradeild Evrópu. Þar á meðal skoraði hann tvö mörk gegn Liverpool í jafn mörgum leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×