Hlín eftir þrennuna í miðnætursólinni: „Frábær tilfinning í alla staði“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júní 2022 09:30 Hlín fagnar einu af mörkum sínum á leiktíðinni. Hún hefur nú skorað 8 mörk í 14 leikjum. Piteå Hlín Eiríksdóttir reyndist hetja Piteå er liðið lagði Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í miðnætursólinni í Svíþjóð í gærkvöld. Hlín skoraði öll þrjú mörk Piteå í 3-0 sigri. Hlín – sem var ekki valin í leikmannahóp Íslands fyrir Evrópumótið sem fram fer í Englandi í sumar sýndi allar sínar bestu hliðar en leiktími leiksins var með undarlegra móti. Leikurinn hófst klukkan 23.00 þar sem líkt og Íslandi fer sólin vart niður í norðurhluta Svíþjóðar yfir sumartímann. Rétt tæplega þúsund manns mættu á leikinn sem var einnig sýndur beint í Svíþjóð sem og á Íslandi. Það voru því töluvert fleiri sem sáu Hlín bjóða til veislu en hún var allt í öllu í liði Piteå í leiknum. „Fyrir okkur var aldrei spurning hvort liðið myndi fara með sigur af hólmi. Þetta er frábær tilfinning í alla staði,“ sagði Hlín í sjónvarpsviðtali að leik loknum. Hlín fagnaði 22. ára afmælisdegi sínum degi fyrir leik og gat leyft sér að fagna eftir leik líka. „Við máttum velja hvort við vildum flatböku eða skyr og samlokur á hótelinu eftir leik. Við völdum allar flatbökur svo nú förum við, borðum og förum svo að sofa,“ bætti Hlín auðmjúk við og ljóst að fagnaðarlætin verða ekki of mikil eftir þessa frábæru frammistöðu. Piteå er í 8. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 20 stig eftir 14 umferðir. Liðið er 13 stigum frá Umeå IK sem situr í 12. sæti en liðið sem endar þar fer í umspil um að halda sæti sínu í deildinni á meðan neðstu tvö liðin falla. Fyrir ofan Piteå er svo þéttur pakki en aðeins munar sex stigum á Íslendingaliði BK Häcken í 4. sæti og liði Hlínar. Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Sjá meira
Hlín – sem var ekki valin í leikmannahóp Íslands fyrir Evrópumótið sem fram fer í Englandi í sumar sýndi allar sínar bestu hliðar en leiktími leiksins var með undarlegra móti. Leikurinn hófst klukkan 23.00 þar sem líkt og Íslandi fer sólin vart niður í norðurhluta Svíþjóðar yfir sumartímann. Rétt tæplega þúsund manns mættu á leikinn sem var einnig sýndur beint í Svíþjóð sem og á Íslandi. Það voru því töluvert fleiri sem sáu Hlín bjóða til veislu en hún var allt í öllu í liði Piteå í leiknum. „Fyrir okkur var aldrei spurning hvort liðið myndi fara með sigur af hólmi. Þetta er frábær tilfinning í alla staði,“ sagði Hlín í sjónvarpsviðtali að leik loknum. Hlín fagnaði 22. ára afmælisdegi sínum degi fyrir leik og gat leyft sér að fagna eftir leik líka. „Við máttum velja hvort við vildum flatböku eða skyr og samlokur á hótelinu eftir leik. Við völdum allar flatbökur svo nú förum við, borðum og förum svo að sofa,“ bætti Hlín auðmjúk við og ljóst að fagnaðarlætin verða ekki of mikil eftir þessa frábæru frammistöðu. Piteå er í 8. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 20 stig eftir 14 umferðir. Liðið er 13 stigum frá Umeå IK sem situr í 12. sæti en liðið sem endar þar fer í umspil um að halda sæti sínu í deildinni á meðan neðstu tvö liðin falla. Fyrir ofan Piteå er svo þéttur pakki en aðeins munar sex stigum á Íslendingaliði BK Häcken í 4. sæti og liði Hlínar.
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Sjá meira