Fótbolti

Hlín skoraði öll þrjú í öruggum sigri

Atli Arason skrifar
Hlín átti frábæran leik í kvöld.
Hlín átti frábæran leik í kvöld. Andreas Sandström/Bildbyrån

Berglind Rós Ágústsdóttir og Hlín Eiríksdóttir voru báðar í byrjunarliðum sinna liða í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Hlín var svo sannarlega drifkrafturinn í sigri Piteå á Djurgarden en hún skoraði þrennu í kvöld.

Hlín - sem var ekki í leikmannahópi Íslands fyrir Evrópumótið sem fram fer í sumar - minnti heldur betur á sig í kvöld með því að skora öll þrjú mörk Piteå í 3-0 heimasigri á Djurgarden. 

Með sigrinum fer Piteå upp fyrir Djurgarden í töflunni. Piteå er nú í 8. sæti með 20 stig, stigi meira en Djurgarden.

Berglind Rós spilaði allan leikinn fyrir Örebro í 2-0 tapi gegn Eskilstuna á útivelli. Okobi-Okeoghene og Eckhoff gerðu mörk Eskiltuna í fyrri hálfleik.Berglind og stöllur í Örebro eru eftir tapið í 10. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 15 stig, 8 stigum frá fallsvæðinu.

Hvorki Hlín né Berglind hlutu náð hjá Þorsteini Halldórssyni í landsliðshóp Íslands fyrir EM í sumar.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×