Erlent

Telja að fimm­tán þúsund auð­kýfingar muni flýja Rúss­land

Bjarki Sigurðsson skrifar
Talið er að innrás Rússa í Úkraínu muni ýta undir flótta milljónamæringa frá löndunum tveimur.
Talið er að innrás Rússa í Úkraínu muni ýta undir flótta milljónamæringa frá löndunum tveimur. Mikhail Metzel/AP

Talið er að um fimmtán þúsund auðkýfingar með auðæfi metin á yfir milljón dollara, 130 milljónir íslenskra króna, muni flýja Rússland á þessu ári. Um hundrað þúsund einstaklingar í Rússlandi eru milljónamæringar.

Samkvæmt gögnum frá Henley & Partners hafa rússneskir auðkýfingar stöðugt verið að flýja land síðustu ár og mun innrás Rússa í Úkraínu einungis ýta undir flóttann.

Margir af þeim ríkustu í Rússlandi eru ansi ósáttir með þá ákvörðun Vladímírs Pútíns, forseta Rússlands, að ráðast inn í Úkraínu. Í grein The Guardian um málið segir að sögulega séð hafi mörg ríki fallið eftir að ríkasta fólkið fór að flýja land. 

Rússar eru þó ekki þeir einu sem eru að missa auðkýfinga úr landi vegna stríðsins en talið er 42 prósent Úkraínumanna með auðæfi metin á yfir milljón dollara muni flýja land á árinu.

Flestir af milljónamæringunum flýja til Bretlands eða Sameinuðu arabísku furstadæmanna, en einnig er talið að nokkuð margir muni flytja til Möltu, Máritíusar eða Mónakó.

Máritíus er skattaparadís sem þar eru engir erfðaskattar og ekki má leggja meira en þriggja prósenta skatt á alþjóðafyrirtæki. Talið er að um 150 milljónamæringar muni flytja þangað á árinu.


Tengdar fréttir

Abramovich bannaður frá enskum fótbolta

Enska úrvalsdeildin gaf út tilkynningu rétt í þessu að deildin hafi bannað Abramovich frá frekari aðkomu að deildinni sem stjórnandi Chelsea.

Telja að eitrað hafi verið fyrir Abramovich og erindrekum Úkraínu

Þrír meðlimir sendinefndar Úkraínumanna í friðarviðræðum Úkraínu og Rússlands, auk Romans Abramovich, rússnesks auðjöfurs og eiganda Chelsea FC, eru taldir hafa verið fórnarlamb eitrunar fyrr í þessum mánuði. Abramovich er hefur komið að friðarviðræðunum fyrir hönd Úkraínumanna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×