Segir umræðuna á samfélagsmiðlum ósanngjarna Samúel Karl Ólason skrifar 13. júní 2022 14:32 Amber Heard í dómsal í Virginíu. AP/Evelyn Hockstein Leikkonan Amber Heard segir að samfélagsmiðlar hafi leikið sig grátt varðandi réttarhöld í meiðyrðamáli Johnny Depps, fyrrverandi eiginmanns hennar, gegn henni. Hún var nýverið dæmd til að greiða Depp tæpa tvo milljarða króna í skaðabætur. „Jafnvel einhver sem er sannfærður um að ég eigi allt þetta hatur og napuryrðin skilin, jafnvel þó þú haldir að ég sé að ljúga, þá getur þú ekki horft í augun á mér og sagt að samfélagsmiðlar hafi verið mér sanngjarnir. Þú getur ekki sagt mér að þú haldir að þetta hafi verið sanngjarnt,“ segir Heard í fyrstu ummælum sínum um réttarhöldin. Þetta segir Heard í viðtali við Today Show vestanhafs sem sýnt verður í bútum í vikunni. Depp stefndi Heard fyrir meiðyrði og krafðist fimmtíu milljóna dala í miskabætur, sem samsvarar um 6,5 milljörðum íslenskra króna. Stefnan beinist að grein sem Heard skrifaði og birtist í Washington Post árið 2018 þar sem hún sagðist vera orðin táknmynd þeirra sem hafi lifað við heimilisofbeldi. Heard var dæmd til að greiða honum tíu milljónir dala í miskabætur og fimm milljónir dala í refsibætur. Heard mun þó aðeins þurfa að greiða honum 350 þúsund dali í refsibætur þar sem það er hámark refsibóta í Virginíu, þar sem málaferlin fóru fram. Ítarlega má lesa um niðurstöður kviðdómenda hér að neðan. Stuðningurinn við Depp var yfirgnæfandi á samfélagsmiðlum. Kviðdómendum í umræddu máli var skipað að lesa ekki um réttarhöldin og skoða ekki færslur og myndbönd á samfélagsmiðlum um þau. Kviðdómendur voru þó ekki einangraðir á nokkurn hátt. Sjá einnig: Örlög Depp og Heard í höndum kviðdóms eftir sjónvarpsviðburð aldarinnar Heard segir lögmenn sína sannfærða um að kviðdómendur hafi orðið fyrir áhrifum frá samfélagsmiðlum. Annað sé ómögulegt. Heard sagðist þó að einhverju leyti skilja af hverju kviðdómendur komust að þeirri niðurstöðu sem varð raunin. „Hann er elskaður persónuleiki og fólki finnst það þekkja hann. hann er frábær leikari.“ Deilur Johnny Depp og Amber Heard Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Heard ætlar að áfrýja Amber Heard ætlar að áfrýja dómi í máli Johnny Depp á hendur henni. Í gær var hún fundin sek um meiðyrði í garð hans og dæmd til að greiða fyrrverandi eiginmanni sínum fimmtán milljónir dollara. 2. júní 2022 15:51 Lögmenn Depps saumuðu að Heard í vitnastúkunni Réttarhöld í meiðyrðamáli bandaríska leikarans Johnny Depp á hendur fyrrverandi eiginkonu sinni, bandarísku leikkonunni Amber Heard, héldu áfram í dag. Þar var Heard borin þungum sökum af lögmannateymi Depps, meðal annars um að hafa barið hann og breytt ljósmyndum til að sýna fram á ofbeldi hans gegn henni. 17. maí 2022 23:33 „Ég hugsaði, svona mun ég deyja“ Amber Heard brast nokkrum sinnum í grát í réttarsal vestanhafs í dag er hún lýsti mörgum meintum árásum Johnnys Depp, fyrrverandi eiginmanns hennar. Hún sakaði hann meðal annars um að hafa kýlt sig í andlitið og nauðga sér með flösku. 5. maí 2022 23:53 Segist ekki getað lifað með því að fólk haldi hann beita heimilisofbeldi Leikarinn Johnny Depp segist ekki hafa getað lifað með því að fólk héldi að hann beitti heimilisofbeldi. Þess vegna hafi hann ákveðið að stefna Amber Heard fyrrverandi eiginkonu sinni fyrir ærumeiðingar, eftir að hún sakaði hann um að hafa beitt sig ofbeldi. 20. apríl 2022 13:49 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
„Jafnvel einhver sem er sannfærður um að ég eigi allt þetta hatur og napuryrðin skilin, jafnvel þó þú haldir að ég sé að ljúga, þá getur þú ekki horft í augun á mér og sagt að samfélagsmiðlar hafi verið mér sanngjarnir. Þú getur ekki sagt mér að þú haldir að þetta hafi verið sanngjarnt,“ segir Heard í fyrstu ummælum sínum um réttarhöldin. Þetta segir Heard í viðtali við Today Show vestanhafs sem sýnt verður í bútum í vikunni. Depp stefndi Heard fyrir meiðyrði og krafðist fimmtíu milljóna dala í miskabætur, sem samsvarar um 6,5 milljörðum íslenskra króna. Stefnan beinist að grein sem Heard skrifaði og birtist í Washington Post árið 2018 þar sem hún sagðist vera orðin táknmynd þeirra sem hafi lifað við heimilisofbeldi. Heard var dæmd til að greiða honum tíu milljónir dala í miskabætur og fimm milljónir dala í refsibætur. Heard mun þó aðeins þurfa að greiða honum 350 þúsund dali í refsibætur þar sem það er hámark refsibóta í Virginíu, þar sem málaferlin fóru fram. Ítarlega má lesa um niðurstöður kviðdómenda hér að neðan. Stuðningurinn við Depp var yfirgnæfandi á samfélagsmiðlum. Kviðdómendum í umræddu máli var skipað að lesa ekki um réttarhöldin og skoða ekki færslur og myndbönd á samfélagsmiðlum um þau. Kviðdómendur voru þó ekki einangraðir á nokkurn hátt. Sjá einnig: Örlög Depp og Heard í höndum kviðdóms eftir sjónvarpsviðburð aldarinnar Heard segir lögmenn sína sannfærða um að kviðdómendur hafi orðið fyrir áhrifum frá samfélagsmiðlum. Annað sé ómögulegt. Heard sagðist þó að einhverju leyti skilja af hverju kviðdómendur komust að þeirri niðurstöðu sem varð raunin. „Hann er elskaður persónuleiki og fólki finnst það þekkja hann. hann er frábær leikari.“
Deilur Johnny Depp og Amber Heard Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Heard ætlar að áfrýja Amber Heard ætlar að áfrýja dómi í máli Johnny Depp á hendur henni. Í gær var hún fundin sek um meiðyrði í garð hans og dæmd til að greiða fyrrverandi eiginmanni sínum fimmtán milljónir dollara. 2. júní 2022 15:51 Lögmenn Depps saumuðu að Heard í vitnastúkunni Réttarhöld í meiðyrðamáli bandaríska leikarans Johnny Depp á hendur fyrrverandi eiginkonu sinni, bandarísku leikkonunni Amber Heard, héldu áfram í dag. Þar var Heard borin þungum sökum af lögmannateymi Depps, meðal annars um að hafa barið hann og breytt ljósmyndum til að sýna fram á ofbeldi hans gegn henni. 17. maí 2022 23:33 „Ég hugsaði, svona mun ég deyja“ Amber Heard brast nokkrum sinnum í grát í réttarsal vestanhafs í dag er hún lýsti mörgum meintum árásum Johnnys Depp, fyrrverandi eiginmanns hennar. Hún sakaði hann meðal annars um að hafa kýlt sig í andlitið og nauðga sér með flösku. 5. maí 2022 23:53 Segist ekki getað lifað með því að fólk haldi hann beita heimilisofbeldi Leikarinn Johnny Depp segist ekki hafa getað lifað með því að fólk héldi að hann beitti heimilisofbeldi. Þess vegna hafi hann ákveðið að stefna Amber Heard fyrrverandi eiginkonu sinni fyrir ærumeiðingar, eftir að hún sakaði hann um að hafa beitt sig ofbeldi. 20. apríl 2022 13:49 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Heard ætlar að áfrýja Amber Heard ætlar að áfrýja dómi í máli Johnny Depp á hendur henni. Í gær var hún fundin sek um meiðyrði í garð hans og dæmd til að greiða fyrrverandi eiginmanni sínum fimmtán milljónir dollara. 2. júní 2022 15:51
Lögmenn Depps saumuðu að Heard í vitnastúkunni Réttarhöld í meiðyrðamáli bandaríska leikarans Johnny Depp á hendur fyrrverandi eiginkonu sinni, bandarísku leikkonunni Amber Heard, héldu áfram í dag. Þar var Heard borin þungum sökum af lögmannateymi Depps, meðal annars um að hafa barið hann og breytt ljósmyndum til að sýna fram á ofbeldi hans gegn henni. 17. maí 2022 23:33
„Ég hugsaði, svona mun ég deyja“ Amber Heard brast nokkrum sinnum í grát í réttarsal vestanhafs í dag er hún lýsti mörgum meintum árásum Johnnys Depp, fyrrverandi eiginmanns hennar. Hún sakaði hann meðal annars um að hafa kýlt sig í andlitið og nauðga sér með flösku. 5. maí 2022 23:53
Segist ekki getað lifað með því að fólk haldi hann beita heimilisofbeldi Leikarinn Johnny Depp segist ekki hafa getað lifað með því að fólk héldi að hann beitti heimilisofbeldi. Þess vegna hafi hann ákveðið að stefna Amber Heard fyrrverandi eiginkonu sinni fyrir ærumeiðingar, eftir að hún sakaði hann um að hafa beitt sig ofbeldi. 20. apríl 2022 13:49