Erlent

Biden segir árásina á þingið einn myrkasta atburð í sögu Bandaríkjanna

Heimir Már Pétursson skrifar
Lögregla og öryggisverðir réðu ekkert við stuðningsmenn Trump þegar þeir réðust inn í bandaríska þinghúsið.
Lögregla og öryggisverðir réðu ekkert við stuðningsmenn Trump þegar þeir réðust inn í bandaríska þinghúsið. AP/Bandaríkjaþing

Joe Biden forseti Bandaríkjanna segir árásina á bandaríska þingið hinn 6. janúar vera einn myrkasta kafla í sögu landsins. Frekari sönnunargögn um aðild Donalds Trump fyrrverandi forseta að árásinni verða gerð opinber eftir helgi.

Bandaríkjaforseti segir vitnisburð og sönnunargögn sem sýnd voru við yfirheyrslur rannsóknarnefndar Bandaríkjaþings í gær vera sláandi. Þetta hafi verið villimannsleg árás gegn lýðræðinu og á löggæslumönnum sem sumir hafi fallið í árásinni.

Joe Biden forseti Bandaríkjanna segir bandarískan almenning verða að gera sér grein fyrir að þau myrku öfl sem reynt hafi að ræna völdum með árásinni á Bandaríkjaþing séu enn virk í landinu.AP/Evan Vucci

Rannsóknarnefndin segir Donald Trump fyrrverandi forseta bera ábyrgð á árásinni sem hafi verið skipulögð tilraun hans til valdaráns. Nefndin boðar að frekari sönnunargögn gegn Trump verði opinberuð eftir helgi.

Rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings um árásina á þinghúsið hinn 6. janúar segir árásina hafa verið skipulega tilraun til valdaráns undir stjórn Donalds Trumps.AP/J. Scott Applewhite

"Það er mikilvægt að bandaríska þjóðin skilji hvað gerðist í raun og veru og að hún skilji að sömu öfl sem voru að verki hinn 6. janúar eru enn virk. Þetta snýst um sjálft lýðræðið. Við verðum að verja lýðræðið," sagði Joe Biden í dag.


Tengdar fréttir

Hefndarleiðangur Trump í Georgíu misheppnaðist

Frambjóðendur sem Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, studdi til að ná sér niður á sitjandi fulltrúum Repúblikanaflokksins í Georgíu töpuðu í forvali sem fór fram í gær. Trump reyndi að fella ríkisstjórann og innanríkisráðherrann þar sem þeir tóku ekki þátt tilraunum hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna við.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×