Erlent

Hafa mögulega fundið líkamsleifar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lögreglan leitar á Itaquai-á. Phillips og Pereira voru á ferð um svæðið þegar þeir hurfu.
Lögreglan leitar á Itaquai-á. Phillips og Pereira voru á ferð um svæðið þegar þeir hurfu. AP Photo/Edmar Barros

Lögreglan í Brasilíu segist hafa fundið mögulegar líkamsleifar við leitina að breska blaðamanninum Dom Phillips og ferðafélaga hans.

Philipps, sem sérhæft hefur sig í umfjöllun um Amason-svæðið var á ferð á svæðinu ásamt Bruno Pereira, sérfræðingi í málefnum ættbálka svæðisins. Ekkert hefur sést til þeirra síðan á sunnudag.

Eftir að hafa farið hægt af stað í leitinni hefur aukinn kraftur verið settur í leitina. Það hefur skilað sér í því að blóðslettur fundust á báti manns sem handtekinn hefur verið í tengslum við leitina.

Þá segist lögregla nú hafa fundið mögulegar líkamsleifar í á við bæinn Atalaia do Norte, þar sem þeir félagar voru á ferð. Hið lífræna efni verður rannsakað og greint í von um að það geti varpað frekara ljósi á hvarf mannanna tveggja.

Hópar sem berjast fyrir réttindum ættbálka svæðisins hafa sagt að Phillips og Pereira hafi fengið hótanir í vikunni áður en þeir hurfu.

Yfirvöld í Brasilíu segjast vonast til þess að hægt sé að finna þá á lífi.


Tengdar fréttir

Fundu blóð við leitina að breska blaða­manninum

Lögreglan í Brasilíu hefur fundið leifar af blóði í bát veiðimanns sem handtekinn hefur verið í tengslum við leitina að breska blaðamanninum Dom Phillips og ferðafélaga hans.

Gefa í leitina að breska blaðamanninum

Brasilísk yfirvöld hafa eflt til muna leitina að breska blaðamanninum Dom Phillips og samferðarmanni hans. Þeir hafa verið týndir í Amason-regnskóginum frá því á sunnudag.

Gefa í leitina að breska blaðamanninum

Brasilísk yfirvöld hafa eflt til muna leitina að breska blaðamanninum Dom Phillips og samferðarmanni hans. Þeir hafa verið týndir í Amason-regnskóginum frá því á sunnudag.

„Kannski varð slys, kannski voru þeir teknir af lífi“

Eiginkona bresks blaðamanns sem hefur verið týndur í Amason-regnskóginum í Brasilíu hefur grátbeðið yfirvöld þar í landi um að gera meira til að finna hann. Forseti Brasilíu ýjaði að því hvarf blaðamannsins og samferðamanns hans væri þeirra eigin sök.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.