Erlent

Gefa í leitina að breska blaðamanninum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Mennirnir tveir hafa verið týndir frá því á sunnudag.
Mennirnir tveir hafa verið týndir frá því á sunnudag. (Victoria Jones/PA via AP)

Brasilísk yfirvöld hafa eflt til muna leitina að breska blaðamanninum Dom Phillips og samferðarmanni hans. Þeir hafa verið týndir í Amason-regnskóginum frá því á sunnudag.

Yfirvöld í Brasilíu hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa farið hægt af stað eftir að mennirnir tveir, Phillips og ferðafélagi hans Bruno Pereira, voru tilkynntir týndir á sunnudag.

Voru þeir á ferð um Javari-dalinn í Amason-skóginum, skammt frá landamærum Perú. 

Alríkislögreglumenn eru komnir til Atalaia do Norte, í Amazonas-ríki Brasilíu, til að aðstoða við leitina.AP Photo/Edmar Barros

Phillips var við rannsóknarstörf vegna bókar sem hann vinnur að um náttúruvernd í regnskóginum. Pereira er sérfræðingur í málefnum ættbálka svæðisins.

Ekkert fundist 

Hvorki tangur né tetur hefur fundist af þeim eða bátnum sem þeir ferðuðust á. Yfirvöld segja að 250 lögreglumenn komi nú að leitinni, þar á meðal kafarar. Þá er drónum og þyrlum beitt við leitina, auk báta.

Lögregla hefur yfirheyrt sex einstaklinga vegna rannsóknar málsins. Einn hefur réttarstöðu grunaðs en hinir fimm réttarstöðu vitnis. Lögregla segir þó að enn sem komið er sé ekkert sem bendli þann með réttarstöðu grunaðs við hvarfið.

Komið hefur í ljós að Pereira hafði fengið líflátshótanir í vikunni áður en þeir hurfu. Hann hefur barist gegn ólöglegum veiðum á svæðinu, sem er afskekkt, við landamæri Brasilíu og Perú.


Tengdar fréttir

„Kannski varð slys, kannski voru þeir teknir af lífi“

Eiginkona bresks blaðamanns sem hefur verið týndur í Amason-regnskóginum í Brasilíu hefur grátbeðið yfirvöld þar í landi um að gera meira til að finna hann. Forseti Brasilíu ýjaði að því hvarf blaðamannsins og samferðamanns hans væri þeirra eigin sök.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×