Íslandsmeistarar Vals voru ekki lengi að setja mark sitt á leikinn, en Ásdís Karen Halldórsdóttir kom heimakonum yfir strax á sjöttu mínútu. Það reyndist þó eina mark fyrri hálfleiksins og staðan því 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja.
Það var svo Arna Sif Ásgrímsdóttir sem tvöfaldaði forystu Vals þegar hún skallaði hornspyrnu Ásdísar Karenar Halldórsdóttur í netið á 50. mínútu.
Valskonur gerðu svo endanlega út um leikinn þegar Mist Edvardsdóttir skraði þriðja mark liðsins þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka.
Niðurstaðan varð því 3-0 sigur Vals og Íslandsmeistararnir eru á leið í undanúrslit Mjólkurbikarsins. Fyrr í kvöld tryggðu Stjarnan og Selfoss sér einnig sæti í undanúrslitum.
Upplýsingar um úrslit og markaskorara fengust á Fótbolti.net.