Ódæðið í Berlín sagt viljaverk án tengsla við hryðjuverkasamtök Eiður Þór Árnason skrifar 9. júní 2022 20:33 Atvikið átti sér stað við Minningarkirkju Vilhjálms keisara og mannmargar verslunargötur í miðborg Berlínar. Ap/Michael Sohn Lögregla telur að maður sem keyrði inn í mannfjölda í Berlín í Þýskalandi í gær með þeim afleiðingum að kona lést og 31 slasaðist hafi gert það af ásetningi. Ekki leikur grunur á því að sakborningurinn hafi tengsl við hryðjuverkasamtök. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, hefur fordæmt árásina og lýst henni sem grimmdarlegu ódæði. Franziska Giffey, borgarstjóri Berlínar, sagði í samtali við þýska miðla að gærdagurinn væri dimmur dagur í sögu borgarinnar. Hún bætti við að hinn grunaði, sem situr enn í gæsluvarðhaldi, glími við alvarlega geðkvilla. Þá hafi hann haft uppi ýmsar „ruglingslegar staðhæfingar.“ Fram kemur í stuttri yfirlýsingu sem lögreglan sendi frá sér í dag að hún telji verknaðinn hafa verið viljaverk og að grunur leiki á því að hinn 29 ára sakborningur eigi við andleg veikindi að stríða. Þetta kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC en þýska lögreglan greindi frá því í gær að um væri að ræða 29 ára karlmann með þýskan og armenskan ríkisborgararétt sem búsettur væri í Berlín. Maðurinn er sagður hafa notað bifreið í eigu systur sinnar til að fremja verknaðinn. Að sögn lögreglu í gær ók maðurinn á fólk sem stóð á götuhorni áður en hann færði sig aftur á veginn og endaði inni í nálægri verslun.AP/Michael Sohn Veikur maður sem hafi gengið berseksgang Að sögn þýskra miðla hefur maðurinn verið samvinnuþýður við rannsókn málsins. Ekki eru vísbendingar um að maðurinn hafi nokkur tengsl við skipulögð hryðjuverkasamtök, að sögn saksóknara sem segir manninn sýna einkenni ofsóknargeðklofa. Systir mannsins sagði í samtali við þýska götublaðið Bild að hann glími við „alvarleg vandamál“ og Iris Spranger innanríkisráðherra hefur sagt að gögn bendi til að „um sé að ræða andlega veikan mann sem hafi gengið berserksgang.“ Saksóknari hefur lagt það til að maðurinn verði vistaður á geðheilbrigðisstofnun fram að réttarhöldum í málinu. Spranger, sem er ráðherra dómsmála, sagði að í bílnum hafi fundist skilti þar sem maðurinn „lýsi skoðunum sínum á Tyrklandi“ en hafnaði fyrri fréttaflutningi þar sem staðhæft var að játning hafi fundist um borð. Meðal hinna slösuðu eru nemendur frá þýska smábænum Bad Arolsen sem voru á skólaferðalagi í Berlín til að fanga próflokum. Sjö þeirra eru alvarlega slasaðir að sögn saksóknara. Konan sem lést í árásinni reyndist vera kennarinn þeirra en annar kennari úr ferðinni er sagður vera í lífshættu. Þýskaland Tengdar fréttir Verið á staðnum ef þau hefðu ekki sofið yfir sig Íslendingur sem staddur er í Berlín skammt frá því þar sem ökumaður ók inn í mannfjölda með þeim afleiðingum að einn lést og tugir særðust segir það tilviljun að hann hafi ekki verið á svæðinu þegar atvikið átti sér stað. 8. júní 2022 11:50 Einn látinn og fleiri slasaðir eftir að bíl var ekið inn í hóp fólks í Berlín Einn er látinn og minnst tólf aðrir slasaðir eftir að bifreið var ekið inn í hóp gangandi vegfarenda í Berlín í morgun. Samkvæmt lögreglu er óljóst á þessari stundu hvort um hafi verið að ræða viljaverk. Ökumaður grunaður um verknaðinn hefur verið handtekinn og er nú í gæsluvarðhaldi. 8. júní 2022 09:39 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, hefur fordæmt árásina og lýst henni sem grimmdarlegu ódæði. Franziska Giffey, borgarstjóri Berlínar, sagði í samtali við þýska miðla að gærdagurinn væri dimmur dagur í sögu borgarinnar. Hún bætti við að hinn grunaði, sem situr enn í gæsluvarðhaldi, glími við alvarlega geðkvilla. Þá hafi hann haft uppi ýmsar „ruglingslegar staðhæfingar.“ Fram kemur í stuttri yfirlýsingu sem lögreglan sendi frá sér í dag að hún telji verknaðinn hafa verið viljaverk og að grunur leiki á því að hinn 29 ára sakborningur eigi við andleg veikindi að stríða. Þetta kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC en þýska lögreglan greindi frá því í gær að um væri að ræða 29 ára karlmann með þýskan og armenskan ríkisborgararétt sem búsettur væri í Berlín. Maðurinn er sagður hafa notað bifreið í eigu systur sinnar til að fremja verknaðinn. Að sögn lögreglu í gær ók maðurinn á fólk sem stóð á götuhorni áður en hann færði sig aftur á veginn og endaði inni í nálægri verslun.AP/Michael Sohn Veikur maður sem hafi gengið berseksgang Að sögn þýskra miðla hefur maðurinn verið samvinnuþýður við rannsókn málsins. Ekki eru vísbendingar um að maðurinn hafi nokkur tengsl við skipulögð hryðjuverkasamtök, að sögn saksóknara sem segir manninn sýna einkenni ofsóknargeðklofa. Systir mannsins sagði í samtali við þýska götublaðið Bild að hann glími við „alvarleg vandamál“ og Iris Spranger innanríkisráðherra hefur sagt að gögn bendi til að „um sé að ræða andlega veikan mann sem hafi gengið berserksgang.“ Saksóknari hefur lagt það til að maðurinn verði vistaður á geðheilbrigðisstofnun fram að réttarhöldum í málinu. Spranger, sem er ráðherra dómsmála, sagði að í bílnum hafi fundist skilti þar sem maðurinn „lýsi skoðunum sínum á Tyrklandi“ en hafnaði fyrri fréttaflutningi þar sem staðhæft var að játning hafi fundist um borð. Meðal hinna slösuðu eru nemendur frá þýska smábænum Bad Arolsen sem voru á skólaferðalagi í Berlín til að fanga próflokum. Sjö þeirra eru alvarlega slasaðir að sögn saksóknara. Konan sem lést í árásinni reyndist vera kennarinn þeirra en annar kennari úr ferðinni er sagður vera í lífshættu.
Þýskaland Tengdar fréttir Verið á staðnum ef þau hefðu ekki sofið yfir sig Íslendingur sem staddur er í Berlín skammt frá því þar sem ökumaður ók inn í mannfjölda með þeim afleiðingum að einn lést og tugir særðust segir það tilviljun að hann hafi ekki verið á svæðinu þegar atvikið átti sér stað. 8. júní 2022 11:50 Einn látinn og fleiri slasaðir eftir að bíl var ekið inn í hóp fólks í Berlín Einn er látinn og minnst tólf aðrir slasaðir eftir að bifreið var ekið inn í hóp gangandi vegfarenda í Berlín í morgun. Samkvæmt lögreglu er óljóst á þessari stundu hvort um hafi verið að ræða viljaverk. Ökumaður grunaður um verknaðinn hefur verið handtekinn og er nú í gæsluvarðhaldi. 8. júní 2022 09:39 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Verið á staðnum ef þau hefðu ekki sofið yfir sig Íslendingur sem staddur er í Berlín skammt frá því þar sem ökumaður ók inn í mannfjölda með þeim afleiðingum að einn lést og tugir særðust segir það tilviljun að hann hafi ekki verið á svæðinu þegar atvikið átti sér stað. 8. júní 2022 11:50
Einn látinn og fleiri slasaðir eftir að bíl var ekið inn í hóp fólks í Berlín Einn er látinn og minnst tólf aðrir slasaðir eftir að bifreið var ekið inn í hóp gangandi vegfarenda í Berlín í morgun. Samkvæmt lögreglu er óljóst á þessari stundu hvort um hafi verið að ræða viljaverk. Ökumaður grunaður um verknaðinn hefur verið handtekinn og er nú í gæsluvarðhaldi. 8. júní 2022 09:39