Liverpool nær samkomulagi við Núñez Valur Páll Eiríksson skrifar 9. júní 2022 13:51 Nunez í baráttunni við Joel Matip í leik Liverpool og Benfica í Meistaradeildinni í vor. Fátt virðist koma í veg fyrir að þeir verði liðsfélagar á næstu dögum. Marc Atkins/Getty Images Liverpool hefur samið við úrúgvæska framherjann Darwin Núñez um kaup og kjör og aðeins samkomulag um kaupverð stendur í vegi fyrir vistaskiptum hans frá Benfica í Portúgal til ensku bikarmeistaranna. The Athletic greinir frá því að Liverpool hafi náð samkomulagi við Núñez. Greint var frá því í gær að Liverpool væri í viðræðum við Benfica um kaup á honum og virðist félagið hafa unnið hratt í samningamálum við leikmanninn sjálfan. Búist er við því að hann muni kosta Liverpool allt að 100 milljónir evra, um 80 milljónir punda, og yrði hann þar með dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Líklegt þykir að Liverpool greiði 80 milljónir evra fyrirfram og 20 milljónir geti fylgt í árangurstengdum greiðslum. Núñez er sagður hafa samþykkt fimm ára samning með um sex milljónir evra í árslaun. Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, er sagður vera mikill aðdáandi leikmannsins en hann skoraði 34 mörk í 41 leik fyrir Benfica á síðustu leiktíð, þar á meðal skoraði hann gegn Liverpool er liðin áttust við í Meistaradeild Evrópu. Klopp heillaðist víst mikið af þeim úrúgvæska í einvígi liðanna og Virgil van Dijk, miðvörður Liverpool, lét nýlega hafa eftir sér að Núñez væri á meðal öflugustu mótherja sem hann hefði mætt. Líklegt þykir að Núñez fylli í skarð Sadio Mané hjá Liverpool en sá senegalski er líklega á leið til Bayern Munchen í Þýskalandi. Þau skipti hafa legið í loftinu um þónokkurn tíma en félögin eiga þar eftir að ná samkomulagi um kaupverð. Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Sjá meira
The Athletic greinir frá því að Liverpool hafi náð samkomulagi við Núñez. Greint var frá því í gær að Liverpool væri í viðræðum við Benfica um kaup á honum og virðist félagið hafa unnið hratt í samningamálum við leikmanninn sjálfan. Búist er við því að hann muni kosta Liverpool allt að 100 milljónir evra, um 80 milljónir punda, og yrði hann þar með dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Líklegt þykir að Liverpool greiði 80 milljónir evra fyrirfram og 20 milljónir geti fylgt í árangurstengdum greiðslum. Núñez er sagður hafa samþykkt fimm ára samning með um sex milljónir evra í árslaun. Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, er sagður vera mikill aðdáandi leikmannsins en hann skoraði 34 mörk í 41 leik fyrir Benfica á síðustu leiktíð, þar á meðal skoraði hann gegn Liverpool er liðin áttust við í Meistaradeild Evrópu. Klopp heillaðist víst mikið af þeim úrúgvæska í einvígi liðanna og Virgil van Dijk, miðvörður Liverpool, lét nýlega hafa eftir sér að Núñez væri á meðal öflugustu mótherja sem hann hefði mætt. Líklegt þykir að Núñez fylli í skarð Sadio Mané hjá Liverpool en sá senegalski er líklega á leið til Bayern Munchen í Þýskalandi. Þau skipti hafa legið í loftinu um þónokkurn tíma en félögin eiga þar eftir að ná samkomulagi um kaupverð.
Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Sjá meira