Innlent

Svona var blaða­manna­fundur lög­reglu vegna tveggja um­­fangs­­mikilla rann­­sókna

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Ólafur Björn Sverrisson skrifa
Boðað hefur verið til blaðamannafundar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag.
Boðað hefur verið til blaðamannafundar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag. vísir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu boðaði til blaðamannafundar í dag klukkan 14. Fjallað var um aðgerðir lögreglu vegna skipulagðrar brotastarfsemi hér á landi og greint frá tveimur umfangsmiklum rannsóknum lögreglu í málaflokknum.

Fundinum var streymt hér á Vísi en hægt er að horfa á hann í spilara hér neðar í fréttinni. 

Fulltrúar lögreglunnar á fundinum voru Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri, Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðsstjóri ákærusviðs, Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn og Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.

Fengu aðgang að dulkóðuðum skilaboðum 

Þrír eru nú í gæsluvarðhaldi eftir aðgerðir lögreglu í síðasta mánuði vegna gruns um framleiðslu á 117,5 kílóum af amfetamíni hér á landi. Tíu voru handteknir í aðgerðum lögreglu og fimm úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Þrír eru enn í varðhaldi.

Upp hafi komist um málin eftir að lögregla hafi fyrir tveimur árum fengið aðgang skeytasendingum íslenskra glæpamanna á dulkóðuðu forriti sem lögregla í Frakklandi hafi brotist inn í.

 Við greindum einnig frá vendingum fundarins í textalýsingu hér að neðan. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira
×