Segja að Ekvador verði hent út af HM vegna falsaðs vegabréfs Valur Páll Eiríksson skrifar 9. júní 2022 10:35 Hætt er við því að Byron Castillo muni kosta „þjóð sína“ sæti á HM í Katar í vetur. Maddie Meyer - FIFA/FIFA via Getty Images Hætt er við því að Ekvador fái ekki að taka þátt á HM karla í fótbolta í Katar í vetur. Síle fái sæti liðsins þar sem ólöglegur leikmaður, með falsað ekvadorskt vegabréf, spilaði með liðinu í undankeppninni. Ekvadorum gekk vonum framar í undankeppninni og komst beint á mótið gegnum Suður-Ameríkuriðilinn og skildi eftir stórliðin Kólumbíu og Síle sem komust ekki á mótið. Þetta er í fjórða sinn sem Ekvador kemst á HM, á eftir mótunum 2002, 2006 og 2014 - ef þeir fá yfirhöfuð að taka þátt. Hægri bakvörðurinn Byron Castillo á sjö landsleiki að baki með Ekvador, alla í undankeppni HM 2022. Hann hefur leikið allan sinn feril í landinu, og er nú á mála hjá Barcelona SC í efstu deild Ekvadors. Castillo var fyrst ásakaður um að vera Kólumbíumaður en ekki Ekvadori þegar hann lék með yngri landsliðum Ekvador árið 2017, en Ekvador og Kólumbía deila landamærum. Hann er þá sakaður um að hafa falsað fæðingarvottorð sitt og vegabréf árið 2019 til að komast hjá frekara veseni. Rannsóknir hófust í febrúar á þessu ári vegna ásakana á hendur Castillo en niðurstaða þeirra voru tilkynntar í apríl og sögðu vann vissulega vera Ekvadora. Í síðasta mánuði hófust ásakanir á ný og sendi knattspyrnusamband Síle formlega kvörtun til FIFA vegna þjóðernis hans. Samkvæmt kvörtun Sílemanna er Castillo fæddur í Tumaco í Kólumbíu, sem er við landamærin að Ekvador, árið 1995. Skjöl Castillos segja hann hins vegar fæddan í Playas í Ekvador árið 1998. Eduardo Carlezzo, lögmaður Síle í málinu, segir: „Foreldrar hans eru fæddir í Tumaco, Byron er fæddur í Tumaco og var skírður í Tumaco. Hugmyndin er að greina frá þessu með skýrum og opnum hætti. Allar rökfærslur og skjöl sem við höfum safnað benda til þessa,“ Samkvæmt TV Azteca og fleiri suður-amerískum miðlum sammælist FIFA lögmanninum Carlezzo og hefur þegar tekið ákvörðun um að vísa Ekvador af HM vegna málsins. Tilkynnt verði um það á allra næstu dögum. Hvert einasta stig sem Ekvador vann sér inn með Castillo innanborðs verði þess vegna dregið af því, sem muni senda liðið í neðsta sæti. Það muni einnig skjóta Síle upp úr sjöunda sæti, upp í það fjórða og fá Sílemenn þar af leiðandi sæti Ekvadora á mótinu. Kólumbía, í sjötta sæti, situr eftir með sárt ennið en Perú, sem lenti í því fimmta, verður ekki fyrir áhrifum af málinu. Perú er á leið í umspilsleik gegn Ástralíu þann 13. júní um sæti á HM í Katar. HM í Katar hefst 21. nóvember og búið er að draga í riðla. Ekvador lenti í A-riðli mótsins með heimamönnum í Katar, Hollandi og Senegal. HM 2022 í Katar Ekvador Kólumbía FIFA Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Fleiri fréttir Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Sjá meira
Ekvadorum gekk vonum framar í undankeppninni og komst beint á mótið gegnum Suður-Ameríkuriðilinn og skildi eftir stórliðin Kólumbíu og Síle sem komust ekki á mótið. Þetta er í fjórða sinn sem Ekvador kemst á HM, á eftir mótunum 2002, 2006 og 2014 - ef þeir fá yfirhöfuð að taka þátt. Hægri bakvörðurinn Byron Castillo á sjö landsleiki að baki með Ekvador, alla í undankeppni HM 2022. Hann hefur leikið allan sinn feril í landinu, og er nú á mála hjá Barcelona SC í efstu deild Ekvadors. Castillo var fyrst ásakaður um að vera Kólumbíumaður en ekki Ekvadori þegar hann lék með yngri landsliðum Ekvador árið 2017, en Ekvador og Kólumbía deila landamærum. Hann er þá sakaður um að hafa falsað fæðingarvottorð sitt og vegabréf árið 2019 til að komast hjá frekara veseni. Rannsóknir hófust í febrúar á þessu ári vegna ásakana á hendur Castillo en niðurstaða þeirra voru tilkynntar í apríl og sögðu vann vissulega vera Ekvadora. Í síðasta mánuði hófust ásakanir á ný og sendi knattspyrnusamband Síle formlega kvörtun til FIFA vegna þjóðernis hans. Samkvæmt kvörtun Sílemanna er Castillo fæddur í Tumaco í Kólumbíu, sem er við landamærin að Ekvador, árið 1995. Skjöl Castillos segja hann hins vegar fæddan í Playas í Ekvador árið 1998. Eduardo Carlezzo, lögmaður Síle í málinu, segir: „Foreldrar hans eru fæddir í Tumaco, Byron er fæddur í Tumaco og var skírður í Tumaco. Hugmyndin er að greina frá þessu með skýrum og opnum hætti. Allar rökfærslur og skjöl sem við höfum safnað benda til þessa,“ Samkvæmt TV Azteca og fleiri suður-amerískum miðlum sammælist FIFA lögmanninum Carlezzo og hefur þegar tekið ákvörðun um að vísa Ekvador af HM vegna málsins. Tilkynnt verði um það á allra næstu dögum. Hvert einasta stig sem Ekvador vann sér inn með Castillo innanborðs verði þess vegna dregið af því, sem muni senda liðið í neðsta sæti. Það muni einnig skjóta Síle upp úr sjöunda sæti, upp í það fjórða og fá Sílemenn þar af leiðandi sæti Ekvadora á mótinu. Kólumbía, í sjötta sæti, situr eftir með sárt ennið en Perú, sem lenti í því fimmta, verður ekki fyrir áhrifum af málinu. Perú er á leið í umspilsleik gegn Ástralíu þann 13. júní um sæti á HM í Katar. HM í Katar hefst 21. nóvember og búið er að draga í riðla. Ekvador lenti í A-riðli mótsins með heimamönnum í Katar, Hollandi og Senegal.
HM 2022 í Katar Ekvador Kólumbía FIFA Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Fleiri fréttir Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Sjá meira