Enski boltinn

Van Gaal varar leikmann Ajax við því að fara til Man Utd

Atli Arason skrifar
Louis van Gaal stýrir hollenska landsliðinu.
Louis van Gaal stýrir hollenska landsliðinu. EPA-EFE/MAURICE VAN STEEN

Louis van Gaal, þjálfari hollenska landsliðsins og fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United hefur varað Jurrien Timber, leikman Ajax, við því að fara til enska liðsins.

Timber á 9 leiki fyrir hollenska landsliðið en hann verður 21 árs gamall síðar í júní. Leikmaðurinn hefur verið í Ajax frá árinu 2014 og spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik undir stjórn Erik ten Hag, núverandi knattspyrnustjóra Manchester United. Ten Hag er sagður hafa áhuga að taka Timber með sér á Old Trafford en Van Gaal líst ekki vel á þá hugmynd.

Timber spilar sem miðvörður en fyrir hjá Manchester United eru leikmenn á borð við Raphael Varane og Harry Maguire. Van Gaal óttast að Timber fái ekki nógu mikinn leiktíma hjá liðinu en heimsmeistaramótið er eftir 6 mánuði.

„Ég held að leikmaður á hans gæðastigi geti spilað í ensku úrvalsdeildinni en það er spurning hvort hann þurfi að taka þetta stóra skref núna. Það er kannski ekki svo sniðugt því hann verður að fá að spila,“ sagði Louis van Gaal á fréttamannafundi hollenska liðsins fyrir leikinn gegn Wales í Þjóðadeildinni. Holland vann leikinn í gær 1-2 en Timber kom ekki við sögu.

Holland er í riðli með Ekvador, Senegal og gestgjöfum Katar á HM í desember 2022.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.