Kennari í Uvalde segir lögreglumenn „raggeitur“ Kjartan Kjartansson skrifar 8. júní 2022 12:30 Krossar með nöfnum barnanna og kennaranna sem voru myrtir í Uvalde í Texas 24. maí. AP/Jae C. Hong Lögreglumenn sem biðu í klukkustund áður en þeir létu loks til skarar skríða á meðan byssumaður myrti nítján börn og tvo kennara í bænum Uvalde í Texas eru „raggeitur“, að sögn kennara sem særðist í árásinni. Hann segist aldrei geta fyrirgefið lögreglunni. Viðbrögð lögreglunnar í Uvalde við skotárásinni í síðasta mánuði hafa sætt harðri gagnrýni og hafa bæði ríkis- og alríkisyfirvöld þau til rannsóknar. Lögreglumenn biðu frammi á gangi á meðan byssumaðurinn var læstur inni í skólastofu með nemendum í klukkustund áður en sérsveit landamæravarða fékk lykil frá húsverði og felldi morðingjann. Frá Columbine-harmleiknum fyrir meira en tuttugu árum hefur lögreglu verið ráðlagt að mæta byssumanni sem fyrst til þess að koma í veg fyrir að þeir drepi fleiri og til að hægt sé að koma særðum til aðstoðar. Í tilfinningaríku viðtali við ABC-sjónvarpsstöðina úthúðaði Arnulfo Reyes, sem varð fyrir tveimur byssukúlum í árasinni, lögreglunni fyrir athafnaleysið. „Þið voruð í skotheldum vestum. Ég hafði ekkert. Ég hafði ekkert!“ sagði Reyes grátandi. Ekkert gæti afsakað viðbrögð lögreglunnar. Öll ellefu börnin sem voru í skólastofunni með Reyes létust. EXCLUSIVE: Arnulfo Reyes, teacher wounded in Uvalde shooting, to @arobach: I will not let these children and my coworkers die in vain. I will not. I will go to the end of the world to not let my students die in vain. https://t.co/QVFp3mciRo pic.twitter.com/ZkcioTBQ7W— ABC News (@ABC) June 7, 2022 Barn kallaði á lögreglu en var skotið Reyes lýsti því hvernig hann var einn með hluta bekkjarins eftir verðlaunahátíð fyrr um daginn. Skyndilega hófst skothríð og Reyes skipaði nemendunum að skríða undir borðin sín og látast sofa. Þegar hann smalaði börnunum þangað varð honum litið við og sá byssumanninn. Hann varð fyrir tveimur byssukúlum. Önnur þeirra hæfði handlegg hans og lunga en hin bakið. Þegar kennarinn féll í gólfið ákvað hann að þykjast líka vera sofandi. Bað hann bænir og vonaðist til þess að nemendurnir þegðu. Hann heyrði nemanda í annarri skólastofu kalla á lögreglumann. Byssumaðurinn hafi þá staðið upp og skotið aftur. Byssukúlum hafi svo rignt þegar landamæraverðir réðust loks inn í skólastofuna þar sem byssumaðurinn var. „Þeir eru raggeitur. Þeir sátu þarna og gerðu ekkert fyrir samfélagið okkar. Þeir tóku langan tíma í að ráðast inn. Ég mun aldrei fyrirgefa þeim,“ sagði Reyes. Komið hefur fram að á meðan lögreglumenn biðu fram á gangi hafi börn inni í skólastofunum reynt í örvæntingu hringt í neyðarlínu til að biðja um hjálp. Yfirmaður aðgerðarinnar á vettvangi hafi ekki vitað af þeim símtölum og talið að ekki væri lengur virk hætta af byssumanninum. Lögreglustjórinn hefur ekki tjáð sig um atburðina. Skotárás í grunnskóla í Uvalde Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segja að lögreglustjórinn hafi ekki verið látinn vita af örvæntingarfullum símtölum nemendanna Lögreglustjórinn sem stýrði aðgerðum þegar byssumaður skaut nítján börn og tvo kennara til bana í Texas var ekki látinn vita af því að börn sem væru föst inni í skólastofu með honum hefðu hringt í neyðarlínu. Viðbrögð lögreglu hafa sætt harðri gagnrýni. 3. júní 2022 09:15 Leita svara um hæg viðbrögð lögreglunnar í Uvalde Rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins er sögð geta varpað ljósi á hvers vegna lögreglumenn biðu í klukkustund áður en þeir létu til skarar skríða gegn byssumanni sem myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í síðustu viku. Byrjað var bera fyrstu fórnarlömbin til grafar í gær. 31. maí 2022 09:30 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Viðbrögð lögreglunnar í Uvalde við skotárásinni í síðasta mánuði hafa sætt harðri gagnrýni og hafa bæði ríkis- og alríkisyfirvöld þau til rannsóknar. Lögreglumenn biðu frammi á gangi á meðan byssumaðurinn var læstur inni í skólastofu með nemendum í klukkustund áður en sérsveit landamæravarða fékk lykil frá húsverði og felldi morðingjann. Frá Columbine-harmleiknum fyrir meira en tuttugu árum hefur lögreglu verið ráðlagt að mæta byssumanni sem fyrst til þess að koma í veg fyrir að þeir drepi fleiri og til að hægt sé að koma særðum til aðstoðar. Í tilfinningaríku viðtali við ABC-sjónvarpsstöðina úthúðaði Arnulfo Reyes, sem varð fyrir tveimur byssukúlum í árasinni, lögreglunni fyrir athafnaleysið. „Þið voruð í skotheldum vestum. Ég hafði ekkert. Ég hafði ekkert!“ sagði Reyes grátandi. Ekkert gæti afsakað viðbrögð lögreglunnar. Öll ellefu börnin sem voru í skólastofunni með Reyes létust. EXCLUSIVE: Arnulfo Reyes, teacher wounded in Uvalde shooting, to @arobach: I will not let these children and my coworkers die in vain. I will not. I will go to the end of the world to not let my students die in vain. https://t.co/QVFp3mciRo pic.twitter.com/ZkcioTBQ7W— ABC News (@ABC) June 7, 2022 Barn kallaði á lögreglu en var skotið Reyes lýsti því hvernig hann var einn með hluta bekkjarins eftir verðlaunahátíð fyrr um daginn. Skyndilega hófst skothríð og Reyes skipaði nemendunum að skríða undir borðin sín og látast sofa. Þegar hann smalaði börnunum þangað varð honum litið við og sá byssumanninn. Hann varð fyrir tveimur byssukúlum. Önnur þeirra hæfði handlegg hans og lunga en hin bakið. Þegar kennarinn féll í gólfið ákvað hann að þykjast líka vera sofandi. Bað hann bænir og vonaðist til þess að nemendurnir þegðu. Hann heyrði nemanda í annarri skólastofu kalla á lögreglumann. Byssumaðurinn hafi þá staðið upp og skotið aftur. Byssukúlum hafi svo rignt þegar landamæraverðir réðust loks inn í skólastofuna þar sem byssumaðurinn var. „Þeir eru raggeitur. Þeir sátu þarna og gerðu ekkert fyrir samfélagið okkar. Þeir tóku langan tíma í að ráðast inn. Ég mun aldrei fyrirgefa þeim,“ sagði Reyes. Komið hefur fram að á meðan lögreglumenn biðu fram á gangi hafi börn inni í skólastofunum reynt í örvæntingu hringt í neyðarlínu til að biðja um hjálp. Yfirmaður aðgerðarinnar á vettvangi hafi ekki vitað af þeim símtölum og talið að ekki væri lengur virk hætta af byssumanninum. Lögreglustjórinn hefur ekki tjáð sig um atburðina.
Skotárás í grunnskóla í Uvalde Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segja að lögreglustjórinn hafi ekki verið látinn vita af örvæntingarfullum símtölum nemendanna Lögreglustjórinn sem stýrði aðgerðum þegar byssumaður skaut nítján börn og tvo kennara til bana í Texas var ekki látinn vita af því að börn sem væru föst inni í skólastofu með honum hefðu hringt í neyðarlínu. Viðbrögð lögreglu hafa sætt harðri gagnrýni. 3. júní 2022 09:15 Leita svara um hæg viðbrögð lögreglunnar í Uvalde Rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins er sögð geta varpað ljósi á hvers vegna lögreglumenn biðu í klukkustund áður en þeir létu til skarar skríða gegn byssumanni sem myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í síðustu viku. Byrjað var bera fyrstu fórnarlömbin til grafar í gær. 31. maí 2022 09:30 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Segja að lögreglustjórinn hafi ekki verið látinn vita af örvæntingarfullum símtölum nemendanna Lögreglustjórinn sem stýrði aðgerðum þegar byssumaður skaut nítján börn og tvo kennara til bana í Texas var ekki látinn vita af því að börn sem væru föst inni í skólastofu með honum hefðu hringt í neyðarlínu. Viðbrögð lögreglu hafa sætt harðri gagnrýni. 3. júní 2022 09:15
Leita svara um hæg viðbrögð lögreglunnar í Uvalde Rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins er sögð geta varpað ljósi á hvers vegna lögreglumenn biðu í klukkustund áður en þeir létu til skarar skríða gegn byssumanni sem myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í síðustu viku. Byrjað var bera fyrstu fórnarlömbin til grafar í gær. 31. maí 2022 09:30