Fótbolti

Liverpool hafnar „hlægilegu“ öðru tilboði Bayern

Valur Páll Eiríksson skrifar
Mane gæti þurft að bíða eftir brottfararspjaldi frá Liverpool.
Mane gæti þurft að bíða eftir brottfararspjaldi frá Liverpool. vísir/getty

Liverpool hefur hafnað öðru tilboði Þýskalandsmeistara Bayern München í Senegalann Sadio Mané. Enska liðið vill fá töluvert meira fyrir leikmanninn og greina breskir fjölmiðlar frá því að forráðamönnum Liverpool hafi þótt tilboðið „hlægilegt“.

Bayern bauð 23,5 milljónir punda í Mané, sem gat með árangurstengdum greiðslum hækkað í 30 milljónir. The Athletic og fleiri breskir miðlar greina frá því að boðinu hafi verið snarlega hafnað af Liverpool. 

Nýja boðið hefði aðeins náð upp í 30 milljónirnar ef Bayern myndi vinna Meistaradeildina og Mané ynni Gullknöttinn, Ballon d'Or, sem besti leikmaður heims, á næstu þremur árum. Samkvæmt heimildum breskra miðla þótti forráðamönnum Liverpool þessar viðbótargreiðslur „hlægilegar“.

Í síðustu viku bauð Bayern München bauð 21 milljón punda, sem gat risið upp í 25 milljónir með árangurstengdum greiðslum, og tryggði nýja boðið Liverpool því aðeins 2,5 milljónir til viðbótar - ef aukagreiðslurnar eru frátaldar.

Liverpool er sagt vilja lágmark 40 milljónir punda fyrir Mané.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.