Úkraína stendur í þakkarskuld við Wales Atli Arason skrifar 6. júní 2022 23:31 Oleksandr Petrakov, þjálfari Úkraínu, á hliðarlínunni í leiknum gegn Wales. Getty Images Oleksandr Petrakov, þjálfari úkraínska landsliðsins, bað þjóð sína afsökunar og segir Úkraínumenn standa í þakkarskuld við Wales á tilfinningaþrungnum fréttamannafundi eftir 1-0 tap Úkraínu í Wales í gær. „Dauðaþögn“ var orðið sem Petrakov notaði til að lýsa því hvernig andrúmsloftið var í búningsherbergi Úkraínu eftir leik. Leikmenn liðsins fengu úkraínska fánan að gjöf fyrir leikinn í gær frá hermönnum sem eru að verja landið þeirra fyrir innrás Rússa. Á fánanum voru skilaboð til stuðnings landsliðsins. Úkraínska landsliðið í fótbolta hefur verið ljósið í myrkrinu hjá úkraínsku þjóðinni á erfiðum tímum. Liðið hafði náð lygilega góðum árangri og var einungis einum leik frá því að komast á sitt annað heimsmeistaramót frá upphafi. Landsliðsþjálfarinn var klökkur á fjölmiðlafundi eftir tapið. „Ég held að við höfum gert allt sem við gátum en ég vil að fólkið í Úkraínu muni eftir liðinu okkar, baráttuviljanum okkar. Mig langar að biðjast afsökunar á því að okkur tókst ekki að skora en svona getur fótboltinn verið. Svona fór þetta í kvöld en... ég veit ekki hvað ég á að segja. Ég er alveg orðlaus,“ sagði Petrakov sem átti í erfiðleikum með að halda aftur af tilfinningum sínum. „Ekki gleyma því sem er að gerast í Úkraínu. Það er stríð þar útum allt land. Það eru börn og konur að deyja á hverjum degi. Innviðir okkar hafa verið lagðir í rúst af rússneskum villimönnum.“ „Við erum bara að reyna að vernda okkar eigið landsvæði. Við biðjum ykkur um að styðja okkur, við viljum að þið skiljið allt það sem er í gangi heima hjá okkur. Það er óskandi að ekkert þessu líkt komi fyrir ykkur eða neinn annan,“ sagði Petrakov við dynjandi lófatak á fjölmiðlafundinum í Cardiff. Leikurinn í Cardiff í gær var óhefðbundin af því leyti að enginn öryggisgæsla skildi hópa stuðningsmanna hvors liðs í sundur. Ekki þurfti gæslu til að halda frið og ró, öllum virtist koma vel saman. Wales hefur tekið á móti tæplega 4.000 manns á flótta frá Úkraínu frá því að stríðið hófst. Knattspyrnusamband Wales, FAW, gaf 100 miða á völlinn til flóttafólks frá Úkraínu. Petrakov lokaði fjölmiðlafundinum með því að þakka gestgjöfunum í Wales. „Ég vil sýna Wales þakklæti. Ég óska ykkur alls hins besta á heimsmeistaramótinu. Úkraína stendur í þakkarskuld við Wales. Þakka ykkur fyrir,“ sagði Petrakov að endingu. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína HM 2022 í Katar Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Sjá meira
„Dauðaþögn“ var orðið sem Petrakov notaði til að lýsa því hvernig andrúmsloftið var í búningsherbergi Úkraínu eftir leik. Leikmenn liðsins fengu úkraínska fánan að gjöf fyrir leikinn í gær frá hermönnum sem eru að verja landið þeirra fyrir innrás Rússa. Á fánanum voru skilaboð til stuðnings landsliðsins. Úkraínska landsliðið í fótbolta hefur verið ljósið í myrkrinu hjá úkraínsku þjóðinni á erfiðum tímum. Liðið hafði náð lygilega góðum árangri og var einungis einum leik frá því að komast á sitt annað heimsmeistaramót frá upphafi. Landsliðsþjálfarinn var klökkur á fjölmiðlafundi eftir tapið. „Ég held að við höfum gert allt sem við gátum en ég vil að fólkið í Úkraínu muni eftir liðinu okkar, baráttuviljanum okkar. Mig langar að biðjast afsökunar á því að okkur tókst ekki að skora en svona getur fótboltinn verið. Svona fór þetta í kvöld en... ég veit ekki hvað ég á að segja. Ég er alveg orðlaus,“ sagði Petrakov sem átti í erfiðleikum með að halda aftur af tilfinningum sínum. „Ekki gleyma því sem er að gerast í Úkraínu. Það er stríð þar útum allt land. Það eru börn og konur að deyja á hverjum degi. Innviðir okkar hafa verið lagðir í rúst af rússneskum villimönnum.“ „Við erum bara að reyna að vernda okkar eigið landsvæði. Við biðjum ykkur um að styðja okkur, við viljum að þið skiljið allt það sem er í gangi heima hjá okkur. Það er óskandi að ekkert þessu líkt komi fyrir ykkur eða neinn annan,“ sagði Petrakov við dynjandi lófatak á fjölmiðlafundinum í Cardiff. Leikurinn í Cardiff í gær var óhefðbundin af því leyti að enginn öryggisgæsla skildi hópa stuðningsmanna hvors liðs í sundur. Ekki þurfti gæslu til að halda frið og ró, öllum virtist koma vel saman. Wales hefur tekið á móti tæplega 4.000 manns á flótta frá Úkraínu frá því að stríðið hófst. Knattspyrnusamband Wales, FAW, gaf 100 miða á völlinn til flóttafólks frá Úkraínu. Petrakov lokaði fjölmiðlafundinum með því að þakka gestgjöfunum í Wales. „Ég vil sýna Wales þakklæti. Ég óska ykkur alls hins besta á heimsmeistaramótinu. Úkraína stendur í þakkarskuld við Wales. Þakka ykkur fyrir,“ sagði Petrakov að endingu.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína HM 2022 í Katar Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Sjá meira