Úkraína stendur í þakkarskuld við Wales Atli Arason skrifar 6. júní 2022 23:31 Oleksandr Petrakov, þjálfari Úkraínu, á hliðarlínunni í leiknum gegn Wales. Getty Images Oleksandr Petrakov, þjálfari úkraínska landsliðsins, bað þjóð sína afsökunar og segir Úkraínumenn standa í þakkarskuld við Wales á tilfinningaþrungnum fréttamannafundi eftir 1-0 tap Úkraínu í Wales í gær. „Dauðaþögn“ var orðið sem Petrakov notaði til að lýsa því hvernig andrúmsloftið var í búningsherbergi Úkraínu eftir leik. Leikmenn liðsins fengu úkraínska fánan að gjöf fyrir leikinn í gær frá hermönnum sem eru að verja landið þeirra fyrir innrás Rússa. Á fánanum voru skilaboð til stuðnings landsliðsins. Úkraínska landsliðið í fótbolta hefur verið ljósið í myrkrinu hjá úkraínsku þjóðinni á erfiðum tímum. Liðið hafði náð lygilega góðum árangri og var einungis einum leik frá því að komast á sitt annað heimsmeistaramót frá upphafi. Landsliðsþjálfarinn var klökkur á fjölmiðlafundi eftir tapið. „Ég held að við höfum gert allt sem við gátum en ég vil að fólkið í Úkraínu muni eftir liðinu okkar, baráttuviljanum okkar. Mig langar að biðjast afsökunar á því að okkur tókst ekki að skora en svona getur fótboltinn verið. Svona fór þetta í kvöld en... ég veit ekki hvað ég á að segja. Ég er alveg orðlaus,“ sagði Petrakov sem átti í erfiðleikum með að halda aftur af tilfinningum sínum. „Ekki gleyma því sem er að gerast í Úkraínu. Það er stríð þar útum allt land. Það eru börn og konur að deyja á hverjum degi. Innviðir okkar hafa verið lagðir í rúst af rússneskum villimönnum.“ „Við erum bara að reyna að vernda okkar eigið landsvæði. Við biðjum ykkur um að styðja okkur, við viljum að þið skiljið allt það sem er í gangi heima hjá okkur. Það er óskandi að ekkert þessu líkt komi fyrir ykkur eða neinn annan,“ sagði Petrakov við dynjandi lófatak á fjölmiðlafundinum í Cardiff. Leikurinn í Cardiff í gær var óhefðbundin af því leyti að enginn öryggisgæsla skildi hópa stuðningsmanna hvors liðs í sundur. Ekki þurfti gæslu til að halda frið og ró, öllum virtist koma vel saman. Wales hefur tekið á móti tæplega 4.000 manns á flótta frá Úkraínu frá því að stríðið hófst. Knattspyrnusamband Wales, FAW, gaf 100 miða á völlinn til flóttafólks frá Úkraínu. Petrakov lokaði fjölmiðlafundinum með því að þakka gestgjöfunum í Wales. „Ég vil sýna Wales þakklæti. Ég óska ykkur alls hins besta á heimsmeistaramótinu. Úkraína stendur í þakkarskuld við Wales. Þakka ykkur fyrir,“ sagði Petrakov að endingu. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína HM 2022 í Katar Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Sjá meira
„Dauðaþögn“ var orðið sem Petrakov notaði til að lýsa því hvernig andrúmsloftið var í búningsherbergi Úkraínu eftir leik. Leikmenn liðsins fengu úkraínska fánan að gjöf fyrir leikinn í gær frá hermönnum sem eru að verja landið þeirra fyrir innrás Rússa. Á fánanum voru skilaboð til stuðnings landsliðsins. Úkraínska landsliðið í fótbolta hefur verið ljósið í myrkrinu hjá úkraínsku þjóðinni á erfiðum tímum. Liðið hafði náð lygilega góðum árangri og var einungis einum leik frá því að komast á sitt annað heimsmeistaramót frá upphafi. Landsliðsþjálfarinn var klökkur á fjölmiðlafundi eftir tapið. „Ég held að við höfum gert allt sem við gátum en ég vil að fólkið í Úkraínu muni eftir liðinu okkar, baráttuviljanum okkar. Mig langar að biðjast afsökunar á því að okkur tókst ekki að skora en svona getur fótboltinn verið. Svona fór þetta í kvöld en... ég veit ekki hvað ég á að segja. Ég er alveg orðlaus,“ sagði Petrakov sem átti í erfiðleikum með að halda aftur af tilfinningum sínum. „Ekki gleyma því sem er að gerast í Úkraínu. Það er stríð þar útum allt land. Það eru börn og konur að deyja á hverjum degi. Innviðir okkar hafa verið lagðir í rúst af rússneskum villimönnum.“ „Við erum bara að reyna að vernda okkar eigið landsvæði. Við biðjum ykkur um að styðja okkur, við viljum að þið skiljið allt það sem er í gangi heima hjá okkur. Það er óskandi að ekkert þessu líkt komi fyrir ykkur eða neinn annan,“ sagði Petrakov við dynjandi lófatak á fjölmiðlafundinum í Cardiff. Leikurinn í Cardiff í gær var óhefðbundin af því leyti að enginn öryggisgæsla skildi hópa stuðningsmanna hvors liðs í sundur. Ekki þurfti gæslu til að halda frið og ró, öllum virtist koma vel saman. Wales hefur tekið á móti tæplega 4.000 manns á flótta frá Úkraínu frá því að stríðið hófst. Knattspyrnusamband Wales, FAW, gaf 100 miða á völlinn til flóttafólks frá Úkraínu. Petrakov lokaði fjölmiðlafundinum með því að þakka gestgjöfunum í Wales. „Ég vil sýna Wales þakklæti. Ég óska ykkur alls hins besta á heimsmeistaramótinu. Úkraína stendur í þakkarskuld við Wales. Þakka ykkur fyrir,“ sagði Petrakov að endingu.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína HM 2022 í Katar Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Sjá meira