Arnar Þór: Fleiri leikmenn en Albert sem komu ekki inná í dag Smári Jökull Jónsson skrifar 6. júní 2022 21:57 Arnar Þór Viðarsson er landsliðsþjálfari Íslands. Vísir/Diego Arnar Þór Viðarsson sagði að það hefði verið taktísk ákvörðun að setja Albert Guðmundsson ekki inn á í síðari hálfleiknum gegn Albaníu í kvöld. Margir veltu fyrir sér af hverju Albert, sem leikur með Genoa í ítölsku Serie A deildinni, hefði ekkert komið við sögu í leiknum í kvöld. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari var spurður út í þetta á blaðamannafundi að leik loknum. „Þetta eru fimm skiptingar og þrjú tækifæri til skiptinga sem maður hefur. Maður þarf sem þjálfari að vera með ákveðna taktík fyrir leik og síðan í leiknum eftir því hvernig hann þróast,“ sagði Arnar Þór á blaðamannafundinum og bætti við að þreyta og meiðsli hefði haft áhrif á hvernig skiptingar Íslands urðu. „Til dæmis var það núna þannig eins og með Þóri (Jóhann Helgason), orkan var sú ekki sama hjá honum í dag, Jón Dagur spilaði mjög mikið í Ísrael og þetta voru tvær stöður sem við vildum nota eitt tækifæri til skiptingar í strax,“ sagði Arnar Þór en þá komu Hákon Arnar Haraldsson og Mikael Neville Anderson inná. Arnar Þór gefur sínum mönnum fyrirmæli á hliðarlínunni á meðan Alfons Sampsted gerir sig kláran í að taka innkast.Vísir/Diego „Birkir (Bjarnason) meiðist og fer útaf. Arnór Sigurðsson hefur ekki spilað mikið undanfarið og hann er búinn að gefa rosalega mikið af sér í þessum tveimur leikjum. Þá er spurning, við vorum með Albert og við vorum með Mikael Neville sem getur spilað hægri kant og Mikael Egil (Ellertsson) sem getur spilað hægra megin.“ „Það var einfaldlega taktísk ákvörðun að setja Mikael Egil inn á hægri kantinn og bíða aðeins með síðustu og fimmtu skiptinguna. Það voru fleiri leikmenn en Albert sem komu ekki inn á í dag.“ „Ég væri hundfúll út í hann ef hann væri ekki fúll“ Arnar Þór sagði Albert ekki sáttan með stöðuna. „Hann er hundfúll. Ég væri hundfúll út í hann ef hann væri ekki fúll. Það er liðsheild sem hefur alltaf fleytt okkur áfram, íslenska landsliðinu. Ég sagði líka við strákana út í Ísrael að við höldum alltaf að allir af okkar bestu leikmönnum hafi alltaf verið í byrjunarliðinu. Til dæmis var Jóhann Berg ekkert alltaf í byrjunarliðinu þegar hann var ungur, ekki heldur Birkir Bjarnason.“ Hann bætti við að Albert hefði spilað nær alla leiki síðan hann tók við sem landsliðsþjálfari. „Fyrir alla þá sem koma ekki inn þá eiga þeir að vera fúlir og síðan ræðum við það og hvernig við leggjum næsta leik upp. Ef ég tek alla leikina frá því ég var landsliðsþjálfari þá held ég að hann hafi spilað örugglega 95% af leikjunum. Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Engar flugeldasýningar Ísland náði í annað stigið sitt þegar þeir gerðu jafntefli á móti Albönum fyrr í kvöld á Laugardalsvelli. Leikið var í annarri umferð annars riðils B deildar Þjóðardeildarinnar og enduðu leikar 1-1 í kaflaskiptum leik. 6. júní 2022 21:30 Twitter um landsleikinn: „Betur má ef duga skal“ Ísland og Albanía gerðu 1-1 jafntefli þegar liðin mættust í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og áður hafði þjóðin ýmislegt um leikinn að segja á Twitter. 6. júní 2022 20:42 „Við Skagamennirnir erum allir með mjög góða tengingu“ Við erum svekktir að vinna ekki leikinn. Mér finnst við fá betri færi í leiknum, sagði Ísak Bergmann Jóhannesson eftir 1-1 jafntefli Íslands og Albaníu í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli í kvöld. 6. júní 2022 21:52 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira
Margir veltu fyrir sér af hverju Albert, sem leikur með Genoa í ítölsku Serie A deildinni, hefði ekkert komið við sögu í leiknum í kvöld. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari var spurður út í þetta á blaðamannafundi að leik loknum. „Þetta eru fimm skiptingar og þrjú tækifæri til skiptinga sem maður hefur. Maður þarf sem þjálfari að vera með ákveðna taktík fyrir leik og síðan í leiknum eftir því hvernig hann þróast,“ sagði Arnar Þór á blaðamannafundinum og bætti við að þreyta og meiðsli hefði haft áhrif á hvernig skiptingar Íslands urðu. „Til dæmis var það núna þannig eins og með Þóri (Jóhann Helgason), orkan var sú ekki sama hjá honum í dag, Jón Dagur spilaði mjög mikið í Ísrael og þetta voru tvær stöður sem við vildum nota eitt tækifæri til skiptingar í strax,“ sagði Arnar Þór en þá komu Hákon Arnar Haraldsson og Mikael Neville Anderson inná. Arnar Þór gefur sínum mönnum fyrirmæli á hliðarlínunni á meðan Alfons Sampsted gerir sig kláran í að taka innkast.Vísir/Diego „Birkir (Bjarnason) meiðist og fer útaf. Arnór Sigurðsson hefur ekki spilað mikið undanfarið og hann er búinn að gefa rosalega mikið af sér í þessum tveimur leikjum. Þá er spurning, við vorum með Albert og við vorum með Mikael Neville sem getur spilað hægri kant og Mikael Egil (Ellertsson) sem getur spilað hægra megin.“ „Það var einfaldlega taktísk ákvörðun að setja Mikael Egil inn á hægri kantinn og bíða aðeins með síðustu og fimmtu skiptinguna. Það voru fleiri leikmenn en Albert sem komu ekki inn á í dag.“ „Ég væri hundfúll út í hann ef hann væri ekki fúll“ Arnar Þór sagði Albert ekki sáttan með stöðuna. „Hann er hundfúll. Ég væri hundfúll út í hann ef hann væri ekki fúll. Það er liðsheild sem hefur alltaf fleytt okkur áfram, íslenska landsliðinu. Ég sagði líka við strákana út í Ísrael að við höldum alltaf að allir af okkar bestu leikmönnum hafi alltaf verið í byrjunarliðinu. Til dæmis var Jóhann Berg ekkert alltaf í byrjunarliðinu þegar hann var ungur, ekki heldur Birkir Bjarnason.“ Hann bætti við að Albert hefði spilað nær alla leiki síðan hann tók við sem landsliðsþjálfari. „Fyrir alla þá sem koma ekki inn þá eiga þeir að vera fúlir og síðan ræðum við það og hvernig við leggjum næsta leik upp. Ef ég tek alla leikina frá því ég var landsliðsþjálfari þá held ég að hann hafi spilað örugglega 95% af leikjunum.
Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Engar flugeldasýningar Ísland náði í annað stigið sitt þegar þeir gerðu jafntefli á móti Albönum fyrr í kvöld á Laugardalsvelli. Leikið var í annarri umferð annars riðils B deildar Þjóðardeildarinnar og enduðu leikar 1-1 í kaflaskiptum leik. 6. júní 2022 21:30 Twitter um landsleikinn: „Betur má ef duga skal“ Ísland og Albanía gerðu 1-1 jafntefli þegar liðin mættust í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og áður hafði þjóðin ýmislegt um leikinn að segja á Twitter. 6. júní 2022 20:42 „Við Skagamennirnir erum allir með mjög góða tengingu“ Við erum svekktir að vinna ekki leikinn. Mér finnst við fá betri færi í leiknum, sagði Ísak Bergmann Jóhannesson eftir 1-1 jafntefli Íslands og Albaníu í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli í kvöld. 6. júní 2022 21:52 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira
Einkunnir Íslands: Engar flugeldasýningar Ísland náði í annað stigið sitt þegar þeir gerðu jafntefli á móti Albönum fyrr í kvöld á Laugardalsvelli. Leikið var í annarri umferð annars riðils B deildar Þjóðardeildarinnar og enduðu leikar 1-1 í kaflaskiptum leik. 6. júní 2022 21:30
Twitter um landsleikinn: „Betur má ef duga skal“ Ísland og Albanía gerðu 1-1 jafntefli þegar liðin mættust í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og áður hafði þjóðin ýmislegt um leikinn að segja á Twitter. 6. júní 2022 20:42
„Við Skagamennirnir erum allir með mjög góða tengingu“ Við erum svekktir að vinna ekki leikinn. Mér finnst við fá betri færi í leiknum, sagði Ísak Bergmann Jóhannesson eftir 1-1 jafntefli Íslands og Albaníu í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli í kvöld. 6. júní 2022 21:52