„Við Skagamennirnir erum allir með mjög góða tengingu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 6. júní 2022 21:52 Ísak Bergmann náði vel saman við Arnór Sigurðsson í kvöld. Vísir/Diego Við erum svekktir að vinna ekki leikinn. Mér finnst við fá betri færi í leiknum, sagði Ísak Bergmann Jóhannesson eftir 1-1 jafntefli Íslands og Albaníu í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli í kvöld. „Mér finnst við koma miklu sterkari inn í seinni hálfleikinn og pressum þá í raun og veru nánast allan seinni hálfleikinn. Við fáum mikið af opnunum þar sem við erum að vinna boltann og hefðum kannski átt að gera betur, en heilt yfir er þetta bara solid leikur.“ segir Ísak. Albanar áttu fína kafla í fyrri hálfleik þar sem íslenska liðið var sett undir töluverða pressu. Það hafði gerst í upphafi leiks, þar sem Albanía fékk fjórar hornspyrnur á fyrstu sex mínútunum og á síðar í hálfleiknum þar sem legið hafði á íslenska liðinu áður en Albanía svo kemst yfir. Ísak útskýrir kaflana sem svo: „Við erum bara of passívir, myndi ég segja. Við erum ekki með hann stóra kafla, en við fáum samt - Arnór [Sigurðsson] fær nokkur færi þarna til að byrja með og ég líka. Þannig að við þurfum að skoða þessar dýfur í okkar leik, við megum ekki fara of neðarlega. En við eigum líka góða kafla svo við þurfum að vera aðeins stabílli í okkar leik. Við erum ungt lið og það mun koma.“ Ísak og Arnór, sem hann nefnir, náðu vel saman í leiknum og sköpuðu mestan usla af íslensku leikmönnunum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Báðir koma þeir af Akranesi og Ísak segir Skagataugina renna djúpt. „Við Skagamennirnir erum allir með mjög góða tengingu, sérstaklega er ég með við Hákon [liðsfélaga Ísaks hjá FC Kaupmannahöfn] en líka við Arnór. Mér finnst hann búinn að sýna í sinni frammistöðu hérna og líka úti í Ísrael að hann er klár að taka þessa stöðu. Hann berst allan leikinn, er með gæði. Þetta er ofboðslega vel gert hjá honum því hann hefur spilað nánast ekki neitt með Venezia og kemur hingað og á tvo mjög góða leiki,“ segir Ísak. Ísland mætir San Marínó í æfingaleik á fimmtudag áður en Ísrael heimsækir Laugardalinn á sunnudag í Þjóðadeildinni. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Engar flugeldasýningar Ísland náði í annað stigið sitt þegar þeir gerðu jafntefli á móti Albönum fyrr í kvöld á Laugardalsvelli. Leikið var í annarri umferð annars riðils B deildar Þjóðardeildarinnar og enduðu leikar 1-1 í kaflaskiptum leik. 6. júní 2022 21:30 Twitter um landsleikinn: „Betur má ef duga skal“ Ísland og Albanía gerðu 1-1 jafntefli þegar liðin mættust í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og áður hafði þjóðin ýmislegt um leikinn að segja á Twitter. 6. júní 2022 20:42 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Sjá meira
„Mér finnst við koma miklu sterkari inn í seinni hálfleikinn og pressum þá í raun og veru nánast allan seinni hálfleikinn. Við fáum mikið af opnunum þar sem við erum að vinna boltann og hefðum kannski átt að gera betur, en heilt yfir er þetta bara solid leikur.“ segir Ísak. Albanar áttu fína kafla í fyrri hálfleik þar sem íslenska liðið var sett undir töluverða pressu. Það hafði gerst í upphafi leiks, þar sem Albanía fékk fjórar hornspyrnur á fyrstu sex mínútunum og á síðar í hálfleiknum þar sem legið hafði á íslenska liðinu áður en Albanía svo kemst yfir. Ísak útskýrir kaflana sem svo: „Við erum bara of passívir, myndi ég segja. Við erum ekki með hann stóra kafla, en við fáum samt - Arnór [Sigurðsson] fær nokkur færi þarna til að byrja með og ég líka. Þannig að við þurfum að skoða þessar dýfur í okkar leik, við megum ekki fara of neðarlega. En við eigum líka góða kafla svo við þurfum að vera aðeins stabílli í okkar leik. Við erum ungt lið og það mun koma.“ Ísak og Arnór, sem hann nefnir, náðu vel saman í leiknum og sköpuðu mestan usla af íslensku leikmönnunum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Báðir koma þeir af Akranesi og Ísak segir Skagataugina renna djúpt. „Við Skagamennirnir erum allir með mjög góða tengingu, sérstaklega er ég með við Hákon [liðsfélaga Ísaks hjá FC Kaupmannahöfn] en líka við Arnór. Mér finnst hann búinn að sýna í sinni frammistöðu hérna og líka úti í Ísrael að hann er klár að taka þessa stöðu. Hann berst allan leikinn, er með gæði. Þetta er ofboðslega vel gert hjá honum því hann hefur spilað nánast ekki neitt með Venezia og kemur hingað og á tvo mjög góða leiki,“ segir Ísak. Ísland mætir San Marínó í æfingaleik á fimmtudag áður en Ísrael heimsækir Laugardalinn á sunnudag í Þjóðadeildinni.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Engar flugeldasýningar Ísland náði í annað stigið sitt þegar þeir gerðu jafntefli á móti Albönum fyrr í kvöld á Laugardalsvelli. Leikið var í annarri umferð annars riðils B deildar Þjóðardeildarinnar og enduðu leikar 1-1 í kaflaskiptum leik. 6. júní 2022 21:30 Twitter um landsleikinn: „Betur má ef duga skal“ Ísland og Albanía gerðu 1-1 jafntefli þegar liðin mættust í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og áður hafði þjóðin ýmislegt um leikinn að segja á Twitter. 6. júní 2022 20:42 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Sjá meira
Einkunnir Íslands: Engar flugeldasýningar Ísland náði í annað stigið sitt þegar þeir gerðu jafntefli á móti Albönum fyrr í kvöld á Laugardalsvelli. Leikið var í annarri umferð annars riðils B deildar Þjóðardeildarinnar og enduðu leikar 1-1 í kaflaskiptum leik. 6. júní 2022 21:30
Twitter um landsleikinn: „Betur má ef duga skal“ Ísland og Albanía gerðu 1-1 jafntefli þegar liðin mættust í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og áður hafði þjóðin ýmislegt um leikinn að segja á Twitter. 6. júní 2022 20:42
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn