Skiptir máli að vera með leikmann sem brennur fyrir klúbbinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. júní 2022 22:31 Þór/KA situr í 7. sæti Bestu deildar kvenna með 9 stig eftir 7 umferðir. Vísir/Diego Farið var yfir fjörugan leik Þór/KA og Keflavíkur í Bestu Mörkunum. Liði Þórs/KA var hrósað í hástert en þó bent á að þær þyrftu að ná meiri stöðugleika í leik sinn til að klífa töfluna. „Keflavíkur liðið er seigt og erfitt að brjóta það á bak aftur. Varnarleikurinn í fyrstu tveimur mörkunum fannst mér mjög ólíkur Keflavíkurliðinu. Sjáum þær hörfa þarna,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir um varnarleik liðsins er þær mættu á Akureyri. „Þær eru samt þrjár til baka á tveimur sóknarmönnum,“ bendir Helena Ólafsdóttir á en varnarlína Keflavíkur setti enga pressu á leikmenn Þórs/KA. Í spilaranum hér að neðan má sjá hvernig Tiffany McCarty finnur Huldu Björgu Hannesdóttur út á hægri vængnum og stangar svo fyrirgjöf vængmannsins í netið af stuttu færi. „Að Tiffany fari á milli tveggja miðvarða, það er bara eins og liðið hafi verið svæft,“ sagði Helena áður en Harpa Þorsteinsdóttir benti á að í raun væri Tiffany ein gegn fjórum varnarmönnum Keflavíkur. „Sjáum svo 2-0 þegar Hulda Ósk kemur hér, það er eins og henni langi að skora. Hulda Ósk gríðarlega ógnandi og erfitt að reikna út hvað hún gerir. Samantha ver en þarna eru líka allar sofandi,“ segir Helena um síðara mark Þórs/KA. „Sandra María [Jessen] er ansi seig og veit hvar er hægt að skora mörk. Hún er bara mætt og klárar þetta vel,“ sagði markadrottningin Margrét Lára um Söndru Maríu sem er komin með 5 mörk í sumar. „Hún er að koma rosalega vel inn í þetta mót, hún er með Þórs/KA hjarta og það skiptir máli að vera með leikmann sem brennur fyrir klúbbinn. Mér finnst Sandra María líka búin að virkja Tiffany, hún er orðin gríðarlega öflug. Þær ná saman og það er traust á milli þeirra. Svo er Margrét Árnadóttir líka að koma inn í þetta sterkt,“ sagði Margrét um Söndru Maríu og samherja hennar. „Þurfa smá stöðugleika, tengja saman sigurleiki og þá verða þær fljótar að klífa upp töfluna,“ bætti hún við að endingu. Spjall Bestu Markanna um leik Þórs/KA og Keflavíkur má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Klippa: Bestu Mörkin: Umræða um Þór/KA Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Bestu mörkin Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira
„Keflavíkur liðið er seigt og erfitt að brjóta það á bak aftur. Varnarleikurinn í fyrstu tveimur mörkunum fannst mér mjög ólíkur Keflavíkurliðinu. Sjáum þær hörfa þarna,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir um varnarleik liðsins er þær mættu á Akureyri. „Þær eru samt þrjár til baka á tveimur sóknarmönnum,“ bendir Helena Ólafsdóttir á en varnarlína Keflavíkur setti enga pressu á leikmenn Þórs/KA. Í spilaranum hér að neðan má sjá hvernig Tiffany McCarty finnur Huldu Björgu Hannesdóttur út á hægri vængnum og stangar svo fyrirgjöf vængmannsins í netið af stuttu færi. „Að Tiffany fari á milli tveggja miðvarða, það er bara eins og liðið hafi verið svæft,“ sagði Helena áður en Harpa Þorsteinsdóttir benti á að í raun væri Tiffany ein gegn fjórum varnarmönnum Keflavíkur. „Sjáum svo 2-0 þegar Hulda Ósk kemur hér, það er eins og henni langi að skora. Hulda Ósk gríðarlega ógnandi og erfitt að reikna út hvað hún gerir. Samantha ver en þarna eru líka allar sofandi,“ segir Helena um síðara mark Þórs/KA. „Sandra María [Jessen] er ansi seig og veit hvar er hægt að skora mörk. Hún er bara mætt og klárar þetta vel,“ sagði markadrottningin Margrét Lára um Söndru Maríu sem er komin með 5 mörk í sumar. „Hún er að koma rosalega vel inn í þetta mót, hún er með Þórs/KA hjarta og það skiptir máli að vera með leikmann sem brennur fyrir klúbbinn. Mér finnst Sandra María líka búin að virkja Tiffany, hún er orðin gríðarlega öflug. Þær ná saman og það er traust á milli þeirra. Svo er Margrét Árnadóttir líka að koma inn í þetta sterkt,“ sagði Margrét um Söndru Maríu og samherja hennar. „Þurfa smá stöðugleika, tengja saman sigurleiki og þá verða þær fljótar að klífa upp töfluna,“ bætti hún við að endingu. Spjall Bestu Markanna um leik Þórs/KA og Keflavíkur má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Klippa: Bestu Mörkin: Umræða um Þór/KA Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Bestu mörkin Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira