Skiptir máli að vera með leikmann sem brennur fyrir klúbbinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. júní 2022 22:31 Þór/KA situr í 7. sæti Bestu deildar kvenna með 9 stig eftir 7 umferðir. Vísir/Diego Farið var yfir fjörugan leik Þór/KA og Keflavíkur í Bestu Mörkunum. Liði Þórs/KA var hrósað í hástert en þó bent á að þær þyrftu að ná meiri stöðugleika í leik sinn til að klífa töfluna. „Keflavíkur liðið er seigt og erfitt að brjóta það á bak aftur. Varnarleikurinn í fyrstu tveimur mörkunum fannst mér mjög ólíkur Keflavíkurliðinu. Sjáum þær hörfa þarna,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir um varnarleik liðsins er þær mættu á Akureyri. „Þær eru samt þrjár til baka á tveimur sóknarmönnum,“ bendir Helena Ólafsdóttir á en varnarlína Keflavíkur setti enga pressu á leikmenn Þórs/KA. Í spilaranum hér að neðan má sjá hvernig Tiffany McCarty finnur Huldu Björgu Hannesdóttur út á hægri vængnum og stangar svo fyrirgjöf vængmannsins í netið af stuttu færi. „Að Tiffany fari á milli tveggja miðvarða, það er bara eins og liðið hafi verið svæft,“ sagði Helena áður en Harpa Þorsteinsdóttir benti á að í raun væri Tiffany ein gegn fjórum varnarmönnum Keflavíkur. „Sjáum svo 2-0 þegar Hulda Ósk kemur hér, það er eins og henni langi að skora. Hulda Ósk gríðarlega ógnandi og erfitt að reikna út hvað hún gerir. Samantha ver en þarna eru líka allar sofandi,“ segir Helena um síðara mark Þórs/KA. „Sandra María [Jessen] er ansi seig og veit hvar er hægt að skora mörk. Hún er bara mætt og klárar þetta vel,“ sagði markadrottningin Margrét Lára um Söndru Maríu sem er komin með 5 mörk í sumar. „Hún er að koma rosalega vel inn í þetta mót, hún er með Þórs/KA hjarta og það skiptir máli að vera með leikmann sem brennur fyrir klúbbinn. Mér finnst Sandra María líka búin að virkja Tiffany, hún er orðin gríðarlega öflug. Þær ná saman og það er traust á milli þeirra. Svo er Margrét Árnadóttir líka að koma inn í þetta sterkt,“ sagði Margrét um Söndru Maríu og samherja hennar. „Þurfa smá stöðugleika, tengja saman sigurleiki og þá verða þær fljótar að klífa upp töfluna,“ bætti hún við að endingu. Spjall Bestu Markanna um leik Þórs/KA og Keflavíkur má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Klippa: Bestu Mörkin: Umræða um Þór/KA Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Bestu mörkin Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
„Keflavíkur liðið er seigt og erfitt að brjóta það á bak aftur. Varnarleikurinn í fyrstu tveimur mörkunum fannst mér mjög ólíkur Keflavíkurliðinu. Sjáum þær hörfa þarna,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir um varnarleik liðsins er þær mættu á Akureyri. „Þær eru samt þrjár til baka á tveimur sóknarmönnum,“ bendir Helena Ólafsdóttir á en varnarlína Keflavíkur setti enga pressu á leikmenn Þórs/KA. Í spilaranum hér að neðan má sjá hvernig Tiffany McCarty finnur Huldu Björgu Hannesdóttur út á hægri vængnum og stangar svo fyrirgjöf vængmannsins í netið af stuttu færi. „Að Tiffany fari á milli tveggja miðvarða, það er bara eins og liðið hafi verið svæft,“ sagði Helena áður en Harpa Þorsteinsdóttir benti á að í raun væri Tiffany ein gegn fjórum varnarmönnum Keflavíkur. „Sjáum svo 2-0 þegar Hulda Ósk kemur hér, það er eins og henni langi að skora. Hulda Ósk gríðarlega ógnandi og erfitt að reikna út hvað hún gerir. Samantha ver en þarna eru líka allar sofandi,“ segir Helena um síðara mark Þórs/KA. „Sandra María [Jessen] er ansi seig og veit hvar er hægt að skora mörk. Hún er bara mætt og klárar þetta vel,“ sagði markadrottningin Margrét Lára um Söndru Maríu sem er komin með 5 mörk í sumar. „Hún er að koma rosalega vel inn í þetta mót, hún er með Þórs/KA hjarta og það skiptir máli að vera með leikmann sem brennur fyrir klúbbinn. Mér finnst Sandra María líka búin að virkja Tiffany, hún er orðin gríðarlega öflug. Þær ná saman og það er traust á milli þeirra. Svo er Margrét Árnadóttir líka að koma inn í þetta sterkt,“ sagði Margrét um Söndru Maríu og samherja hennar. „Þurfa smá stöðugleika, tengja saman sigurleiki og þá verða þær fljótar að klífa upp töfluna,“ bætti hún við að endingu. Spjall Bestu Markanna um leik Þórs/KA og Keflavíkur má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Klippa: Bestu Mörkin: Umræða um Þór/KA Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Bestu mörkin Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira