Langt komin í yfirferð á flestum málum og horfa til þriðjudags Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júní 2022 21:31 Einar Þorsteinsson er oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Vísir/Ragnar Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar munu halda meirihlutaviðræðum áfram um helgina. Oddviti Framsóknar segir yfirferð á flestum málaflokkum langt komna og góður samhljómur sé um stóru málin. Meirihlutasamstarf sé þó ekki í höfn fyrr en að öllu ferlinu loknu. Ellefu dagar eru síðan fulltrúar flokkanna fjögurra tilkynntu um að gengið yrði til formlegra viðræðna um meirihlutasamstarf í borginni. Síðan þá hafa fulltrúarnir fundað til að finna sameiginlegan grundvöll í þeim málefnum sem við koma borgarstjórnmálunum. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, segir góðan gang í viðræðunum. „Við erum komin ansi langt með yfirferð á flestum málaflokkum, þannig að við erum svona að fylla upp í það,“ segir Einar. Þó ritun meirihlutasáttmála sé hafin segir Einar ekki að það þýði að flokkarnir hafi náð saman um öll mál. „Ég myndi ekki segja að við séum komin alveg á þann stað en það er góður samhljómur um stóru málin.“ Von til að málin klárist fyrir fyrsta fund Ekkert sé fast í hendi, og meirihlutasamstarf ekki í höfn fyrr en búið sé að ganga frá öllum málum. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að stefnt væri að því að ljúka viðræðum fyrir næsta þriðjudag, en þá fundar ný borgarstjórn í fyrsta sinn. Einar segir að gott væri að klára málið fyrir þann tíma. „Ég er bara vongóður um að þessar viðræður haldi áfram og skili árangri. Við höfum ekki sett okkur nein tímamörk, en það er mjög gott að geta lokið þessu fyrir fyrsta borgarstjórnarfund á þriðjudag,“ sagði Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins. Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Fjórflokkarnir í Reykjavík byrjaðir á ritun meirihlutasáttmála Líklegt verður að teljast að flokkunum sem rætt hafa myndun nýs meirihluta í borgarstjórn takist ætlunarverkið enda eru oddvitar þeirra byrjaðir á textavinnu fyrir nýjan meirihlutasáttmála. Reiknað er með niðurstöðu um eða strax eftir helgi. 3. júní 2022 21:07 Endurreisn gamla meirihlutans geti falið í sér fátt annað en óbreytt ástand Fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir það borðleggjandi að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Viðreisn og Flokkur fólksins myndi nýjan meirihluta í borginni. Þær meirihlutaviðræður sem nú eru í gangi geti varla endurspeglað þær breytingar sem kjósendur óskuðu eftir í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. 2. júní 2022 16:50 Borgarfulltrúar glaðbeittir á skólabekk Nýkjörnir og endurkjörnir borgarfulltrúar hlakka til að takast á við málefni borgarinnar á komandi kjörtímabili. Í dag hófst þriggja daga námskeið fyrir nýja borgarfulltrúa þar sem þeir eru upplýstir um rangala stjórnsýslunnar og uppbyggingu borgarkerfisins. 1. júní 2022 19:21 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Ellefu dagar eru síðan fulltrúar flokkanna fjögurra tilkynntu um að gengið yrði til formlegra viðræðna um meirihlutasamstarf í borginni. Síðan þá hafa fulltrúarnir fundað til að finna sameiginlegan grundvöll í þeim málefnum sem við koma borgarstjórnmálunum. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, segir góðan gang í viðræðunum. „Við erum komin ansi langt með yfirferð á flestum málaflokkum, þannig að við erum svona að fylla upp í það,“ segir Einar. Þó ritun meirihlutasáttmála sé hafin segir Einar ekki að það þýði að flokkarnir hafi náð saman um öll mál. „Ég myndi ekki segja að við séum komin alveg á þann stað en það er góður samhljómur um stóru málin.“ Von til að málin klárist fyrir fyrsta fund Ekkert sé fast í hendi, og meirihlutasamstarf ekki í höfn fyrr en búið sé að ganga frá öllum málum. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að stefnt væri að því að ljúka viðræðum fyrir næsta þriðjudag, en þá fundar ný borgarstjórn í fyrsta sinn. Einar segir að gott væri að klára málið fyrir þann tíma. „Ég er bara vongóður um að þessar viðræður haldi áfram og skili árangri. Við höfum ekki sett okkur nein tímamörk, en það er mjög gott að geta lokið þessu fyrir fyrsta borgarstjórnarfund á þriðjudag,“ sagði Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins.
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Fjórflokkarnir í Reykjavík byrjaðir á ritun meirihlutasáttmála Líklegt verður að teljast að flokkunum sem rætt hafa myndun nýs meirihluta í borgarstjórn takist ætlunarverkið enda eru oddvitar þeirra byrjaðir á textavinnu fyrir nýjan meirihlutasáttmála. Reiknað er með niðurstöðu um eða strax eftir helgi. 3. júní 2022 21:07 Endurreisn gamla meirihlutans geti falið í sér fátt annað en óbreytt ástand Fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir það borðleggjandi að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Viðreisn og Flokkur fólksins myndi nýjan meirihluta í borginni. Þær meirihlutaviðræður sem nú eru í gangi geti varla endurspeglað þær breytingar sem kjósendur óskuðu eftir í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. 2. júní 2022 16:50 Borgarfulltrúar glaðbeittir á skólabekk Nýkjörnir og endurkjörnir borgarfulltrúar hlakka til að takast á við málefni borgarinnar á komandi kjörtímabili. Í dag hófst þriggja daga námskeið fyrir nýja borgarfulltrúa þar sem þeir eru upplýstir um rangala stjórnsýslunnar og uppbyggingu borgarkerfisins. 1. júní 2022 19:21 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Fjórflokkarnir í Reykjavík byrjaðir á ritun meirihlutasáttmála Líklegt verður að teljast að flokkunum sem rætt hafa myndun nýs meirihluta í borgarstjórn takist ætlunarverkið enda eru oddvitar þeirra byrjaðir á textavinnu fyrir nýjan meirihlutasáttmála. Reiknað er með niðurstöðu um eða strax eftir helgi. 3. júní 2022 21:07
Endurreisn gamla meirihlutans geti falið í sér fátt annað en óbreytt ástand Fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir það borðleggjandi að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Viðreisn og Flokkur fólksins myndi nýjan meirihluta í borginni. Þær meirihlutaviðræður sem nú eru í gangi geti varla endurspeglað þær breytingar sem kjósendur óskuðu eftir í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. 2. júní 2022 16:50
Borgarfulltrúar glaðbeittir á skólabekk Nýkjörnir og endurkjörnir borgarfulltrúar hlakka til að takast á við málefni borgarinnar á komandi kjörtímabili. Í dag hófst þriggja daga námskeið fyrir nýja borgarfulltrúa þar sem þeir eru upplýstir um rangala stjórnsýslunnar og uppbyggingu borgarkerfisins. 1. júní 2022 19:21