Innlent

Til vand­ræða hjá Land­spítala og hand­tekinn með fíkni­efni

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Maðurinn var til vandræða hjá Landspítala.
Maðurinn var til vandræða hjá Landspítala. Vísir/Vilhelm

Ungur maður var handtekinn við Landspítalann í Fossvogi í nótt laust upp úr miðnætti þar sem hann var til vandræða og fór ekki að fyrirmælum lögreglu. Við vistun hans í fangageymslu fundust fíkniefni í fórum mannsins.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu, en nokkuð annasamt virðist hafa verið þessa nóttina.

Alls voru sex bílar stöðvaðir vegna gruns um ölvunarakstur og þrír handteknir vegna annarlegs ástands og ónæðis.

Þá voru af­skipti höfð af manni vegna vörslu fíkni­efna laust fyr­ir klukk­an fjög­ur í nótt. Maður­inn hafði fengið af­hent ætluð fíkni­efni og var á leið í hraðbanka með fíkni­efna­sal­an­um til að greiða hon­um fyr­ir fíkni­efn­in.

Einnig segir frá eignaspjöllum á skóla í Gravarvogi en þar var búið var að brjóta þrjár rúður skólans. Tilkynnt var um hópasöfnun unglinga við skólann rétt fyrir miðnætti en ráðstafanir voru gerðar til að byrgja fyrir rúðurnar, að því er fram kemur í tilkynningu lögreglu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×